Telur viðbrögðin við máli borgarstjóra „yfirdrifin á ýmsan hátt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 14:52 Páll telur að viðbrögð við skotárás á bíl borgarstjóra séu yfirdrifin á ýmsan hátt. Vísir/Samsett Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki ráðlegt að „fara á límingunum“ yfir máli borgarstjóra, hvers bíl var skotið á með byssu á dögunum. Í Facebook-færslu sem Páll birti fyrir skömmu segist hann ekki vilja gera lítið úr hættunni „sem stafar af því að truflaður maður hleypur um með byssu og skýtur á hús og bíla.“ „En fyrir alla muni hættið að tala um yfirvofandi hryðjuverkahættu, brynvarin ökutæki og sérsveitir til að passa stjórnmálamenn. Ekki fara á límingunum!“ skrifar Páll. Nú vil ég ekki gera lítið úr hættunni sem stafar af því að truflaður maður hleypur um með byssu og skýtur á hús og bíla....Posted by Páll Magnússon on Sunday, 31 January 2021 Í samtali við Vísi segist Páll ekki vera að vísa til orðræðu neinna sérstakra stjórnmálamanna eða annarra vegna málsins. „Mér hafa fundist viðbrögðin sums staðar og umtalið vera yfirdrifin á ýmsan hátt,“ segir Páll. Hann telji ekki að málið kalli á viðbrögð þar sem það er kallað ógn við lýðræðið eða að þetta sýni fram á einhverja hryðjuverkaógn. „Það hafa verið notuð um þessa viðburði orð af því tagi sem mér finnast einfaldlega ekki eiga við. Það hafa komið hér sameiginlegar yfirlýsingar frá stjórnmálaflokkum, ríkislögreglustjóri dreginn á flot í þessu og viðbrögðin verið með þeim hætti að við stæðum frammi fyrir einhverri ofboðslegri ógn. En það er ekki, þess vegna fannst mér þetta kurteisleg áminning um það að gera ekki viðbrögðin verri og stórtækari heldur en tilefni er til,“ segir Páll. Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Sjá meira
Í Facebook-færslu sem Páll birti fyrir skömmu segist hann ekki vilja gera lítið úr hættunni „sem stafar af því að truflaður maður hleypur um með byssu og skýtur á hús og bíla.“ „En fyrir alla muni hættið að tala um yfirvofandi hryðjuverkahættu, brynvarin ökutæki og sérsveitir til að passa stjórnmálamenn. Ekki fara á límingunum!“ skrifar Páll. Nú vil ég ekki gera lítið úr hættunni sem stafar af því að truflaður maður hleypur um með byssu og skýtur á hús og bíla....Posted by Páll Magnússon on Sunday, 31 January 2021 Í samtali við Vísi segist Páll ekki vera að vísa til orðræðu neinna sérstakra stjórnmálamanna eða annarra vegna málsins. „Mér hafa fundist viðbrögðin sums staðar og umtalið vera yfirdrifin á ýmsan hátt,“ segir Páll. Hann telji ekki að málið kalli á viðbrögð þar sem það er kallað ógn við lýðræðið eða að þetta sýni fram á einhverja hryðjuverkaógn. „Það hafa verið notuð um þessa viðburði orð af því tagi sem mér finnast einfaldlega ekki eiga við. Það hafa komið hér sameiginlegar yfirlýsingar frá stjórnmálaflokkum, ríkislögreglustjóri dreginn á flot í þessu og viðbrögðin verið með þeim hætti að við stæðum frammi fyrir einhverri ofboðslegri ógn. En það er ekki, þess vegna fannst mér þetta kurteisleg áminning um það að gera ekki viðbrögðin verri og stórtækari heldur en tilefni er til,“ segir Páll.
Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Sjá meira
Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51
Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26