90 ára og eldri boðið í bólusetningu í dag Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 11:33 Fólki er boðið í bólusetningu með SMS skilaboðum en þeim sem hefur ekki borist slík skilaboð geta samt sem áður mætt í bólusetningu í dag. vísir/vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður í dag öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru 90 ára og eldri í bólusetningu við Covid-19. Nær boðið til allra sem eru fæddir árið 1931 eða fyrr og fer bólusetningin fram á Suðurlandsbraut 34. Boð um bólusetninguna eru send með SMS skilaboðum en það fólk sem er á þessum aldri og hefur ekki fengið skilaboð getur komið á Suðurlandsbraut milli klukkan 9 og 15 í dag og fengið bólusetningu. Bólusetningin fer fram í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut.Vísir/vilhelm Á vef heilsugæslunnar eru allir beðnir um að mæta með skilríki og fólk minnt á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Til að mynda er mælt með því að vera í stuttermabol innst klæða. Nokkrir biðu þolinmóðir eftir því að komast að hjá hjúkrunarfræðingum. Vísir/vilhelm Hafi fólk bráðaofnæmi er ekki ráðlegt að bólusetja það. Eru þeir sem ekki þiggja bólusetningu beðnir um að hafa samband við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og láta vita. Vonast til að búið verði að bólusetja 70 ára og eldri fyrir lok mars Í gær höfðu alls 4.820 einstaklingar lokið bólusetningu á Íslandi samkvæmt tölum á upplýsingavefnum covid.is og 5.882 til viðbótar fengið annan skammt af tveimur. Vísir/Vilhelm Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær að svo gæti farið að búið væri að bjóða öllum 70 ára og eldri í bólusetningu í lok mars. 70 ára og eldri telja um 34 þúsund manns. Hann bætti við að heilbrigðisyfirvöld eigi nú von á því að fá heldur meira af bóluefni á næstunni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Við gerum ráð fyrir að vera búin að fá bóluefni fyrir 30 þúsund og svo bætast þessir auka skammtar við,“ sagði Þórólfur. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Boð um bólusetninguna eru send með SMS skilaboðum en það fólk sem er á þessum aldri og hefur ekki fengið skilaboð getur komið á Suðurlandsbraut milli klukkan 9 og 15 í dag og fengið bólusetningu. Bólusetningin fer fram í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut.Vísir/vilhelm Á vef heilsugæslunnar eru allir beðnir um að mæta með skilríki og fólk minnt á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Til að mynda er mælt með því að vera í stuttermabol innst klæða. Nokkrir biðu þolinmóðir eftir því að komast að hjá hjúkrunarfræðingum. Vísir/vilhelm Hafi fólk bráðaofnæmi er ekki ráðlegt að bólusetja það. Eru þeir sem ekki þiggja bólusetningu beðnir um að hafa samband við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og láta vita. Vonast til að búið verði að bólusetja 70 ára og eldri fyrir lok mars Í gær höfðu alls 4.820 einstaklingar lokið bólusetningu á Íslandi samkvæmt tölum á upplýsingavefnum covid.is og 5.882 til viðbótar fengið annan skammt af tveimur. Vísir/Vilhelm Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær að svo gæti farið að búið væri að bjóða öllum 70 ára og eldri í bólusetningu í lok mars. 70 ára og eldri telja um 34 þúsund manns. Hann bætti við að heilbrigðisyfirvöld eigi nú von á því að fá heldur meira af bóluefni á næstunni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Við gerum ráð fyrir að vera búin að fá bóluefni fyrir 30 þúsund og svo bætast þessir auka skammtar við,“ sagði Þórólfur. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira