Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er The Great Reset! eða Nýtt upphaf! sem er jafnframt heiti á átaki á vegum World Economic Forum sem hefur það markmið að einblína á mikilvægi þess að horfa til sjálfbærra uppbyggingar samfélaga í kjölfar kórónaveiru faraldursins en huga þarf að umhverfinu og taka tillit til hagsmuna helstu hagaðila. Um er að ræða helstu ráðstefnu hér á landi á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar.
Fylgjast má með beinni útsendingu frá ráðstefnunni í spilaranum hér fyrir neðan.
Á ráðstefnunni verða jafnframt kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar Deloitte á viðhorfi stjórnenda 300 stærstu fyrirtækja landsins um aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum.
Markmiðið með könnuninni er að varpa ljósi á hvernig stjórnendur eru að takast á við loftslagsáskorunina. Enn fremur geta niðurstöðurnar nýst í frekari stefnumörkun og umræður um loftslagsmál hér á landi.
DAGSKRÁ:
- Tómas N. Möller formaður Festu og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdarstjóri Festu
- Nicole Schwab Co – head Nature Based Solutions @World Economic Forum - Hvað felst í hinu Nýja upphafi – The Great Reset
- Halla Tómasdóttir forstjóri B Team - Hvað er þitt hlutverk í Nýju upphafi?
- Pallborðsumræður - Leiðtogar úr íslensku atvinnulífi taka stöðuna í panelumræðum
- AÐILDI Festu 2021 kynnt til leiks
- Michele Wucker metsöluhöfundur og forstjóri Gray Rhino & Company - Hvaða Gráu nashyrningar verða á vegi okkar á árinu?
- John McArthur forstjóri miðstöðvar um sjálfbæra þróun hjá Brookings stofnuninni -Miklar umbreytingar: Hröðum framgangi heimsmarkmiðanna
- Sasja Beslik forstjóri sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Safra Sarasin Bank - Draumafjárfesting 2035
- Leiðtogar úr íslensku atvinnulífi taka stöðuna
- Eru íslenskir stjórnendur á grænni vegferð? Rakel Eva Sævarsdóttir verkefnastjóri Deliotte kynnir niðurstöður könnunar Deloitte – Græna vegferðin, könnun meðal stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins um aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum
- Pallborðsumræður - Leiðtogar úr íslensku atvinnulífi taka stöðuna!