Aldrei eins mörg vopnuð útköll Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2021 18:30 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sérsveitin hefur aldrei sinnt eins mörgum vopnuðum útköllum og á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir heiftuga umræðuna hafa áhrif. Hún hefur sjálf fengið hótanir í starfi sínu. Vopnuð útköll í fyrra voru 312 talsins. Árið 2019 voru þau 250 en árið 2018 voru þau 300. Þá voru útköllin aðeins hundrað talsins árið 2016. Sérsveitin er kölluð út þegar um vopnaða einstaklinga er að ræða. „Maður veltir fyrir sér hvaða áhrif þessi neikvæða umræða hefur. Og þetta leyfi til þess að ráðast á fólk í umræðunni, oft á heiftugan máta,“ sagði Sigríður Björk í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Ég hef fengið bæði hótanir og umsátursástand við heimili mitt. Það er bara mjög erfitt að vinna með þetta.“ Þú vilt meina að svona umræða espi kannski fólk í að gera voðaverk? „Hún hlýtur að gera það. Ef þetta er bara allt í lagi og viðurkennt og þú ert að samsama þig við einhverja hugmyndafræði eða slíkt.“ Einnig var rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Víglínunni um skotárásina á bíl hans um síðustu helgi. Hann segist hafa heyrt í fjölda fólks sem hafi fengið hótanir í störfum sínum, en að málin hafi aldrei verið rædd. Hann segir atvikið vissulega hafa áhrif og segist þurfa að staldra við áður en hann ákveður næstu skref í stjórnmálum, en sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir ár. „Þessir atburðir, ég neita því ekki að þeir hafa fengið mann til að hugsa ýmislegt,“ sagði Dagur í Víglínunni í dag. „Ég brenn fyrir Reykjavík, borginni og borgarmálum, og mjög mörgum verkefnum þar en auðvitað vill maður heldur ekki hvorki tala né setja það fordæmi að hótanir eða einhver ógn hreki fólk af hinu pólitíska sviði. Það væri líka mjög vond þróun.“ Lögreglan Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. 31. janúar 2021 18:01 Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25 „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vopnuð útköll í fyrra voru 312 talsins. Árið 2019 voru þau 250 en árið 2018 voru þau 300. Þá voru útköllin aðeins hundrað talsins árið 2016. Sérsveitin er kölluð út þegar um vopnaða einstaklinga er að ræða. „Maður veltir fyrir sér hvaða áhrif þessi neikvæða umræða hefur. Og þetta leyfi til þess að ráðast á fólk í umræðunni, oft á heiftugan máta,“ sagði Sigríður Björk í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Ég hef fengið bæði hótanir og umsátursástand við heimili mitt. Það er bara mjög erfitt að vinna með þetta.“ Þú vilt meina að svona umræða espi kannski fólk í að gera voðaverk? „Hún hlýtur að gera það. Ef þetta er bara allt í lagi og viðurkennt og þú ert að samsama þig við einhverja hugmyndafræði eða slíkt.“ Einnig var rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Víglínunni um skotárásina á bíl hans um síðustu helgi. Hann segist hafa heyrt í fjölda fólks sem hafi fengið hótanir í störfum sínum, en að málin hafi aldrei verið rædd. Hann segir atvikið vissulega hafa áhrif og segist þurfa að staldra við áður en hann ákveður næstu skref í stjórnmálum, en sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir ár. „Þessir atburðir, ég neita því ekki að þeir hafa fengið mann til að hugsa ýmislegt,“ sagði Dagur í Víglínunni í dag. „Ég brenn fyrir Reykjavík, borginni og borgarmálum, og mjög mörgum verkefnum þar en auðvitað vill maður heldur ekki hvorki tala né setja það fordæmi að hótanir eða einhver ógn hreki fólk af hinu pólitíska sviði. Það væri líka mjög vond þróun.“
Lögreglan Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. 31. janúar 2021 18:01 Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25 „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. 31. janúar 2021 18:01
Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25
„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33
Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47