Segist vera í besta starfi í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2021 23:31 Emma Hayes segist vera í besta starfi í heimi hjá kvennaliði Chelsea. Catherine Ivill/Getty Images Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea í knattspyrnu, segist vera í besta starfi í heimi og hafi því engan áhuga á að taka við Wimbledon sem leikur í ensku C-deildinni, karla megin. Wimbledon er í basli og rak nýverið þjálfara sinn, Glyn Hodges. Er nöfnum var kastað fram kom í ljós að Emma Hayes var eitt þeirra. Hefði hún tekið starfinu þá hefði hún orðið fyrsti kvenmaðurinn til að þjálfa lið í karlaboltanum á Englandi. „Ég vona innilega að Wimbledon finni rétta aðilann í starfið. Þetta með að félagið hafi ekki efni á mér hefur ekkert með ákvörðun mína að gera heldur einfaldlega þá staðreynd að ég er í besta starfi í heimi,“ sagði Hayes í gærkvöld eftir að Chelsea hafði unnið 6-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í enska deildarbikarnum. Vert er að taka fram að Dagný var ekki í leikmannahópi West Ham. Hayes tók einnig fram að karlafótbolti endurspegli ekki þann fjölbreytta veruleika sem við búum við. Þá tók hún fram að hún hefði engan áhuga á starfinu hjá Wimbledon þar sem hún væri ánægð í eigin starfi og liti á það sem skref niður á við. Undir það var tekið í grein The Athletic á dögunum þar sem farið var yfir magnaðan feril Hayes og að Chelsea-lið hennar væri enn án ósigurs eftir 12 umferðir í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að liðið ætti enn möguleika á að vinna fernuna. FA-bikarinn, deildarbikarinn og Meistaradeild Evrópu, sem og ensku úrvalsdeildina. One pundit said a move to League One AFC Wimbledon would be "a step on the ladder into elite football" for Emma Hayes. There was nothing in this rumour - except a lot of devaluing of women's football. Women's football is not a stepping stone https://t.co/P2sSPBv49S— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) February 3, 2021 Þó hin 44 ára gamla Hayes hafi ekki viljað starfið þá vonast hún til þess að nöfn kvenkyns þjálfara verði oftar í umræðunni þegar kemur að störfum karla megin. „Allir eiga sér stað í fótbolta, og ég segi það aftur: Ég er mjög ánægð hjá Chelsea.“ Hayes hefur starfað hjá Chelsea síðan 2012, undir hennar stjórn hefur liðið þrívegis unnið ensku úrvalsdeildina, tvisvar FA-bikarinn og einu sinni deildarbikarinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Wimbledon er í basli og rak nýverið þjálfara sinn, Glyn Hodges. Er nöfnum var kastað fram kom í ljós að Emma Hayes var eitt þeirra. Hefði hún tekið starfinu þá hefði hún orðið fyrsti kvenmaðurinn til að þjálfa lið í karlaboltanum á Englandi. „Ég vona innilega að Wimbledon finni rétta aðilann í starfið. Þetta með að félagið hafi ekki efni á mér hefur ekkert með ákvörðun mína að gera heldur einfaldlega þá staðreynd að ég er í besta starfi í heimi,“ sagði Hayes í gærkvöld eftir að Chelsea hafði unnið 6-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í enska deildarbikarnum. Vert er að taka fram að Dagný var ekki í leikmannahópi West Ham. Hayes tók einnig fram að karlafótbolti endurspegli ekki þann fjölbreytta veruleika sem við búum við. Þá tók hún fram að hún hefði engan áhuga á starfinu hjá Wimbledon þar sem hún væri ánægð í eigin starfi og liti á það sem skref niður á við. Undir það var tekið í grein The Athletic á dögunum þar sem farið var yfir magnaðan feril Hayes og að Chelsea-lið hennar væri enn án ósigurs eftir 12 umferðir í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að liðið ætti enn möguleika á að vinna fernuna. FA-bikarinn, deildarbikarinn og Meistaradeild Evrópu, sem og ensku úrvalsdeildina. One pundit said a move to League One AFC Wimbledon would be "a step on the ladder into elite football" for Emma Hayes. There was nothing in this rumour - except a lot of devaluing of women's football. Women's football is not a stepping stone https://t.co/P2sSPBv49S— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) February 3, 2021 Þó hin 44 ára gamla Hayes hafi ekki viljað starfið þá vonast hún til þess að nöfn kvenkyns þjálfara verði oftar í umræðunni þegar kemur að störfum karla megin. „Allir eiga sér stað í fótbolta, og ég segi það aftur: Ég er mjög ánægð hjá Chelsea.“ Hayes hefur starfað hjá Chelsea síðan 2012, undir hennar stjórn hefur liðið þrívegis unnið ensku úrvalsdeildina, tvisvar FA-bikarinn og einu sinni deildarbikarinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira