Boða hertar sóttvarnir vegna skæðrar fuglaflensu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2021 17:21 Ef skæð fuglaflensa greinist í alifuglum mun Matvælastofnun leggja til við ráðherra að fyrirskipa aflífun á öllum fuglum á viðkomandi stað. Getty/Ruslan Sidorov Matvælastofnun mun leggja til við ráðherra að fyrirskipa hertar sóttvarnir hér á landi frá miðjum febrúar vegna skæðrar fuglaflensu, sem heldur áfram að breiðast út víða um heim. Talsverðar líkur eru taldar á því að fuglaflensan berist hingað með farfuglum og MAST segir afleiðingar smits á stórum alifuglabúum geta verið mjög alvarlegar. Afbrigði fuglaflensuveiru með mikla meinvirkni hefur fundist í fjölmörgum villtum fuglategundum í Evrópu á síðustu mánuðum og jafnframt borist inn á alifuglabú. Þetta á m.a. við í löndum þar sem farfuglar á Íslandi hafa vetursetu eða viðkomu á leið til landsins. Smithætta fyrir fólk talin mjög lítil Í ljósi þessa er talin töluverð hætta á að veiran berist hingað. Fyrstu farfuglarnir koma um og upp úr miðjum febrúar og því mikilvægt að fuglaeigendur undirbúi sig undir að verja fuglana sína eins og kostur er, að því er fram kemur í tilkynningu MAST. „Ef veiran berst inn á alifuglabú og aðra staði þar sem fuglar eru haldnir getur fjöldi fugla drepist og óhjákvæmilegt verður að aflífa alla aðra fugla á viðkomandi stöðum til að hindra útbreiðslu veirunnar. Smithætta fyrir fólk er talin mjög lítil en þrátt fyrir það er ávallt rétt að gæta smitvarna við handfjötlun á veikum og dauðum fuglum,“ segir í tilkynningu. Matvælastofnun mun leggja til við ráðherra að fyrirskipa hertar sóttvarnir frá miðjum febrúar. Að minnsta kosti eftirfarandi reglur verða lagðar til: að fuglaeigendur hafi fugla sína í húsum eða yfirbyggðum gerðum að aðskilnaður milli alifugla og villtra fugla verði tryggður að ekkert í umhverfi fuglahúsa laði að villta fugla að fóður og drykkjarvatn alifugla sé ekki aðgengilegt villtum fuglum að endur og gæsir séu aðskildar frá hænsnfuglum að góðar smitvarnir séu við vatnsból að hattar séu á öllum lóðréttum loftræstitúðum og fuglanet fyrir öðrum loftræstitúðum, opum og gluggum að óviðkomandi fólki verði bannaður aðgangur að notaður verði hlífðarfatnaður í fuglahúsunum sem eingöngu er notaður þar að hendur séu þvegnar með sápu og vatni fyrir og eftir umhirðu fuglanna að ekki séu teknir inn fuglar nema frá stöðum sem staðfest er að heilsufar sé gott sýningarhald og aðrar samkomur með fugla munu verða bannaðar Almenningur tilkynni dauða fugla Ef skæð fuglaflensa greinist í alifuglum eða öðrum fuglum í haldi mun Matvælastofnun leggja til við ráðherra að fyrirskipa aflífun á öllum fuglum á viðkomandi stað til að hindra útbreiðslu veirunnar. „Á stærstu alifuglabúunum eru tugir þúsunda fugla og er því ljóst að um mjög erfiðar aðgerðir yrði að ræða og gífurlegt tjón. Það er því til mikils að vinna að tryggja smitvarnir eins og kostur er. Fuglaeigendur sem verða varir við sjúkdómseinkenni, aukin dauðsföll eða minnkun í áti skulu tafarlaust hafa samband við eigin dýralækni eða Matvælastofnun (sérgreinadýralækni alifugla eða héraðsdýralækni),“ segir MAST í tilkynningu. Þá er almenningur beðinn um að tilkynna til Matvælastofnunar ef villtir dauðir fuglar finnast, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. Á vef Matvælastofnunar má finna nánari upplýsingar um fuglaflensu, viðbúnaðarstig og fleira. Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Fuglar Tengdar fréttir Óttast að fuglaflensa berist til Íslands Dýralæknir hjá Matvælastofnun óttast mikla útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu og að flensan gæti borist til Íslands um leið og farfuglarnir fara að skila sér aftur til landsins. Fuglaeigendur eru því beðnir um að gera ráðstafanir til að verja fugla sína fyrir smiti frá villtum fuglum með því að viðhafa góðum smitvörnum og forðast að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laðar að villta fugla. 9. janúar 2021 12:46 Matvælastofnun fylgist með útbreiðslu fuglaflensu Fuglaflensa hefur breiðst víða um Evrópu að undanförnu og fylgist Matvælastofnun stöðugt með þróun mála og metur áhættu fyrir Ísland. Í tilkynningu frá stofnuninni eru fuglaeigendur hvattir til að huga ávallt vel að smitvörnum og búa sig undir þann möguleika að skipað verði fyrir um sérstakar smitvarnaráðstafanir. 5. janúar 2021 18:24 Fuglaflensa greinst um alla Evrópu Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fulgaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands. 5. nóvember 2020 23:03 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Afbrigði fuglaflensuveiru með mikla meinvirkni hefur fundist í fjölmörgum villtum fuglategundum í Evrópu á síðustu mánuðum og jafnframt borist inn á alifuglabú. Þetta á m.a. við í löndum þar sem farfuglar á Íslandi hafa vetursetu eða viðkomu á leið til landsins. Smithætta fyrir fólk talin mjög lítil Í ljósi þessa er talin töluverð hætta á að veiran berist hingað. Fyrstu farfuglarnir koma um og upp úr miðjum febrúar og því mikilvægt að fuglaeigendur undirbúi sig undir að verja fuglana sína eins og kostur er, að því er fram kemur í tilkynningu MAST. „Ef veiran berst inn á alifuglabú og aðra staði þar sem fuglar eru haldnir getur fjöldi fugla drepist og óhjákvæmilegt verður að aflífa alla aðra fugla á viðkomandi stöðum til að hindra útbreiðslu veirunnar. Smithætta fyrir fólk er talin mjög lítil en þrátt fyrir það er ávallt rétt að gæta smitvarna við handfjötlun á veikum og dauðum fuglum,“ segir í tilkynningu. Matvælastofnun mun leggja til við ráðherra að fyrirskipa hertar sóttvarnir frá miðjum febrúar. Að minnsta kosti eftirfarandi reglur verða lagðar til: að fuglaeigendur hafi fugla sína í húsum eða yfirbyggðum gerðum að aðskilnaður milli alifugla og villtra fugla verði tryggður að ekkert í umhverfi fuglahúsa laði að villta fugla að fóður og drykkjarvatn alifugla sé ekki aðgengilegt villtum fuglum að endur og gæsir séu aðskildar frá hænsnfuglum að góðar smitvarnir séu við vatnsból að hattar séu á öllum lóðréttum loftræstitúðum og fuglanet fyrir öðrum loftræstitúðum, opum og gluggum að óviðkomandi fólki verði bannaður aðgangur að notaður verði hlífðarfatnaður í fuglahúsunum sem eingöngu er notaður þar að hendur séu þvegnar með sápu og vatni fyrir og eftir umhirðu fuglanna að ekki séu teknir inn fuglar nema frá stöðum sem staðfest er að heilsufar sé gott sýningarhald og aðrar samkomur með fugla munu verða bannaðar Almenningur tilkynni dauða fugla Ef skæð fuglaflensa greinist í alifuglum eða öðrum fuglum í haldi mun Matvælastofnun leggja til við ráðherra að fyrirskipa aflífun á öllum fuglum á viðkomandi stað til að hindra útbreiðslu veirunnar. „Á stærstu alifuglabúunum eru tugir þúsunda fugla og er því ljóst að um mjög erfiðar aðgerðir yrði að ræða og gífurlegt tjón. Það er því til mikils að vinna að tryggja smitvarnir eins og kostur er. Fuglaeigendur sem verða varir við sjúkdómseinkenni, aukin dauðsföll eða minnkun í áti skulu tafarlaust hafa samband við eigin dýralækni eða Matvælastofnun (sérgreinadýralækni alifugla eða héraðsdýralækni),“ segir MAST í tilkynningu. Þá er almenningur beðinn um að tilkynna til Matvælastofnunar ef villtir dauðir fuglar finnast, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. Á vef Matvælastofnunar má finna nánari upplýsingar um fuglaflensu, viðbúnaðarstig og fleira.
Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Fuglar Tengdar fréttir Óttast að fuglaflensa berist til Íslands Dýralæknir hjá Matvælastofnun óttast mikla útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu og að flensan gæti borist til Íslands um leið og farfuglarnir fara að skila sér aftur til landsins. Fuglaeigendur eru því beðnir um að gera ráðstafanir til að verja fugla sína fyrir smiti frá villtum fuglum með því að viðhafa góðum smitvörnum og forðast að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laðar að villta fugla. 9. janúar 2021 12:46 Matvælastofnun fylgist með útbreiðslu fuglaflensu Fuglaflensa hefur breiðst víða um Evrópu að undanförnu og fylgist Matvælastofnun stöðugt með þróun mála og metur áhættu fyrir Ísland. Í tilkynningu frá stofnuninni eru fuglaeigendur hvattir til að huga ávallt vel að smitvörnum og búa sig undir þann möguleika að skipað verði fyrir um sérstakar smitvarnaráðstafanir. 5. janúar 2021 18:24 Fuglaflensa greinst um alla Evrópu Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fulgaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands. 5. nóvember 2020 23:03 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Óttast að fuglaflensa berist til Íslands Dýralæknir hjá Matvælastofnun óttast mikla útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu og að flensan gæti borist til Íslands um leið og farfuglarnir fara að skila sér aftur til landsins. Fuglaeigendur eru því beðnir um að gera ráðstafanir til að verja fugla sína fyrir smiti frá villtum fuglum með því að viðhafa góðum smitvörnum og forðast að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laðar að villta fugla. 9. janúar 2021 12:46
Matvælastofnun fylgist með útbreiðslu fuglaflensu Fuglaflensa hefur breiðst víða um Evrópu að undanförnu og fylgist Matvælastofnun stöðugt með þróun mála og metur áhættu fyrir Ísland. Í tilkynningu frá stofnuninni eru fuglaeigendur hvattir til að huga ávallt vel að smitvörnum og búa sig undir þann möguleika að skipað verði fyrir um sérstakar smitvarnaráðstafanir. 5. janúar 2021 18:24
Fuglaflensa greinst um alla Evrópu Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fulgaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands. 5. nóvember 2020 23:03