Mikill vindur er á svæðinu sem hefur magnað bálið og nú brenna eldarnir á um 75 kílómetra löngu svæði og þokast þeir í átt að stórborginni. Nú þegar hafa um þrjátíu heimili orðið eldinum að bráð.
Fólki hefur verið sagt að flýja heimili sín þótt það gerist með því brotlegt við útgöngubannið. Þeir íbúar sem ekki eru á svæðum sem talin eru í hættu eins og er, eru þó beðnir um að halda kyrru fyrir til að virða útgöngubannið.
Bannið á að standa í fimm daga en gripið var til þess þegar einn starfsmaður í sóttvarnahúsi greindist smitaður.
Engin fleiri smit hafa greinst í borginni en smitið var það fyrsta í tíu mánuði í vesturhluta Ástralíu, en Ástralir hafa rekið harða stefnu í kórónuveirufaraldrinum.