Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 06:40 Lögreglan birti þessa mynd frá Hofsósi. Lögreglan á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Frá þessu er greint í Facebook-færslu lögreglunnar sem birt var í nótt. Í færslunni segir að myndast hafi stór spurnga í sjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins. „Lokunin nær yfir hafnarsvæðið frá göngubrú yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð þar til annað verður ákveðið,“ segir í færslunni. Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er einnig í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og Austfjörðum. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Tuesday, January 26, 2021 Í umfjöllun á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær segir að óvenju mörg snjóflóð hafi fallið í snjóflóðahrinum í fyrrnefndum landshlutum undanfarna daga. „Alls hefur ofanflóðavakt Veðurstofunnar skráð á þessum tímapunkti 122 snjóflóð í gagnagrunn undanfarna 10 daga. Þar eru þó aðeins skráð þau flóð sem ofanflóðavaktin fær tilkynningar um. Ljóst er að mun fleiri flóð hafa fallið án þess að þau hafi verið skráð. Mörg flóð falla utan alfaraleiðar, önnur fennir yfir án þess að þau sjáist og ekki eru öll flóð tilkynnt til Veðurstofu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki algengt að snjóflóð falli yfir þjóðveginn á Öxnadalsheiði Mörg flóðanna hafa komið úr hefðbundnum snjóflóðafarvegum og eru ekki óvenjulega stór. Sum flóðanna hafa síðan verið óvenjuleg. „Það er til dæmis ekki algengt að snjóflóð falli yfir þjóðveginn á Öxnadalsheiði, það er þó ekki óþekkt. Nú fóru snjóflóð yfir veginn á fimm stöðum á heiðinni,“ er haft eftir Hörpu Grímsdóttur, hópstjóra ofanflóðavöktunar á Veðurstofu Íslands. „Einnig er óvenjulegt að þetta öflugar snjóflóðahrinur séu í gangi í svona mörgum landshlutum á sama tíma“, segir Harpa. Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira
Frá þessu er greint í Facebook-færslu lögreglunnar sem birt var í nótt. Í færslunni segir að myndast hafi stór spurnga í sjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins. „Lokunin nær yfir hafnarsvæðið frá göngubrú yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð þar til annað verður ákveðið,“ segir í færslunni. Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er einnig í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og Austfjörðum. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Tuesday, January 26, 2021 Í umfjöllun á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær segir að óvenju mörg snjóflóð hafi fallið í snjóflóðahrinum í fyrrnefndum landshlutum undanfarna daga. „Alls hefur ofanflóðavakt Veðurstofunnar skráð á þessum tímapunkti 122 snjóflóð í gagnagrunn undanfarna 10 daga. Þar eru þó aðeins skráð þau flóð sem ofanflóðavaktin fær tilkynningar um. Ljóst er að mun fleiri flóð hafa fallið án þess að þau hafi verið skráð. Mörg flóð falla utan alfaraleiðar, önnur fennir yfir án þess að þau sjáist og ekki eru öll flóð tilkynnt til Veðurstofu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki algengt að snjóflóð falli yfir þjóðveginn á Öxnadalsheiði Mörg flóðanna hafa komið úr hefðbundnum snjóflóðafarvegum og eru ekki óvenjulega stór. Sum flóðanna hafa síðan verið óvenjuleg. „Það er til dæmis ekki algengt að snjóflóð falli yfir þjóðveginn á Öxnadalsheiði, það er þó ekki óþekkt. Nú fóru snjóflóð yfir veginn á fimm stöðum á heiðinni,“ er haft eftir Hörpu Grímsdóttur, hópstjóra ofanflóðavöktunar á Veðurstofu Íslands. „Einnig er óvenjulegt að þetta öflugar snjóflóðahrinur séu í gangi í svona mörgum landshlutum á sama tíma“, segir Harpa.
Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira