Fimm voru handteknir í tengslum við málið en einn þeirra, sem nú hefur verið ákærður, var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Leimontas neitaði sök en í ákærunni var hann sagður hafa „á svölum íbúðarinnar, slegið [manninn] hnefahöggum og sparkað í líkama hans og höfuð auk þess að slá hann þungu höggi í höfuðið með óþekktu áhaldi og í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að [maðurinn] féll 6,96 metra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sem hann hlaut á heila, brjóstkassa og brjóstholslíffærum“.
Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi Leimontas, ætli að áfrýja niðurstöðu dómsins til Landsréttar.