Sakaður um að gera sér upp meiðsli til að sleppa HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 11:30 Luka Cindric er lykilmaður í króatíska landsliðinu og Barcelona. epa/VALDRIN XHEMAJ Fyrrverandi sjúkraþjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta segir að Luka Cindric, ein stærsta stjarna liðsins, hafi gert sér upp meiðsli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Cindric, sem leikur með Aroni Pálmarssyni hjá Barcelona, féll úr skaftinu á HM vegna meiðsla. Damir Kajba, sem var sjúkraþjálfari Króatíu á HM, segir að ekkert hafi verið að Cindric. Eftir HM tók Hrvoje Horvat við króatíska landsliðinu af Lino Cervar. Horvat gerði breytingar á starfsliði landsliðsins og lét meðal annars Horvat fara sem sjúkraþjálfarinn var ósáttur við. Í viðtali við RTL lét hann gamminn geysa, sakaði Horvat um óvirðingu þegar hann lét hann fara og skaut svo föstum skotum að Cindric. In an interview with @RTLTelevizija the physiotherapist of the Croatian national team, Damir Kajba, who has been dismissed by the new head coach Hrvoje Horvat, states that Luka Cindric faked his injury at the WC and that Cindric had a really bad attitude.https://t.co/xYIf18dRA1— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 4, 2021 Í færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðla eftir brottreksturinn sagði Kajba að einn leikmaður króatíska liðsins ætti ekki skilið að klæðast landsliðstreyjunni framar. Í viðtalinu við RTL sagði hann að umræddur leikmaður væri Cindric. „Hann er ekki mitt vandamál, hann er vandamál króatíska handknattleikssambandsins. Þegar þeir leysa það komast þeir aftur á toppinn. Þú getur ekki spilað með landsliðinu bara þegar þú vilt,“ sagði Kajba og tók dæmi um að menn á borð við Domagoj Duvnjak og Igor Karacic hefðu spilað þjáðir á HM. Kajba segir að Cindric hafi ekki verið meiddur fyrir HM og hafi ekki æft almennilega í aðdraganda mótsins. „Hann mætti til æfinga 1. janúar. Þegar þú horfðir á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu tókstu eftir því að hann hefði meiðst? Hann var kannski ekki upp á sitt besta en spilaði. Hann var heill þegar hann mætti en átti ekki tvær góðar æfingar. Hann rúllaði sér á dýnu, skoðaði símann sinn, teygði og sat á hjóli um stund,“ sagði Kajba og bætti við að Cindric hefði kennt sér meins í vináttuleik gegn Spáni fyrir HM. Cindric fór í kjölfarið í myndatöku en þar sást ekkert. Hann hafi sagst vera klár og ákveðið að fara til Egyptalands en hafi aðeins æft einu sinni fyrir fyrsta leik Króatíu á mótinu. Þar gerðu Króatar óvænt jafntefli við Dag Sigurðsson og strákana hans í Japan, 29-29. Cindric skoraði fjögur mörk úr tíu skotum í leiknum. Eftir leikinn gegn Japan sagðist Cindric ekki geta spilað meira. Hann fór heim til Zagreb og eftir nokkra daga til Barcelona. Kajba sagðist svo hafa fengið misvísandi upplýsingar frá læknum Barcelona, meðal annars á hvorum fætinum Cindric var meiddur. Á endanum sagði einn læknanna að Cindric væri meiddur á hægri fæti og yrði frá í fimmtán daga. Hann fór ekki aftur til Egyptalands þar sem Króatía endaði í 15. sæti sem er versti árangur liðsins á stórmóti í áraraðir. Cindric og félagar í Barcelona unnu útisigur á Veszprém, 34-37, í Meistaradeildinni í gær. Cindric skoraði fimm mörk líkt og Aron. HM 2021 í handbolta Spænski handboltinn Tengdar fréttir Aron með fimm mörk í sterkum sigri Barcelona Aron Pálmarsson var við hestaheilsu er Barcelona vann þriggja marka sigur á hans gömlu félögum í Veszprém, 37-34, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 