Fimm sagt upp og tugir í skert starfshlutfall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 14:07 Árni Magnússon er forstjóri ÍSOR en hann segir starfsmenn stofnunarinnar hafa verið tæplega sjötíu áður en gripið var til uppsagnanna fimm. Fimm manns hefur verið sagt upp stöðum hjá ríkisstofnuninni Íslenskar orkurannsóknir. Forstjóri ÍSOR segir aðhaldsaðgerðirnar nauðsynlegar vegna samdráttar á markaði. Árni Magnússon, forstjóri Ísor, segir í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um breytingarnar í gær. Fimm hafi verið sagt upp og um tveir þriðju starfsmanna hafi tekið á sig skerðingu sem sé í langflestum tilfellum á bilinu 10-25 prósent. Skerðingin gildir til sex mánaða og í framhaldi af því fer fólk aftur í 100 prósent starf. Vonandi fyrr ef staðan batnar, að sögn Árna. Árni segir að í allnokkurn tíma hafi verið undirliggjandi rekstrarvandi hjá ÍSOR og útlit fyrir að árið 2021 verði erfitt rekstrarár. Verkefnið blasti við í lok árs 2020 „Það markast fyrst og fremst af minnkandi umsvifum íslenskra orkufyrirtækja sem að líkum munu halda að sér höndum við framkvæmdir á árinu en einnig segja til sín áhrif Covid faraldursins.“ Stjórn hafi afgreitt fjárhagsáætlun seint í desember og þá hafi verkefnið blasað við. Að skera niður kostnað. Það hafi leitt til breytinganna í gær sem séu eðli máls samkvæmt mjög erfiðar. Árni, sem tók við sem forstjóri ÍSOR í fyrra, minnir á að ÍSOR sé í eigu ríkisins og afli sinna tekna með sölu á þjónustu. „Án viðbragða við versnandi horfum á markaði stefndi í alvarlegan halla á rekstri ÍSOR á þessu ári. Það kallar á aðhaldsaðgerðir hjá stofnunni. Þegar hafa verið stigin skref til að draga úr húsnæðiskostnaði ásamt öðrum skipulags- og hagræðingaraðgerðum auk þess sem áfram er unnið að því að afla aukinna verkefna.“ Ýmsir boðist til að fara í skert hlutfall Laun og launatengd gjöld séu langstærsti útgjaldaliður í rekstri stofnunarinnar og því hafi á undanförnum vikum verið unnið að samningum við hluta starfsfólks um að minnka tímabundið starfshlutfall og með því dregið úr þörf fyrir frekari aðgerðir. „Starfsmenn ÍSOR hafa sýnt málinu mikinn skilning og buðust ýmsir að fyrra bragði til að taka á sig skert starfshlutfall í allt að sex mánuði.“ Ekki hafi verið komist með öllu hjá fækkun stöðugilda og hafi því verið gengið frá starfslokum fimm starfsmanna. „Vonir standa til að með auknum umsvifum í samfélaginu muni verkefnastaða ÍSOR batna á árinu 2022 en þá er meðal annars búist við að orkufyrirtækin hefji að nýju viðhaldsboranir. Með þeim aðgerðum sem hér er lýst telja stjórnendur að markmiðum um lækkun kostnaðar verði náð og að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Orkumál Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Árni Magnússon, forstjóri Ísor, segir í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um breytingarnar í gær. Fimm hafi verið sagt upp og um tveir þriðju starfsmanna hafi tekið á sig skerðingu sem sé í langflestum tilfellum á bilinu 10-25 prósent. Skerðingin gildir til sex mánaða og í framhaldi af því fer fólk aftur í 100 prósent starf. Vonandi fyrr ef staðan batnar, að sögn Árna. Árni segir að í allnokkurn tíma hafi verið undirliggjandi rekstrarvandi hjá ÍSOR og útlit fyrir að árið 2021 verði erfitt rekstrarár. Verkefnið blasti við í lok árs 2020 „Það markast fyrst og fremst af minnkandi umsvifum íslenskra orkufyrirtækja sem að líkum munu halda að sér höndum við framkvæmdir á árinu en einnig segja til sín áhrif Covid faraldursins.“ Stjórn hafi afgreitt fjárhagsáætlun seint í desember og þá hafi verkefnið blasað við. Að skera niður kostnað. Það hafi leitt til breytinganna í gær sem séu eðli máls samkvæmt mjög erfiðar. Árni, sem tók við sem forstjóri ÍSOR í fyrra, minnir á að ÍSOR sé í eigu ríkisins og afli sinna tekna með sölu á þjónustu. „Án viðbragða við versnandi horfum á markaði stefndi í alvarlegan halla á rekstri ÍSOR á þessu ári. Það kallar á aðhaldsaðgerðir hjá stofnunni. Þegar hafa verið stigin skref til að draga úr húsnæðiskostnaði ásamt öðrum skipulags- og hagræðingaraðgerðum auk þess sem áfram er unnið að því að afla aukinna verkefna.“ Ýmsir boðist til að fara í skert hlutfall Laun og launatengd gjöld séu langstærsti útgjaldaliður í rekstri stofnunarinnar og því hafi á undanförnum vikum verið unnið að samningum við hluta starfsfólks um að minnka tímabundið starfshlutfall og með því dregið úr þörf fyrir frekari aðgerðir. „Starfsmenn ÍSOR hafa sýnt málinu mikinn skilning og buðust ýmsir að fyrra bragði til að taka á sig skert starfshlutfall í allt að sex mánuði.“ Ekki hafi verið komist með öllu hjá fækkun stöðugilda og hafi því verið gengið frá starfslokum fimm starfsmanna. „Vonir standa til að með auknum umsvifum í samfélaginu muni verkefnastaða ÍSOR batna á árinu 2022 en þá er meðal annars búist við að orkufyrirtækin hefji að nýju viðhaldsboranir. Með þeim aðgerðum sem hér er lýst telja stjórnendur að markmiðum um lækkun kostnaðar verði náð og að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Orkumál Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira