Ekki sammála góðum vini sínum en skilur af hverju hann var svona grautfúll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 15:30 Kristinn Björgúlfsson og Bjarni Fritzson eru núverandi og fyrrverandi þjálfari ÍR-liðsins. S2 Sport Seinni bylgjan fór yfir dómana tvo sem þjálfari ÍR-inga var svo ofboðslega ósáttur með. Það sauð á Kristni Björgúlfssyni, þjálfara ÍR, eftir naumt tap á móti Stjörnunni í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var ekkert nýtt að sjá tapsáran þjálfara kvarta yfir dómgæslu í slíku viðtali sem er tekið rétt eftir leikinn en það voru orð Kristins um mótherjanna sem vöktu meiri athygli. „Við erum ekkert verri en Stjarnan. Það er bara langt í frá. ‚Good on paper, shit on grass' sagði einhver um daginn. Við erum ekkert lélegri pappír en þeir en við þurfum að skila inn á vellinum. Við þurfum að vera yfir þegar 60 mínútur eru búnar,“ sagði Kristinn Björgúlfsson. „Mér finnst þeir ekkert vera betri en við. Það er fullt af gaurum þarna sem eru runnir út á dagsetningu,“ bætti síðan Kristinn. Seinni bylgjan fór yfir þessi ummæli ÍR-þjálfarans í þætti sínum í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Kiddi Björgúlfs og dómarnir sem gerðu hann svo reiðan „Kiddi með sleggjuna á lofti í Austurberginu,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og svo var farið yfir umdeildu dómana sem Kristinn var ósáttur við. Þar fá ÍR-ingar tvær brottvísanir á stuttum tíma í stöðunni 23-23. „Ég skil fullkomlega gremju Kidda því þetta eru bara stór atriði. Þú ert með jafnan leik og svo missir þú tvo leikmenn af velli á þrjátíu sekúndum. Auðvitað skilur maður að það geti verið erfitt að taka því,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Þú ert í leik þar sem þú ert að leita að fyrstu stigunum,“ sagði Einar Andri. „Ég er ekki sammála honum um að Stjarnan og ÍR séu með alveg eins lið á sama pappír. Fyrirgefðu. Kiddi er mjög góður vinur minn en ég er ekki sammála því. Fyrir ÍR-inga, sérstaklega þessi byrjun, það var frábært hjá þeim. Ég skil að hann sé svona grautfúll að hafa ekki náð þessu fyrsta sigri því hann er svo mikilvægur, sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Það sauð á Kristni Björgúlfssyni, þjálfara ÍR, eftir naumt tap á móti Stjörnunni í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var ekkert nýtt að sjá tapsáran þjálfara kvarta yfir dómgæslu í slíku viðtali sem er tekið rétt eftir leikinn en það voru orð Kristins um mótherjanna sem vöktu meiri athygli. „Við erum ekkert verri en Stjarnan. Það er bara langt í frá. ‚Good on paper, shit on grass' sagði einhver um daginn. Við erum ekkert lélegri pappír en þeir en við þurfum að skila inn á vellinum. Við þurfum að vera yfir þegar 60 mínútur eru búnar,“ sagði Kristinn Björgúlfsson. „Mér finnst þeir ekkert vera betri en við. Það er fullt af gaurum þarna sem eru runnir út á dagsetningu,“ bætti síðan Kristinn. Seinni bylgjan fór yfir þessi ummæli ÍR-þjálfarans í þætti sínum í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Kiddi Björgúlfs og dómarnir sem gerðu hann svo reiðan „Kiddi með sleggjuna á lofti í Austurberginu,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og svo var farið yfir umdeildu dómana sem Kristinn var ósáttur við. Þar fá ÍR-ingar tvær brottvísanir á stuttum tíma í stöðunni 23-23. „Ég skil fullkomlega gremju Kidda því þetta eru bara stór atriði. Þú ert með jafnan leik og svo missir þú tvo leikmenn af velli á þrjátíu sekúndum. Auðvitað skilur maður að það geti verið erfitt að taka því,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Þú ert í leik þar sem þú ert að leita að fyrstu stigunum,“ sagði Einar Andri. „Ég er ekki sammála honum um að Stjarnan og ÍR séu með alveg eins lið á sama pappír. Fyrirgefðu. Kiddi er mjög góður vinur minn en ég er ekki sammála því. Fyrir ÍR-inga, sérstaklega þessi byrjun, það var frábært hjá þeim. Ég skil að hann sé svona grautfúll að hafa ekki náð þessu fyrsta sigri því hann er svo mikilvægur, sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira