Íslenski boltinn

Kjartan Henry á heimleið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan Henry fagnar marki gegn AGF.
Kjartan Henry fagnar marki gegn AGF. vísir/getty

Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er á heimleið. Kjartan og danska úrvalsdeildarfélagið Horsens hafa komist að samkomulagi um að rifta samningnum.

Samkvæmt yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Horsens segir frá því að þetta hafi verið ósk Kjartans; að snúa heim til Íslands vegna persónulegra ástæðna.

Kjartan segir sjálfur að hann og Horsens hafi rætt saman að undanförnu og þetta hafi verið besta lausnin fyrir alla.

Samningur Kjartans átti að renna út í sumar. Kjartan snéri aftur til Horsens í október, frá Vejle, en hann hefur spilað rúmlega hundrað leiki fyrir Horsens.

Kjartan er uppalin í Vesturbænum en það er ljóst að slegist verður um kappann. KR og Valur hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegur áfangastaður framherjans.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×