90 ára og eldri boðið í bólusetningu í dag Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 11:33 Fólki er boðið í bólusetningu með SMS skilaboðum en þeim sem hefur ekki borist slík skilaboð geta samt sem áður mætt í bólusetningu í dag. vísir/vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður í dag öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru 90 ára og eldri í bólusetningu við Covid-19. Nær boðið til allra sem eru fæddir árið 1931 eða fyrr og fer bólusetningin fram á Suðurlandsbraut 34. Boð um bólusetninguna eru send með SMS skilaboðum en það fólk sem er á þessum aldri og hefur ekki fengið skilaboð getur komið á Suðurlandsbraut milli klukkan 9 og 15 í dag og fengið bólusetningu. Bólusetningin fer fram í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut.Vísir/vilhelm Á vef heilsugæslunnar eru allir beðnir um að mæta með skilríki og fólk minnt á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Til að mynda er mælt með því að vera í stuttermabol innst klæða. Nokkrir biðu þolinmóðir eftir því að komast að hjá hjúkrunarfræðingum. Vísir/vilhelm Hafi fólk bráðaofnæmi er ekki ráðlegt að bólusetja það. Eru þeir sem ekki þiggja bólusetningu beðnir um að hafa samband við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og láta vita. Vonast til að búið verði að bólusetja 70 ára og eldri fyrir lok mars Í gær höfðu alls 4.820 einstaklingar lokið bólusetningu á Íslandi samkvæmt tölum á upplýsingavefnum covid.is og 5.882 til viðbótar fengið annan skammt af tveimur. Vísir/Vilhelm Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær að svo gæti farið að búið væri að bjóða öllum 70 ára og eldri í bólusetningu í lok mars. 70 ára og eldri telja um 34 þúsund manns. Hann bætti við að heilbrigðisyfirvöld eigi nú von á því að fá heldur meira af bóluefni á næstunni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Við gerum ráð fyrir að vera búin að fá bóluefni fyrir 30 þúsund og svo bætast þessir auka skammtar við,“ sagði Þórólfur. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Boð um bólusetninguna eru send með SMS skilaboðum en það fólk sem er á þessum aldri og hefur ekki fengið skilaboð getur komið á Suðurlandsbraut milli klukkan 9 og 15 í dag og fengið bólusetningu. Bólusetningin fer fram í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut.Vísir/vilhelm Á vef heilsugæslunnar eru allir beðnir um að mæta með skilríki og fólk minnt á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Til að mynda er mælt með því að vera í stuttermabol innst klæða. Nokkrir biðu þolinmóðir eftir því að komast að hjá hjúkrunarfræðingum. Vísir/vilhelm Hafi fólk bráðaofnæmi er ekki ráðlegt að bólusetja það. Eru þeir sem ekki þiggja bólusetningu beðnir um að hafa samband við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og láta vita. Vonast til að búið verði að bólusetja 70 ára og eldri fyrir lok mars Í gær höfðu alls 4.820 einstaklingar lokið bólusetningu á Íslandi samkvæmt tölum á upplýsingavefnum covid.is og 5.882 til viðbótar fengið annan skammt af tveimur. Vísir/Vilhelm Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær að svo gæti farið að búið væri að bjóða öllum 70 ára og eldri í bólusetningu í lok mars. 70 ára og eldri telja um 34 þúsund manns. Hann bætti við að heilbrigðisyfirvöld eigi nú von á því að fá heldur meira af bóluefni á næstunni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Við gerum ráð fyrir að vera búin að fá bóluefni fyrir 30 þúsund og svo bætast þessir auka skammtar við,“ sagði Þórólfur. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira