Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2021 19:01 Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Skjáskot Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Ófögur sýn blasti við starfsmönnum matvöruverslunar í borginni Den Bosch í morgun. Rusl á gólfinu, vörum velt um koll og allt í drasli. Á götum borgarinnar mátti svo sjá að sumir kaupmenn hafa byrgt fyrir rúður á meðan rúður hjá öðrum eru mölbrotnar. Lögregla hefur haft í nógu að snúast undanfarnar nætur, frá því útgöngubann um kvöld og nætur tók gildi. Í Haarlem kveiktu óeirðaseggir bál og flugust á við lögregluþjóna. Svipuð staða var í Rotterdam. Tugir voru handteknir í hvorri borg í nótt, sem og víðar, og lögregla hefur bæði beitt vatnsbyssum og táragasi. Lögreglumenn í Rotterdam, skömmu eftir átök við ungmenni í nótt.EPA/Marco de Swart Mark Rutte forsætisráðherra fordæmdi óeirðirnar. „Til að byrja með, þá er þetta alveg óþolandi. Þetta vekur óhug hjá venjulegu fólki og maður getur ekki annað en hugsað hvað vakti fyrir þessu fólki. Þetta hefur ekkert að gera með mótmæli. Þetta var glæpsamlegt ofbeldi og verður meðhöndlað í samræmi við það.“ Endurspeglar ekki hug almennings Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Hún hefur þurft að vinna heima síðan í mars við borðstofuborðið og varð því sjálf lítið vör við það þegar útgöngubannið tók gildi. Um óeirðir síðustu daga hafði hún þetta að segja. „Þetta endurspeglar algjörlega ekki hug almennings í landinu. Ég held við séum öll að reyna að gera það sem við getum til að stemma stigu við útbreiðslunni,“ segir Ásthildur. Hún segir lætin ekki ná nokkurri átt og telur að flestir séu sammála sér að óeirðirnar tengist takmörkununum ekki sérstaklega. Fólk sé frekar að fá útrás fyrir „hooliganisma“. Íbúar Den Bosch hafa unnið hörðum höndum að því í dag að taka til eftir lætin í nótt.EÐA/Piroschka van de Wouw „Við erum í Amsterdam og búum nálægt söfnunum þannig við fórum að viðra okkur á sunnudaginn. Þá mættu okkur þar lögreglumenn á hestum og alls konar óeirðalögregla. Stuttu eftir að við forðuðum okkur voru teknar fram vatnskanónur þannig þetta er mjög óvenjuleg og óhugguleg sjón.“ Einnig mótmælt í Þýskalandi En hvernig er staðan í löndunum í kring? Sérfræðingar í Frakklandi kalla eftir hertum takmörkunum en nú þegar er í gildi útgöngubann frá sex að kvöldi til sex að morgni. Strangar takmarkanir eru í gildi í Belgíu líka og þar hefur staðan farið verið að batna. Ferðabann var þó kynnt í gær. Í Þýskalandi er flest lokað og voru takmarkanir framlengdar fyrir viku. Hvað varðar mótmæli hafa þau án efa verið umfangsmest í Þýskalandi. Tugir þúsunda hafa tekið þátt í misstórum mótmælum, fleiri en hundrað verið handtekin. Eitthvað hefur borið á mótmælum í Frakklandi og í Belgíu, þó minna en í Þýskalandi. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Ófögur sýn blasti við starfsmönnum matvöruverslunar í borginni Den Bosch í morgun. Rusl á gólfinu, vörum velt um koll og allt í drasli. Á götum borgarinnar mátti svo sjá að sumir kaupmenn hafa byrgt fyrir rúður á meðan rúður hjá öðrum eru mölbrotnar. Lögregla hefur haft í nógu að snúast undanfarnar nætur, frá því útgöngubann um kvöld og nætur tók gildi. Í Haarlem kveiktu óeirðaseggir bál og flugust á við lögregluþjóna. Svipuð staða var í Rotterdam. Tugir voru handteknir í hvorri borg í nótt, sem og víðar, og lögregla hefur bæði beitt vatnsbyssum og táragasi. Lögreglumenn í Rotterdam, skömmu eftir átök við ungmenni í nótt.EPA/Marco de Swart Mark Rutte forsætisráðherra fordæmdi óeirðirnar. „Til að byrja með, þá er þetta alveg óþolandi. Þetta vekur óhug hjá venjulegu fólki og maður getur ekki annað en hugsað hvað vakti fyrir þessu fólki. Þetta hefur ekkert að gera með mótmæli. Þetta var glæpsamlegt ofbeldi og verður meðhöndlað í samræmi við það.“ Endurspeglar ekki hug almennings Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Hún hefur þurft að vinna heima síðan í mars við borðstofuborðið og varð því sjálf lítið vör við það þegar útgöngubannið tók gildi. Um óeirðir síðustu daga hafði hún þetta að segja. „Þetta endurspeglar algjörlega ekki hug almennings í landinu. Ég held við séum öll að reyna að gera það sem við getum til að stemma stigu við útbreiðslunni,“ segir Ásthildur. Hún segir lætin ekki ná nokkurri átt og telur að flestir séu sammála sér að óeirðirnar tengist takmörkununum ekki sérstaklega. Fólk sé frekar að fá útrás fyrir „hooliganisma“. Íbúar Den Bosch hafa unnið hörðum höndum að því í dag að taka til eftir lætin í nótt.EÐA/Piroschka van de Wouw „Við erum í Amsterdam og búum nálægt söfnunum þannig við fórum að viðra okkur á sunnudaginn. Þá mættu okkur þar lögreglumenn á hestum og alls konar óeirðalögregla. Stuttu eftir að við forðuðum okkur voru teknar fram vatnskanónur þannig þetta er mjög óvenjuleg og óhugguleg sjón.“ Einnig mótmælt í Þýskalandi En hvernig er staðan í löndunum í kring? Sérfræðingar í Frakklandi kalla eftir hertum takmörkunum en nú þegar er í gildi útgöngubann frá sex að kvöldi til sex að morgni. Strangar takmarkanir eru í gildi í Belgíu líka og þar hefur staðan farið verið að batna. Ferðabann var þó kynnt í gær. Í Þýskalandi er flest lokað og voru takmarkanir framlengdar fyrir viku. Hvað varðar mótmæli hafa þau án efa verið umfangsmest í Þýskalandi. Tugir þúsunda hafa tekið þátt í misstórum mótmælum, fleiri en hundrað verið handtekin. Eitthvað hefur borið á mótmælum í Frakklandi og í Belgíu, þó minna en í Þýskalandi.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33
Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04