Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2021 16:12 Alexei Navalní að hlusta á dómsuppkvaðninguna í gær. EPA/Dómstóll Moskvu Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. Eftirlitsaðilar og mannréttindasamtök áætla að fleiri en tíu þúsund Rússar hafi verið handteknir við mótmæli vegna handtöku og fangelsunar Navalnís. Við dómsuppkvaðninguna sagði Navalní að ásakanirnar gegn honum væru tilbúningur og til komnar vegna ótta og haturs Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnvart sér. Navalní hefur einnig sakað Pútín um að hafa látið eitra fyrir sér síðasta sumar, sem leiddi til þess að hann var fluttur í dái til Þýskalands. Hann var í gær dæmdur fyrir að brjóta gegn skilorði með því að fara til Þýskalands. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það mál gegn Navalní hafi verið ólögmætt og gerræðislegt. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Navalny, moments before he is sentenced to 3.5 years in prison, draws a heart (for his wife Yulia) on the glass separating him from the rest of the courtroom. pic.twitter.com/NSrtBnDSFL— Piotr Zalewski (@p_zalewski) February 2, 2021 Í frétt Moscow Times þar sem farið er yfir atburðarás gærdagsins segir að þúsundir lögregluþjóna hafi verið sendir til að stöðva mótmæli eftir dómsuppkvaðninguna í gær. Þrátt fyrir það og að lestarstöðvum og götum hafi verið lokað fóru einhver mótmæli fram og víðast hvar mættu óreiðabúnir lögregluþjónar mótmælendum af mikilli hörku. Sjá einnig: Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, lýsti aðgerðum lögreglu sem hörðum en réttlætanlegum. Really grim, Belarus-esque scenes in Moscow tonight. Protesters put up their hands to show they were peaceful, and riot police started beating them viciously. Really sadist stuff.video via @tvrain and the fearless @mborzunova pic.twitter.com/eVhMgRY5ng— max seddon (@maxseddon) February 2, 2021 Rannsakandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch í Rússlandi segir í samtali við Moscow Times að það sé ekki rétt metið hjá Peskov. Viðbrögð lögreglu hafi engan veginn verið í takt við hegðun mótmælenda. Svo margir hafa verið handteknir að undanförnu að fangaklefar í Moskvu hafa fyllst og yfirvöld hafa ferjað fólk í rútum í bæi nærri höfuðborginni þar sem þau hafa verið færð fyrir dómara. Eins og áður segier hafa yfirvöld í vesturlöndum fordæmt dóm Navalnís og þá hörku sem yfirvöld hafa beitt gegn mótmælendum í Rússlandi. Þeirra á meðal er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði í dag því alfarið að gagnrýni þessi væri réttmæt og sagði hana hrokafulla og óviðeigandi. Þá sagði ráðherrann að Rússar myndu ekki bregðast við svona „móðursýki“. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira
Eftirlitsaðilar og mannréttindasamtök áætla að fleiri en tíu þúsund Rússar hafi verið handteknir við mótmæli vegna handtöku og fangelsunar Navalnís. Við dómsuppkvaðninguna sagði Navalní að ásakanirnar gegn honum væru tilbúningur og til komnar vegna ótta og haturs Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnvart sér. Navalní hefur einnig sakað Pútín um að hafa látið eitra fyrir sér síðasta sumar, sem leiddi til þess að hann var fluttur í dái til Þýskalands. Hann var í gær dæmdur fyrir að brjóta gegn skilorði með því að fara til Þýskalands. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það mál gegn Navalní hafi verið ólögmætt og gerræðislegt. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Navalny, moments before he is sentenced to 3.5 years in prison, draws a heart (for his wife Yulia) on the glass separating him from the rest of the courtroom. pic.twitter.com/NSrtBnDSFL— Piotr Zalewski (@p_zalewski) February 2, 2021 Í frétt Moscow Times þar sem farið er yfir atburðarás gærdagsins segir að þúsundir lögregluþjóna hafi verið sendir til að stöðva mótmæli eftir dómsuppkvaðninguna í gær. Þrátt fyrir það og að lestarstöðvum og götum hafi verið lokað fóru einhver mótmæli fram og víðast hvar mættu óreiðabúnir lögregluþjónar mótmælendum af mikilli hörku. Sjá einnig: Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, lýsti aðgerðum lögreglu sem hörðum en réttlætanlegum. Really grim, Belarus-esque scenes in Moscow tonight. Protesters put up their hands to show they were peaceful, and riot police started beating them viciously. Really sadist stuff.video via @tvrain and the fearless @mborzunova pic.twitter.com/eVhMgRY5ng— max seddon (@maxseddon) February 2, 2021 Rannsakandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch í Rússlandi segir í samtali við Moscow Times að það sé ekki rétt metið hjá Peskov. Viðbrögð lögreglu hafi engan veginn verið í takt við hegðun mótmælenda. Svo margir hafa verið handteknir að undanförnu að fangaklefar í Moskvu hafa fyllst og yfirvöld hafa ferjað fólk í rútum í bæi nærri höfuðborginni þar sem þau hafa verið færð fyrir dómara. Eins og áður segier hafa yfirvöld í vesturlöndum fordæmt dóm Navalnís og þá hörku sem yfirvöld hafa beitt gegn mótmælendum í Rússlandi. Þeirra á meðal er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði í dag því alfarið að gagnrýni þessi væri réttmæt og sagði hana hrokafulla og óviðeigandi. Þá sagði ráðherrann að Rússar myndu ekki bregðast við svona „móðursýki“.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira
Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11
Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40
Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51
Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55
Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32