„Í alvöru talað, hvað var þetta Jói?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 12:31 Það var örugglega ekki skemmtilegt fyrir Jónatan Þór Magnússon, þjálfara KA, að horfa aftur á lokakafla leiksins á móti Aftureldingu. Vísir/Hulda Margrét KA-menn buðu mögulega upp á klúður ársins í tapleiknum á móti Aftureldingu í KA-húsinu í síðustu umferð Olís deild karla í handbolta. KA-liðið missti frá sér nánast unnin leik á móti Aftureldingu á dögunum en Seinni bylgjan skoðaði betur hvað var í gangi hjá KA-liðinu á þessum afdrifaríku lokamínútum leiksins. Afturelding vann leikinn 25-24 en bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik eftir langa hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson kallaði eftir viðbrögðum frá sérfræðingum sínum í Seinni bylgjunni sem voru þeir Einar Andri Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson að þessu sinni. „Þá var eins og þetta rauða spjald hafi virkað hrikalega illa á KA-menn því KA missti bara allt niður um sig og ég man ekki eftir öðrum eins viðsnúningi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Einars Andra Einarssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Klúður ársins hjá KA „Sem gamall þjálfari núna, þá eru þetta leikir sem maður langar ekki að setjast niður og skoða, klippa og greina. Maður er með unnin leik eftir fimmtíu mínútur og þú útskýrir þetta ekkert,“ sagði Einar Andri. „19-15 í 19-22 eftir rauða spjaldið. Í alvöru talað, hvað var þetta Jói,“ spurði Henry Birgir. „Við sáum þarna mikið bara mörkin sem Afturelding skoraði. Þetta voru mikið hraðaupphlaup og Monsi átti þarna stóran hlut. Ég held að hann hafi skorað fimm mörk í röð. Þú varst að tala um það þegar KA-þjálfararnir fara að klippa þetta þá eiga þeir eftir að verða létt tjúllaðir þegar þeir horfa á þennan kafla. Sóknarlína KA bara hrundi. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir voru 19-15 yfir og voru búnir að vera með forystuna allan tímann. Afturelding var í rosalegum vandræðum og höfðu róterað mikið í sókninni. Þetta var rosalegt ströggl og margir sem voru ekki komnir í gang. KA-menn voru algjörlega með þennan leik í höndunum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
KA-liðið missti frá sér nánast unnin leik á móti Aftureldingu á dögunum en Seinni bylgjan skoðaði betur hvað var í gangi hjá KA-liðinu á þessum afdrifaríku lokamínútum leiksins. Afturelding vann leikinn 25-24 en bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik eftir langa hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson kallaði eftir viðbrögðum frá sérfræðingum sínum í Seinni bylgjunni sem voru þeir Einar Andri Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson að þessu sinni. „Þá var eins og þetta rauða spjald hafi virkað hrikalega illa á KA-menn því KA missti bara allt niður um sig og ég man ekki eftir öðrum eins viðsnúningi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Einars Andra Einarssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Klúður ársins hjá KA „Sem gamall þjálfari núna, þá eru þetta leikir sem maður langar ekki að setjast niður og skoða, klippa og greina. Maður er með unnin leik eftir fimmtíu mínútur og þú útskýrir þetta ekkert,“ sagði Einar Andri. „19-15 í 19-22 eftir rauða spjaldið. Í alvöru talað, hvað var þetta Jói,“ spurði Henry Birgir. „Við sáum þarna mikið bara mörkin sem Afturelding skoraði. Þetta voru mikið hraðaupphlaup og Monsi átti þarna stóran hlut. Ég held að hann hafi skorað fimm mörk í röð. Þú varst að tala um það þegar KA-þjálfararnir fara að klippa þetta þá eiga þeir eftir að verða létt tjúllaðir þegar þeir horfa á þennan kafla. Sóknarlína KA bara hrundi. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir voru 19-15 yfir og voru búnir að vera með forystuna allan tímann. Afturelding var í rosalegum vandræðum og höfðu róterað mikið í sókninni. Þetta var rosalegt ströggl og margir sem voru ekki komnir í gang. KA-menn voru algjörlega með þennan leik í höndunum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira