Innlent

Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Frá vettvangi við Jökulsá á Fjöllum síðdegis í gær.
Frá vettvangi við Jökulsá á Fjöllum síðdegis í gær. Skjáskot/Brynjar Ástþórsson

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.

Krapi hóf að myndast og safnast saman í árfarveginum í síðustu viku. Mikið krapaflóð varð 26. janúar með þeim afleiðingum að krapi flæddi yfir þjóðveginn og lokaði honum.

Vegagerðin hefur hreinsað veginn, en vatnsstaða Jökulsár er nú svipað há og rétt fyrir krapaflóðið.

Vegna kuldatíðar fyrir norðan eru vísbendingar um að krapi og ís sé farinn að safnast fyrir á ný. Hætta á krapaflóðum er því enn fyrir hendi og munu lögreglan og Vegagerðin stjórna umferð um veginn á meðan svo er. Lokað verður fyrir umferð um veginn klukkan sex í kvöld.


Tengdar fréttir

Bara krapi svo langt sem augað eygir

Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn.

Óttast að krapastífla sé á fleiri stöðum í Jökulsá

Verkstjóri á Húsavík sem staddur er við Krapastífluna við Jökulsá á Fjöllum óttast að fleiri krapastíflur séu í ánni. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni með dróna til að ná betri yfirsýn.

Krapaflóðið lokar enn hringveginum

Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×