4. febrúar 2021 21:31 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Cindric, sem leikur með Aroni Pálmarssyni hjá Barcelona, féll úr skaftinu á HM vegna meiðsla. Damir Kajba, sem var sjúkraþjálfari Króatíu á HM, segir að ekkert hafi verið að Cindric. Eftir HM tók Hrvoje Horvat við króatíska landsliðinu af Lino Cervar. Horvat gerði breytingar á starfsliði landsliðsins og lét meðal annars Horvat fara sem sjúkraþjálfarinn var ósáttur við. Í viðtali við RTL lét hann gamminn geysa, sakaði Horvat um óvirðingu þegar hann lét hann fara og skaut svo föstum skotum að Cindric. In an interview with @RTLTelevizija the physiotherapist of the Croatian national team, Damir Kajba, who has been dismissed by the new head coach Hrvoje Horvat, states that Luka Cindric faked his injury at the WC and that Cindric had a really bad attitude.https://t.co/xYIf18dRA1— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 4, 2021 Í færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðla eftir brottreksturinn sagði Kajba að einn leikmaður króatíska liðsins ætti ekki skilið að klæðast landsliðstreyjunni framar. Í viðtalinu við RTL sagði hann að umræddur leikmaður væri Cindric. „Hann er ekki mitt vandamál, hann er vandamál króatíska handknattleikssambandsins. Þegar þeir leysa það komast þeir aftur á toppinn. Þú getur ekki spilað með landsliðinu bara þegar þú vilt,“ sagði Kajba og tók dæmi um að menn á borð við Domagoj Duvnjak og Igor Karacic hefðu spilað þjáðir á HM. Kajba segir að Cindric hafi ekki verið meiddur fyrir HM og hafi ekki æft almennilega í aðdraganda mótsins. „Hann mætti til æfinga 1. janúar. Þegar þú horfðir á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu tókstu eftir því að hann hefði meiðst? Hann var kannski ekki upp á sitt besta en spilaði. Hann var heill þegar hann mætti en átti ekki tvær góðar æfingar. Hann rúllaði sér á dýnu, skoðaði símann sinn, teygði og sat á hjóli um stund,“ sagði Kajba og bætti við að Cindric hefði kennt sér meins í vináttuleik gegn Spáni fyrir HM. Cindric fór í kjölfarið í myndatöku en þar sást ekkert. Hann hafi sagst vera klár og ákveðið að fara til Egyptalands en hafi aðeins æft einu sinni fyrir fyrsta leik Króatíu á mótinu. Þar gerðu Króatar óvænt jafntefli við Dag Sigurðsson og strákana hans í Japan, 29-29. Cindric skoraði fjögur mörk úr tíu skotum í leiknum. Eftir leikinn gegn Japan sagðist Cindric ekki geta spilað meira. Hann fór heim til Zagreb og eftir nokkra daga til Barcelona. Kajba sagðist svo hafa fengið misvísandi upplýsingar frá læknum Barcelona, meðal annars á hvorum fætinum Cindric var meiddur. Á endanum sagði einn læknanna að Cindric væri meiddur á hægri fæti og yrði frá í fimmtán daga. Hann fór ekki aftur til Egyptalands þar sem Króatía endaði í 15. sæti sem er versti árangur liðsins á stórmóti í áraraðir. Cindric og félagar í Barcelona unnu útisigur á Veszprém, 34-37, í Meistaradeildinni í gær. Cindric skoraði fimm mörk líkt og Aron.
HM 2021 í handbolta Spænski handboltinn Tengdar fréttir Aron með fimm mörk í sterkum sigri Barcelona Aron Pálmarsson var við hestaheilsu er Barcelona vann þriggja marka sigur á hans gömlu félögum í Veszprém, 37-34, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 4. febrúar 2021 21:31 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Aron með fimm mörk í sterkum sigri Barcelona Aron Pálmarsson var við hestaheilsu er Barcelona vann þriggja marka sigur á hans gömlu félögum í Veszprém, 37-34, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 4. febrúar 2021 21:31