„Ætla að vinna eins marga titla og ég get áður en ég hætti í handbolta“ Anton Ingi Leifsson skrifar 29. janúar 2021 19:16 Stefán Rafn er hann ræddi við fréttastofu eftir að blekið var komið á blað á Ásvöllum. stöð 2/skjáskot Stefán Rafn Sigurmannsson kveðst spenntur að spila fyrir Hauka í Olís deild karla á nýjan leik en tilkynnt var í dag hornamaðurinn knái hefði samið við uppeldisfélagið. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir í Sportpakka kvöldsins. Stefán Rafn fékk samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi rift í ársbyrjun. Hann hefur glímt við erfið meiðsli í il undanfarna mánuði en er nú snúinn aftur á uppeldisslóðirnar í Hafnarfirði. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Það er bara eitt lið á Íslandi hjá minni fjölskyldu og mér svo mér dettur ekki í hug að fara eitthvað annað en hingað,“ sagði Stefán Rafn. „Meiðslin taka einhvern tíma. Ég geri það eins vel og ég get að ná mér hundrað prósent. Við sjáum hvenær það verður. Hvort að það verði eftir mánuð eða tvo eða eina viku. Þetta er hægt en gengur ágætlega.“ „Staðan í dag er fín. Það kom bakslag fyrir þremur eða fjórum vikum. Ég fór í sprautu á mánudaginn en verðum svo bara sjá og taka einn dag í einu.“ Hann ætlar ekki að setja neina tímapressu á sjálfan sig, hvenær hann ætli að snúa aftur inn á völlinn. „Ég ætla ekki að setja neina pressu en við sjáum hvernig þetta fer. Auðvitað vonast ég til þess að þetta komist í lag sem fyrst og ég geti farið að spila handbolta.“ „Það er hundleiðinlegt að koma á æfingar, hvort sem það er hér eða annars staðar, og horfa á endalaust. Ég vona að þetta komist í lag sem fyrst,“ segir Stefán sem er glaður að vera kominn aftur í Hauka. „Ásvellir eru mitt annað heimili og var það alltaf. Ég er mjög glaður að vera kominn hingað. Vinir mínir eru hérna og það eru mjög spennandi tímar framundan.“ Aðspurður um hvort að hugurinn leiti út á nýjan leik svaraði hornamaðurinn knái: „Ég er kominn í Hauka til þess að gefa allt í þetta. Ég er mjög glaður með þá ákvörðun. Þetta var mjög skemmtilegur tími í atvinnumennsku en nú er kominn annar tími fyrir mig í lífinu. Það er að koma heim í Hauka og reyna vinna eins marga titla og ég get áður en ég hætti í handbolta,“ sagði Stefán. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn um komuna í Hauka Valur Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira
Stefán Rafn fékk samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi rift í ársbyrjun. Hann hefur glímt við erfið meiðsli í il undanfarna mánuði en er nú snúinn aftur á uppeldisslóðirnar í Hafnarfirði. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Það er bara eitt lið á Íslandi hjá minni fjölskyldu og mér svo mér dettur ekki í hug að fara eitthvað annað en hingað,“ sagði Stefán Rafn. „Meiðslin taka einhvern tíma. Ég geri það eins vel og ég get að ná mér hundrað prósent. Við sjáum hvenær það verður. Hvort að það verði eftir mánuð eða tvo eða eina viku. Þetta er hægt en gengur ágætlega.“ „Staðan í dag er fín. Það kom bakslag fyrir þremur eða fjórum vikum. Ég fór í sprautu á mánudaginn en verðum svo bara sjá og taka einn dag í einu.“ Hann ætlar ekki að setja neina tímapressu á sjálfan sig, hvenær hann ætli að snúa aftur inn á völlinn. „Ég ætla ekki að setja neina pressu en við sjáum hvernig þetta fer. Auðvitað vonast ég til þess að þetta komist í lag sem fyrst og ég geti farið að spila handbolta.“ „Það er hundleiðinlegt að koma á æfingar, hvort sem það er hér eða annars staðar, og horfa á endalaust. Ég vona að þetta komist í lag sem fyrst,“ segir Stefán sem er glaður að vera kominn aftur í Hauka. „Ásvellir eru mitt annað heimili og var það alltaf. Ég er mjög glaður að vera kominn hingað. Vinir mínir eru hérna og það eru mjög spennandi tímar framundan.“ Aðspurður um hvort að hugurinn leiti út á nýjan leik svaraði hornamaðurinn knái: „Ég er kominn í Hauka til þess að gefa allt í þetta. Ég er mjög glaður með þá ákvörðun. Þetta var mjög skemmtilegur tími í atvinnumennsku en nú er kominn annar tími fyrir mig í lífinu. Það er að koma heim í Hauka og reyna vinna eins marga titla og ég get áður en ég hætti í handbolta,“ sagði Stefán. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn um komuna í Hauka
Valur Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira