Lífið orðið eins og það var fyrir Covid Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. janúar 2021 20:31 Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr á Nýja-Sjálandi. SKjáskot/Stöð 2 Íslensk kona á Nýja-Sjálandi segir að lífið þar í landi sé orðið eins og það var fyrir Covid. Myndir af stærðarinnar tónleikum hafa vakið heimsathygli og efnahagslífið nær viðspyrnu þrátt fyrir lokun landamæranna. Myndin hér fyrir neðan gefur nokkra innsýn inn í nýsjálenskan veruleika þessa dagana. Tugir þúsunda saman komnir til að hlusta á sveitina SIX60. Engin tveggja metra regla. Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr á Nýja-Sjálandi og segir daglegt líf orðið eins og það var fyrir faraldurinn. „Það eru tónlistarhátíðir og tónleikar. Það eru allir farnir að faðmast og kyssast aftur. Eina sem er er að landamærin eru lokuð og fólk getur ekki ferðast erlendis.“ Afar fáir smitast Þeir sem koma þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttarhúsi. Í gær komu upp smit á farsóttarhúsi í Auckland en fá sem engin innanlandssmit hafa greinst í landinu síðustu vikur. Rúna segir landsmenn ekki hafa miklar áhyggjur af því að faraldurinn blossi upp aftur. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika. Engin tveggja metra regla og allt eins og það var fyrir faraldurinn.Getty/Kerry Marshall „Það kemur alveg upp en þá kannski aðallega upp á það að gera að við verðum sett aftur í lockdown. Það eru svo harðar aðgerðir að það þarf ekki mörg smit til að við gætum farið aftur í lockdown,“ segir Rúna. Hagkerfið á siglingu Þrátt fyrir lokun landamæranna virðast Nýsjálendingar vera að ná ágætis viðspyrnu í efnahagslífinu. Landsframleiðsla fer vaxandi og neysla hefur aukist töluvert. Horfur eru nokkuð góðar jafnvel þótt Jacinda Ardern forsætisráðherra sagði fyrr í vikunni að landamærin gætu jafnvel verið lokuð út árið. Rúna segir að fyrir sig, útlending á Nýja-Sjálandi, sé lokun landamærana erfið en þrátt fyrir erfiðleika beri aðgerðirnar árangur. Ágætur gangur sé í ferðaþjónustu, líkt og hér heima í sumar. „Nýsjálendingar eru bara búnir að vera að ferðast alveg rosalega mikið um landið enda komast þeir ekki til útlanda. Það myndi þá væntanlega geta gerst líka á Íslandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Íslendingar erlendis Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira
Myndin hér fyrir neðan gefur nokkra innsýn inn í nýsjálenskan veruleika þessa dagana. Tugir þúsunda saman komnir til að hlusta á sveitina SIX60. Engin tveggja metra regla. Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr á Nýja-Sjálandi og segir daglegt líf orðið eins og það var fyrir faraldurinn. „Það eru tónlistarhátíðir og tónleikar. Það eru allir farnir að faðmast og kyssast aftur. Eina sem er er að landamærin eru lokuð og fólk getur ekki ferðast erlendis.“ Afar fáir smitast Þeir sem koma þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttarhúsi. Í gær komu upp smit á farsóttarhúsi í Auckland en fá sem engin innanlandssmit hafa greinst í landinu síðustu vikur. Rúna segir landsmenn ekki hafa miklar áhyggjur af því að faraldurinn blossi upp aftur. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika. Engin tveggja metra regla og allt eins og það var fyrir faraldurinn.Getty/Kerry Marshall „Það kemur alveg upp en þá kannski aðallega upp á það að gera að við verðum sett aftur í lockdown. Það eru svo harðar aðgerðir að það þarf ekki mörg smit til að við gætum farið aftur í lockdown,“ segir Rúna. Hagkerfið á siglingu Þrátt fyrir lokun landamæranna virðast Nýsjálendingar vera að ná ágætis viðspyrnu í efnahagslífinu. Landsframleiðsla fer vaxandi og neysla hefur aukist töluvert. Horfur eru nokkuð góðar jafnvel þótt Jacinda Ardern forsætisráðherra sagði fyrr í vikunni að landamærin gætu jafnvel verið lokuð út árið. Rúna segir að fyrir sig, útlending á Nýja-Sjálandi, sé lokun landamærana erfið en þrátt fyrir erfiðleika beri aðgerðirnar árangur. Ágætur gangur sé í ferðaþjónustu, líkt og hér heima í sumar. „Nýsjálendingar eru bara búnir að vera að ferðast alveg rosalega mikið um landið enda komast þeir ekki til útlanda. Það myndi þá væntanlega geta gerst líka á Íslandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Íslendingar erlendis Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira