Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 08:06 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vonast til að ríkið fái yfir 100 milljarða króna fyrir allan hlut sinn í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. Þetta kom fram á netfundi efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins með Bjarna í gær en fjallað er um málið í Morgunblaðið í dag. Bjarni segir í samtali við Morgunblaðið að Bankasýsla ríkisins skoði þessa hlið málsins. Lægri þröskuldur muni auka almenna þátttöku í hlutafjárútboði sem ráðist verður í til að selja hluta af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur á hádegisnetfundi...Posted by Sjálfstæðisflokkurinn on Monday, February 1, 2021 Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka og stefna stjórnvöld að því að selja allt að 35 prósenta hlut í bankanum á þessu ári. Bjarni segir við Morgunblaðið að horft sé til þess að framkvæma útboðið um mánaðamótin maí/júní. Júní sé þó líklegri en þetta skýrist á næstu vikum. „Við erum að leitast við að bankinn fari í dreifða eign við söluna. Svo er ég líka að vonast til að með lækkandi vöxtum og fleiri fjárfestingarkostum haldi sú þróun áfram að fleiri taki þátt á hlutabréfamarkaði og að hér sé kominn fram kostur sem geti stutt þá þróun,“ segir Bjarni. Þá kveðst hann vonast til þess að fá að minnsta kosti jafn mikið fyrir allan hlut ríkisins í bankanum og nemur 119 milljarða króna fjárfestingu til þess að örva efnahagslífið í kreppunni sem fylgt hefur kórónuveirufaraldrinum. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þar sem bankinn er með tæplega 190 milljarða eigin fé í dag hljótum við að hafa væntingar til þess, þegar allur bankinn hefur verið seldur, að við fáum að minnsta kosti fjárhæð sem jafngildir þessu átaki. Þá dregur það úr lánsfjárþörf sem nemur slíkum fjárhæðum,“ segir Bjarni í Morgunblaðinu. Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Þetta kom fram á netfundi efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins með Bjarna í gær en fjallað er um málið í Morgunblaðið í dag. Bjarni segir í samtali við Morgunblaðið að Bankasýsla ríkisins skoði þessa hlið málsins. Lægri þröskuldur muni auka almenna þátttöku í hlutafjárútboði sem ráðist verður í til að selja hluta af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur á hádegisnetfundi...Posted by Sjálfstæðisflokkurinn on Monday, February 1, 2021 Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka og stefna stjórnvöld að því að selja allt að 35 prósenta hlut í bankanum á þessu ári. Bjarni segir við Morgunblaðið að horft sé til þess að framkvæma útboðið um mánaðamótin maí/júní. Júní sé þó líklegri en þetta skýrist á næstu vikum. „Við erum að leitast við að bankinn fari í dreifða eign við söluna. Svo er ég líka að vonast til að með lækkandi vöxtum og fleiri fjárfestingarkostum haldi sú þróun áfram að fleiri taki þátt á hlutabréfamarkaði og að hér sé kominn fram kostur sem geti stutt þá þróun,“ segir Bjarni. Þá kveðst hann vonast til þess að fá að minnsta kosti jafn mikið fyrir allan hlut ríkisins í bankanum og nemur 119 milljarða króna fjárfestingu til þess að örva efnahagslífið í kreppunni sem fylgt hefur kórónuveirufaraldrinum. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þar sem bankinn er með tæplega 190 milljarða eigin fé í dag hljótum við að hafa væntingar til þess, þegar allur bankinn hefur verið seldur, að við fáum að minnsta kosti fjárhæð sem jafngildir þessu átaki. Þá dregur það úr lánsfjárþörf sem nemur slíkum fjárhæðum,“ segir Bjarni í Morgunblaðinu.
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira