Vonbrigði að afgreiðsla á styrkjum hafi tafist Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 15:11 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm „Ég ætla bara að segja að það eru vonbrigði að það skyldi hafa tafist jafn lengi og raun ber vitni að geta tekið við og afgreitt þessi mál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag aðspurður um seinagang við greiðslu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði seinagang, tæknileg vandamál og undirmönnun einkenna framkvæmd við bæði umsóknir og afhendingu styrkja. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Greint var frá því í lok janúar að um 3,7 milljarðar króna hafi þegar verið greiddir til 540 rekstraraðila. Björn Leví sagði meirihluta rekstraraðila ekkert hafa fengið greitt. Eins sé fátt um svör frá Skattinum um greiðslu viðspyrnustyrkja. Lög um viðspyrnustyrki voru samþykkt í desember en þeim er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Til stóð að umsóknarkerfi fyrir styrkina yrði kynnt í janúar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þegar spurt er hjá Skattinum hvenær verður hægt að sækja um viðspyrnustyrkina er fátt um svör,“ sagði Björn Leví. „Seinagangur er að stórskaða rekstur og fyrirtæki sem þá þegar eru löskuð vegna ástandsins og hafa jafnvel enga aðstoð fengið frá því í mars.“ Bjarni vísaði til þess að undir lok síðasta árs hafi þingið afgreitt mörg stór mál sem hafi kallað á mikinn undirbúning hjá stofnunum sem hafi verið gert að sjá um afgreiðslu styrkjanna. Það væru vonbrigði að afgreiðslan hafi tafist svo lengi. Undirbúningsvinna sé þó í gangi til þess að unnt verði að taka við og afgreiða viðspyrnustyrki. „En það eina sem ég get sagt í raun og veru um þetta er að allur kraftur sem hægt er að setja í að klára forritun og undirbúning umsókna og afgreiðslu þeirra hefur verið settur í málið.“ Ganga hafi þurft úr skugga um að tæknilegar lausnir væru fullhannaðar áður en opnað væri fyrir umsóknir. „Það reynir á þolinmæði marga og þess vegna er unnið dag og nótt við að leysa úr þessu.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði seinagang, tæknileg vandamál og undirmönnun einkenna framkvæmd við bæði umsóknir og afhendingu styrkja. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Greint var frá því í lok janúar að um 3,7 milljarðar króna hafi þegar verið greiddir til 540 rekstraraðila. Björn Leví sagði meirihluta rekstraraðila ekkert hafa fengið greitt. Eins sé fátt um svör frá Skattinum um greiðslu viðspyrnustyrkja. Lög um viðspyrnustyrki voru samþykkt í desember en þeim er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Til stóð að umsóknarkerfi fyrir styrkina yrði kynnt í janúar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þegar spurt er hjá Skattinum hvenær verður hægt að sækja um viðspyrnustyrkina er fátt um svör,“ sagði Björn Leví. „Seinagangur er að stórskaða rekstur og fyrirtæki sem þá þegar eru löskuð vegna ástandsins og hafa jafnvel enga aðstoð fengið frá því í mars.“ Bjarni vísaði til þess að undir lok síðasta árs hafi þingið afgreitt mörg stór mál sem hafi kallað á mikinn undirbúning hjá stofnunum sem hafi verið gert að sjá um afgreiðslu styrkjanna. Það væru vonbrigði að afgreiðslan hafi tafist svo lengi. Undirbúningsvinna sé þó í gangi til þess að unnt verði að taka við og afgreiða viðspyrnustyrki. „En það eina sem ég get sagt í raun og veru um þetta er að allur kraftur sem hægt er að setja í að klára forritun og undirbúning umsókna og afgreiðslu þeirra hefur verið settur í málið.“ Ganga hafi þurft úr skugga um að tæknilegar lausnir væru fullhannaðar áður en opnað væri fyrir umsóknir. „Það reynir á þolinmæði marga og þess vegna er unnið dag og nótt við að leysa úr þessu.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira