Hjónin komu hingað til lands 2014 og hafa barist fyrir því síðan að fá að dvelja hér áfram.
Dætur þeirra, sem eru sex ára og þriggja ára, eru báðar fæddar á Íslandi. Þegar þær hafa fengið ríkisborgararétt fá foreldrar þeirra loks langþráð dvalarleyfi; nokkuð sem þúsundir Íslendinga hafa kallað eftir.
Bassirou sagðist í viðtali við Stöð 2 í dag ekki hafa vitað hvað hann ætti að halda þegar lögmaður fjölskyldunnar hringdi í hann í gær en hjónin segjast varla geta lýst þeim létti sem kom yfir þau. Þá eru þau gríðarlega þakklát öllum þeim sem lögðu lóð sín á vogarskálarnar.