„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2021 12:14 Guðmundur Felix notar blýantinn til að skrifast á við fólk á Facebook. Þangað streyma kveðjurnar. Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. „Ég er búinn að vera að fara í gegnum kveðjurnar frá ykkur. Hvílíkt magn af kveðjum í einkaskilaboðum. Ég er ekki enn þá farinn að geta skoðað á vegginn minn. Ég get ekki svarað öllum eitthvað nánar. Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn. Mig svimar pínulítið, þetta er pínu erfitt. En takk æðislega fyrir allar kveðjurnar. Þetta er magnað. Takk.“ Guðmundur Felix gekkst undir aðgerðina þann 14. janúar en hann hafði verið í sjö ár á biðlista í Lyon í Frakklandi eftir höndum. Guðmundur ræðir á Instagram um stærstu spurninguna sem hann fái frá fólki, hvort hann sé með einhverja tilfinningu í nýju höndunum. Stutta svarið er nei en þó líði honum stundum eins og hann finni fyrir tilvist þeirra. Þó ekki þannig að hann greini ef einhver snertir fingurnar. Hann lýsir því að taugarnar í hans líkama við axlir og í höndum líffæragjafans hafi verið tengdar með rörum. Taugarnar vaxi inni í þessum litlu rörum. Taugar gjafans gufi í raun upp en taugar Guðmundar vaxi inni í rörunum. Vöxturinn sé upp á einn millímetra á dag. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) „Svo það tekur um eitt ár til ég verð með einhverja tilfinningu eða möguleika á hreyfingu við olnboga,“ segir Guðmundur. Annað ár að ná niður í fingur. En óvissan sé auðvitað mjög mikil enda um sögulega aðgerð að ræða. „Munu taugarnar ná niður í fingur? Og mun ég geta notað þá?“ spyr Guðmundur fullmeðvitaður um óvissuna. Sjúkraþjálfarar komi til hans tvisvar á dag og færi fingurna til. Passi upp á að handleggirnir nýju og fingurnir stífni ekki. Helsta tilfinningin í dag sé sársauki þar sem handleggirnir voru saumaðir á líkama hans. Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
„Ég er búinn að vera að fara í gegnum kveðjurnar frá ykkur. Hvílíkt magn af kveðjum í einkaskilaboðum. Ég er ekki enn þá farinn að geta skoðað á vegginn minn. Ég get ekki svarað öllum eitthvað nánar. Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn. Mig svimar pínulítið, þetta er pínu erfitt. En takk æðislega fyrir allar kveðjurnar. Þetta er magnað. Takk.“ Guðmundur Felix gekkst undir aðgerðina þann 14. janúar en hann hafði verið í sjö ár á biðlista í Lyon í Frakklandi eftir höndum. Guðmundur ræðir á Instagram um stærstu spurninguna sem hann fái frá fólki, hvort hann sé með einhverja tilfinningu í nýju höndunum. Stutta svarið er nei en þó líði honum stundum eins og hann finni fyrir tilvist þeirra. Þó ekki þannig að hann greini ef einhver snertir fingurnar. Hann lýsir því að taugarnar í hans líkama við axlir og í höndum líffæragjafans hafi verið tengdar með rörum. Taugarnar vaxi inni í þessum litlu rörum. Taugar gjafans gufi í raun upp en taugar Guðmundar vaxi inni í rörunum. Vöxturinn sé upp á einn millímetra á dag. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) „Svo það tekur um eitt ár til ég verð með einhverja tilfinningu eða möguleika á hreyfingu við olnboga,“ segir Guðmundur. Annað ár að ná niður í fingur. En óvissan sé auðvitað mjög mikil enda um sögulega aðgerð að ræða. „Munu taugarnar ná niður í fingur? Og mun ég geta notað þá?“ spyr Guðmundur fullmeðvitaður um óvissuna. Sjúkraþjálfarar komi til hans tvisvar á dag og færi fingurna til. Passi upp á að handleggirnir nýju og fingurnir stífni ekki. Helsta tilfinningin í dag sé sársauki þar sem handleggirnir voru saumaðir á líkama hans.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira