Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 00:00 Suðurafrísk stjórnvökd stefna á að hafa bólusett 40 milljónir íbúa í landinu fyrir árslok 2021. Myndin er tekin fyrir utan Covid-skimunarstöð í Höfðaborg. Brenton Geach/Gallo Images via Getty Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, tilkynnti um tilslakanir á aðgerðunum í dag. Í þeim felst meðal annars að strandir verða opnar almenningi að nýju og trúarlegar athafnir verða leyfðar, bæði þó með ákveðnum takmörkunum í gildi. Þá verður banni á sölu áfengis í landinu aflétt, en bannið var afar óvinsælt meðal almennings. Suður-Afríka er það Afríkuland sem hvað verst hefur komið út úr kórónuveirufaraldrinum, en samkvæmt tölfræði Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum hafa 1,4 milljónir manna greinst með veiruna í landinu og yfir 44 þúsund látið lífið af völdum Covid-19. Fjölmörg ríki heims hafa takmarkað eða bannað alfarið ferðalög frá Suður-Afríku vegna útbreiðslu skæðs afbrigðis kórónuveirunnar, sem kennt er við landið. Afbrigðið er talið eiga uppruna sinn í landinu og vera meira smitandi. Niðurstöður rannsókna virðast þá benda til þess að afbrigðið þoli bóluefni að einhverju leyti betur en önnur afbrigði. Suður-Afríka tók í dag á móti sínum fyrstu skömmtum bóluefnis við kórónuveirunni. Um er að ræða eina milljón skammta bóluefnisins frá sænsk-breska fyrirtækinu AstraZeneca. Stjórnvöld í landinu segjast hafa tryggt sér 50 milljónir skammta af bóluefni og vilja bólusetja minnst 40 milljónir manna fyrir lok þessa árs. Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, tilkynnti um tilslakanir á aðgerðunum í dag. Í þeim felst meðal annars að strandir verða opnar almenningi að nýju og trúarlegar athafnir verða leyfðar, bæði þó með ákveðnum takmörkunum í gildi. Þá verður banni á sölu áfengis í landinu aflétt, en bannið var afar óvinsælt meðal almennings. Suður-Afríka er það Afríkuland sem hvað verst hefur komið út úr kórónuveirufaraldrinum, en samkvæmt tölfræði Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum hafa 1,4 milljónir manna greinst með veiruna í landinu og yfir 44 þúsund látið lífið af völdum Covid-19. Fjölmörg ríki heims hafa takmarkað eða bannað alfarið ferðalög frá Suður-Afríku vegna útbreiðslu skæðs afbrigðis kórónuveirunnar, sem kennt er við landið. Afbrigðið er talið eiga uppruna sinn í landinu og vera meira smitandi. Niðurstöður rannsókna virðast þá benda til þess að afbrigðið þoli bóluefni að einhverju leyti betur en önnur afbrigði. Suður-Afríka tók í dag á móti sínum fyrstu skömmtum bóluefnis við kórónuveirunni. Um er að ræða eina milljón skammta bóluefnisins frá sænsk-breska fyrirtækinu AstraZeneca. Stjórnvöld í landinu segjast hafa tryggt sér 50 milljónir skammta af bóluefni og vilja bólusetja minnst 40 milljónir manna fyrir lok þessa árs.
Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira