James fagnaði orðaskaki við áhorfanda sem var vísað út Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2021 07:31 Cam Reddish brýtur á LeBron James í sigri Lakers á Hawks í nótt. Getty/Kevin C. Cox LeBron James og Anthony Davis leiddu LA Lakers til sigurs gegn Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt, 107-99. Á meðal nokkurra áhorfenda á leiknum var kona sem lét James heyra það og var á endanum vísað út úr húsi. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur lítið verið um það að áhorfendur mæti á leiki í NBA-deildinni. Í Atlanta í gær máttu þó 1.341 stuðningsmenn heimaliðsins mæta til að sjá Atlanta spila við meistarana úr Englaborginni. Það var í fjórða leikhluta sem James átti í þrefi við fyrrnefndan áhorfanda sem var rekinn út. James, sem skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum og alls 21 stig í leiknum, var ósammála þeirri ákvörðun. „Það er bara betra að hafa stuðningsmennina á áhorfendapöllunum,“ sagði James brosandi. „Þegar allt kemur til alls þá er ég bara glaður yfir því að fá stuðningsmenn aftur í húsið. Ég saknaði þessara samskipta. Ég þarf þessi samskipti,“ sagði James. Courtside Karen was MAD MAD!! — LeBron James (@KingJames) February 2, 2021 Lakers náðu 16-0 kafla undir lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða, en Atlanta minnkaði muninn í 98-97. James setti þá niður þrist, varði skot frá Clint Capela á hinum enda vallarins og setti niður sniðskot úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Anthony Davis var þó stigahæstur hjá Lakers með 25 stig. Þetta var annar sigur liðsins í röð og eru meistararnir nú með 16 sigra og 6 töp, einu tapi meira en LA Clippers og Utah Jazz sem eru efst í vesturdeildinni. Úrslitin í nótt: Atlanta 99-107 LA Lakers Miami 121-129 Charlotte Cleveland 100-98 Minnesota Chicago 110-102 New York Milwaukee 134-106 Portland New Orleans 109-118 Sacramento Oklahoma 106-136 Houston Dallas 108-109 Phoenix San Antonio 102-133 Memphis NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins hefur lítið verið um það að áhorfendur mæti á leiki í NBA-deildinni. Í Atlanta í gær máttu þó 1.341 stuðningsmenn heimaliðsins mæta til að sjá Atlanta spila við meistarana úr Englaborginni. Það var í fjórða leikhluta sem James átti í þrefi við fyrrnefndan áhorfanda sem var rekinn út. James, sem skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum og alls 21 stig í leiknum, var ósammála þeirri ákvörðun. „Það er bara betra að hafa stuðningsmennina á áhorfendapöllunum,“ sagði James brosandi. „Þegar allt kemur til alls þá er ég bara glaður yfir því að fá stuðningsmenn aftur í húsið. Ég saknaði þessara samskipta. Ég þarf þessi samskipti,“ sagði James. Courtside Karen was MAD MAD!! — LeBron James (@KingJames) February 2, 2021 Lakers náðu 16-0 kafla undir lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða, en Atlanta minnkaði muninn í 98-97. James setti þá niður þrist, varði skot frá Clint Capela á hinum enda vallarins og setti niður sniðskot úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Anthony Davis var þó stigahæstur hjá Lakers með 25 stig. Þetta var annar sigur liðsins í röð og eru meistararnir nú með 16 sigra og 6 töp, einu tapi meira en LA Clippers og Utah Jazz sem eru efst í vesturdeildinni. Úrslitin í nótt: Atlanta 99-107 LA Lakers Miami 121-129 Charlotte Cleveland 100-98 Minnesota Chicago 110-102 New York Milwaukee 134-106 Portland New Orleans 109-118 Sacramento Oklahoma 106-136 Houston Dallas 108-109 Phoenix San Antonio 102-133 Memphis
Atlanta 99-107 LA Lakers Miami 121-129 Charlotte Cleveland 100-98 Minnesota Chicago 110-102 New York Milwaukee 134-106 Portland New Orleans 109-118 Sacramento Oklahoma 106-136 Houston Dallas 108-109 Phoenix San Antonio 102-133 Memphis
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira