Metár í fjölda nýrra íbúða í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2021 21:01 Áttatíu og þrjár íbúðir verða í tveimur meginbyggingum og þeirri þriðju sem er mun minni á BYKO reitnum. +Arkitektar Metfjöldi íbúða var í byggingu í Reykjavík á síðasta ári þegar bygging yfir ellefu hundruð íbúða hófst. Líkur eru á mikili grósku á þessu ári en deiliskipulag liggur fyrir varðandi fjögur þúsund og níu hundruð íbúðir, meðal annars á BYKO reitnum þar sem rísa munu rúmlega áttatíu íbúðir. Í síðustu viku hófust vinnuvélar og menn handa við að rífa hús sem staðið hefur autt undanfarin ár á horni Hringbrautar og Ánanausta. Niðurrif eldri byggingar á BYKO reitnum er langt komið. Byggingaframkvæmdir hefjast síðan um páskana.Stöð 2/Arnar Niðurrifið á húsinu við Hringbraut er langt komið. Þeir síðustu sem skelltu hurðinni á eftir sér þar var Matvöruverslunin Víðir fyrir nokkrum árum. Þar á undan hafði BYKO verið í húsinu í all mörg ár. Húsið var hins vegar upprunalega byggt fyrir bifreiðastöðina Steindór. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir mikla eftirspurn eftir nýjum íbúðum í gamla Vesturbænum þar sem lítið hafi verið byggt síðustu hálfu öldina.Stöð 2/Arnar Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir að áttatíu og þrjár íbúðir verða byggðar á lóðinni í tveimur meginbyggingum og þeirri þriðju sem verði mun minni. „Það sem verður byggt hér að framanverðu meðfram Hringbrautinni verður bogalaga bygging sem kallast á við hið fræga JL-hús hinum megin götunnar. Tveggja til fimm hæða hús upp á einhverjar 45 íbúðir. Svo þrjátíu og fimm íbúðir þar fyrir aftan Sólvallagötu meginn,“ segir Jónas Þór. Í húsunum verði blanda tveggja til fjögurra herbergja íbúða ásamt fáeinum fimm herbergja og stúdíó íbúðum. Jónas óttast ekki að fólk setji fyrir sig að stór hluti íbúðanna snúi að hinni umferðarmiklu Hringbraut. Sameiginlegur garður verður milli bygginganna fyrir íbúa húsanna.+Arkitektar „Auk þess eru ákveðin áform um breytingar hjá Vegagerðinni og borginni á hringtorginu hérna sem hægir enn frekar á umferðinni. Svo er það þannig að á jarðhæðinni sem snýr út að Hringbrautinni verður atvinnuhúsnæði,“ segir Jónas Þór. Reiknað sé með að byggingaframkvæmdir hefjist um páska og verði að mestu lokið eftir tvö ár. „Það er nánast varla hægt að tala um nema hundrað íbúðir eða svo sem hafa verið byggðar nýjar nálægt þessum stað (gamla Vesturbænum) síðustu hálfa öldina,“ segir Jónas Þór. Eftirspurnin sé því mikil. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35 Eigið húsnæði fyrir tekjulága Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. 25. september 2020 10:17 Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Í síðustu viku hófust vinnuvélar og menn handa við að rífa hús sem staðið hefur autt undanfarin ár á horni Hringbrautar og Ánanausta. Niðurrif eldri byggingar á BYKO reitnum er langt komið. Byggingaframkvæmdir hefjast síðan um páskana.Stöð 2/Arnar Niðurrifið á húsinu við Hringbraut er langt komið. Þeir síðustu sem skelltu hurðinni á eftir sér þar var Matvöruverslunin Víðir fyrir nokkrum árum. Þar á undan hafði BYKO verið í húsinu í all mörg ár. Húsið var hins vegar upprunalega byggt fyrir bifreiðastöðina Steindór. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir mikla eftirspurn eftir nýjum íbúðum í gamla Vesturbænum þar sem lítið hafi verið byggt síðustu hálfu öldina.Stöð 2/Arnar Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir að áttatíu og þrjár íbúðir verða byggðar á lóðinni í tveimur meginbyggingum og þeirri þriðju sem verði mun minni. „Það sem verður byggt hér að framanverðu meðfram Hringbrautinni verður bogalaga bygging sem kallast á við hið fræga JL-hús hinum megin götunnar. Tveggja til fimm hæða hús upp á einhverjar 45 íbúðir. Svo þrjátíu og fimm íbúðir þar fyrir aftan Sólvallagötu meginn,“ segir Jónas Þór. Í húsunum verði blanda tveggja til fjögurra herbergja íbúða ásamt fáeinum fimm herbergja og stúdíó íbúðum. Jónas óttast ekki að fólk setji fyrir sig að stór hluti íbúðanna snúi að hinni umferðarmiklu Hringbraut. Sameiginlegur garður verður milli bygginganna fyrir íbúa húsanna.+Arkitektar „Auk þess eru ákveðin áform um breytingar hjá Vegagerðinni og borginni á hringtorginu hérna sem hægir enn frekar á umferðinni. Svo er það þannig að á jarðhæðinni sem snýr út að Hringbrautinni verður atvinnuhúsnæði,“ segir Jónas Þór. Reiknað sé með að byggingaframkvæmdir hefjist um páska og verði að mestu lokið eftir tvö ár. „Það er nánast varla hægt að tala um nema hundrað íbúðir eða svo sem hafa verið byggðar nýjar nálægt þessum stað (gamla Vesturbænum) síðustu hálfa öldina,“ segir Jónas Þór. Eftirspurnin sé því mikil.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35 Eigið húsnæði fyrir tekjulága Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. 25. september 2020 10:17 Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35
Eigið húsnæði fyrir tekjulága Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. 25. september 2020 10:17
Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18