„Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 21:31 Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir eru meðal þeirra foreldra sem segja sögu sína á þættinum Líf dafnar. Líf dafnar Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. „Um leið og við tókum ákvörðunina að fara þessa leið þá var eins og allir bakpokarnir dyttu af og maður var bara léttur, bara frjáls. Okei ég þarf ekki að fara í gegnum þetta helvíti sem ófrjósemin er og öll þessi meðferð er ógeð.“ Gekk í hringi Það ferli tók þrjú ár í viðbót, svo þegar símtalið loksins kom var það tilfinningaþrungin stund. Selma var í vinnunni á leikskólanum þegar Kristinn frá Íslenskri ættleiðingu hringdi og sagði henni að nú væri komið að þessu, það væri búið að finna barn fyrir þau barn í Tékklandi. „Ég fæ gæsahúð að tala um þetta,“ segir Selma. Þau sögðu sína sögðu í fimmta þættinum af Líf dafnar sem sýndur var í gær. Selma brast í grát þegar símtalið kom og lét Steina strax vita að þau þyrftu að mæta upp á íslenska ættleiðingu að skrifa undir pappíra. „Ég sagði já allt í lagi, á nærbuxunum og ég labbaði bara hringinn í kringum íbúðina. Bara örugglega svona tíu sinnum. Ég fór í bolinn öfugt og vissi ekkert hvað væri að gerast,“ rifjar Steini upp. Óraunverulegt augnablik Þau segja bæði að þegar þau fengu að sjá mynd af barninu sínu í fyrsta skipti, hafi tengingin myndast. „Ég fann þegar ég horfði á myndina, ég hef aldrei hitt hann, en ég elska þetta barn svo mikið og ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn.“ Steini segir að þau hafi á þessari stund orðið fjölskylda. Þau höfðu samt á þessum tímapunkti aldrei hitt barnið sitt, tveggja ára dreng frá Tékklandi. Þau deildu myndböndum frá því þegar þau hittu hann í fyrsta skiptið í þættinum og augnablikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Hann var svo hlédrægur og feiminn og labbar náttúrulega löturhægt og skilur ekkert hvað er að gerast. Mér fannst þetta svo óraunverulegt,“ segir Selma. „Ef þessi vídeó væru ekki til þá myndi ég ekki muna neitt eftir þessu,“ segir Steini. Hægt er að heyra brot af þeirra sögu í spilaranum hér fyrir neðan. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni. Líf dafnar eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudögum og koma samhliða því textaðir og ótextaðir inn á Stöð 2+. Klippa: Líf dafnar - Steinn og Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland. Kviknar Líf dafnar Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
„Um leið og við tókum ákvörðunina að fara þessa leið þá var eins og allir bakpokarnir dyttu af og maður var bara léttur, bara frjáls. Okei ég þarf ekki að fara í gegnum þetta helvíti sem ófrjósemin er og öll þessi meðferð er ógeð.“ Gekk í hringi Það ferli tók þrjú ár í viðbót, svo þegar símtalið loksins kom var það tilfinningaþrungin stund. Selma var í vinnunni á leikskólanum þegar Kristinn frá Íslenskri ættleiðingu hringdi og sagði henni að nú væri komið að þessu, það væri búið að finna barn fyrir þau barn í Tékklandi. „Ég fæ gæsahúð að tala um þetta,“ segir Selma. Þau sögðu sína sögðu í fimmta þættinum af Líf dafnar sem sýndur var í gær. Selma brast í grát þegar símtalið kom og lét Steina strax vita að þau þyrftu að mæta upp á íslenska ættleiðingu að skrifa undir pappíra. „Ég sagði já allt í lagi, á nærbuxunum og ég labbaði bara hringinn í kringum íbúðina. Bara örugglega svona tíu sinnum. Ég fór í bolinn öfugt og vissi ekkert hvað væri að gerast,“ rifjar Steini upp. Óraunverulegt augnablik Þau segja bæði að þegar þau fengu að sjá mynd af barninu sínu í fyrsta skipti, hafi tengingin myndast. „Ég fann þegar ég horfði á myndina, ég hef aldrei hitt hann, en ég elska þetta barn svo mikið og ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn.“ Steini segir að þau hafi á þessari stund orðið fjölskylda. Þau höfðu samt á þessum tímapunkti aldrei hitt barnið sitt, tveggja ára dreng frá Tékklandi. Þau deildu myndböndum frá því þegar þau hittu hann í fyrsta skiptið í þættinum og augnablikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Hann var svo hlédrægur og feiminn og labbar náttúrulega löturhægt og skilur ekkert hvað er að gerast. Mér fannst þetta svo óraunverulegt,“ segir Selma. „Ef þessi vídeó væru ekki til þá myndi ég ekki muna neitt eftir þessu,“ segir Steini. Hægt er að heyra brot af þeirra sögu í spilaranum hér fyrir neðan. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni. Líf dafnar eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudögum og koma samhliða því textaðir og ótextaðir inn á Stöð 2+. Klippa: Líf dafnar - Steinn og Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Kviknar Líf dafnar Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira