HSÍ ræðir fljótlega við Guðmund Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 10:31 Guðmundur Guðmundsson er á sínu þriðja skeiði sem þjálfari Íslands. Hann stýrði liðinu einnig árin 2001-2004 og 2008-2012, þar á meðal til silfurverðlauna á ÓL 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er með samning við HSÍ sem gildir fram á næsta ár og þar með fram yfir Evrópumótið í janúar að ári. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist telja að miðað við aðstæður hafi íslenska landsliðið heilt yfir staðið sig vel á HM í Egyptalandi. Ísland endaði í 20. sæti eftir tvo sigra og fjögur töp, en öll töpin voru með tveggja marka mun. Þegar Guðmundur þjálfari tók við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum, gerði hann samning sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi. Sá samningur var hins vegar framlengdur síðasta sumar og gildir fram yfir EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. Með því að framlengja samninginn segir Guðmundur formaður að ætlunin hafi verið að skapa betra andrými fyrir þjálfarann, sem stefnir að því að koma Íslandi aftur í hóp átta bestu landsliða heims. Þegar hann er spurður hvort til standi að framlengja samninginn við landsliðsþjálfarann enn frekar núna vill formaðurinn ekki fullyrða neitt um það. „Við ræðum saman, örugglega fljótlega, og förum yfir heimsmeistaramótið,“ segir Guðmundur formaður. Aðspurður um frammistöðu Íslands á HM svarar formaðurinn: „Mér fannst liðið standa sig heilt yfir vel. Þjálfarinn hefur gefið mjög greinargóða lýsingu á því hvernig þetta gekk fyrir sig. Eins og áður hefur komið fram erum við með ungt lið og síðan vorum við með vængbrotið lið í ofanálag. Það vantaði ákveðna lykilpósta. Það má alltaf velta fyrir sér hvaða kröfur menn gera með svona hóp en mér fannst við fá ákveðna breidd út úr þessu og það er mjög jákvætt. Framtíðin er björt.“ Geta skapað sér vænlega stöðu fyrir næsta stórmót Ísland mætir Ísrael á útivelli 11. mars og Litáen á útivelli í lok apríl. Guðmundur þjálfari, sem stýrir einnig Melsungen í Þýskalandi, er svo væntanlegur til landsins vegna heimaleiksins við Ísrael 2. maí, sem er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM. Vegna innbyrðis úrslita gegn Portúgal, þar sem Ísland tapaði 26-24 á útivelli en vann 32-23 á heimavelli, getur Ísland endaði í efsta sæti síns riðils með sigrum gegn Ísrael og Litáen. Það gæti skilað liðinu í næstefsta styrkleikaflokk áður en dregið er á EM og þannig fært Íslandi hagstæðari riðil á mótinu. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist telja að miðað við aðstæður hafi íslenska landsliðið heilt yfir staðið sig vel á HM í Egyptalandi. Ísland endaði í 20. sæti eftir tvo sigra og fjögur töp, en öll töpin voru með tveggja marka mun. Þegar Guðmundur þjálfari tók við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum, gerði hann samning sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi. Sá samningur var hins vegar framlengdur síðasta sumar og gildir fram yfir EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. Með því að framlengja samninginn segir Guðmundur formaður að ætlunin hafi verið að skapa betra andrými fyrir þjálfarann, sem stefnir að því að koma Íslandi aftur í hóp átta bestu landsliða heims. Þegar hann er spurður hvort til standi að framlengja samninginn við landsliðsþjálfarann enn frekar núna vill formaðurinn ekki fullyrða neitt um það. „Við ræðum saman, örugglega fljótlega, og förum yfir heimsmeistaramótið,“ segir Guðmundur formaður. Aðspurður um frammistöðu Íslands á HM svarar formaðurinn: „Mér fannst liðið standa sig heilt yfir vel. Þjálfarinn hefur gefið mjög greinargóða lýsingu á því hvernig þetta gekk fyrir sig. Eins og áður hefur komið fram erum við með ungt lið og síðan vorum við með vængbrotið lið í ofanálag. Það vantaði ákveðna lykilpósta. Það má alltaf velta fyrir sér hvaða kröfur menn gera með svona hóp en mér fannst við fá ákveðna breidd út úr þessu og það er mjög jákvætt. Framtíðin er björt.“ Geta skapað sér vænlega stöðu fyrir næsta stórmót Ísland mætir Ísrael á útivelli 11. mars og Litáen á útivelli í lok apríl. Guðmundur þjálfari, sem stýrir einnig Melsungen í Þýskalandi, er svo væntanlegur til landsins vegna heimaleiksins við Ísrael 2. maí, sem er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM. Vegna innbyrðis úrslita gegn Portúgal, þar sem Ísland tapaði 26-24 á útivelli en vann 32-23 á heimavelli, getur Ísland endaði í efsta sæti síns riðils með sigrum gegn Ísrael og Litáen. Það gæti skilað liðinu í næstefsta styrkleikaflokk áður en dregið er á EM og þannig fært Íslandi hagstæðari riðil á mótinu.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45
Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti