Ekki lengur vísindaskáldskapur Edda Sif Pind Aradóttir skrifar 27. janúar 2021 08:01 Þó að þörfin á stóraukinni verðmætasköpun í íslensku samfélagi sé brýn er ekki þar með sagt að lausn vandans felist í því að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Við getum valið að virkja frekar hugvitið til að smíða nýtt leikkerfi sem kollvarpar fyrra skipulagi. Við getum valið að byggja markvisst upp fjórðu útflutningsstoðina á grunni grænnar, loftslagsvænnar nýsköpunar. Nýsköpunarferlið er jafnkvikt og það er óútreiknanlegt. Á mörkum hins ómögulega skapast gjarnan fjöldi tækifæra til viðbótar við fyrirfram ákveðin markmið sem ekki voru fyrirséð við upphaf vegferðarinnar. Carbfix nýsköpunarverkefnið, sem á rætur sínar að rekja til 2006, fólst meðal annars í þróun á tækni sem hraðar náttúrlegri bindingu koldíoxíðs í bergi með það að markmiði að sporna gegn loftslagsvánni og draga úr útblæstri. Nokkrum árum síðar varð ljóst að beita mætti sömu tækni til að minnka losun brennisteinsvetnis með langtum umhverfisvænni hætti og lægri kostnaði en með hefðbundnum iðnaðarferlum. Í kjölfar enn frekari nýsköpunar getum við nú jafnframt samkeyrt Carbfix kolefnisförgunartæknina við loftsugutækni fyrirtækja eins og Climeworks sem fanga koldíoxíð beint úr andrúmslofti og breytt gamalli losun í stein. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði slíkt talist til vísindaskáldskapar. Grænt hugvit sem fjórða útflutningsstoðin Nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður sem byggir á íslensku hugviti getur orðið mikilvægur hluti fjórðu útflutningsstoðarinnar. Samhliða því að farga CO2 beint frá orku-, iðju- og lofthreinsiverum má farga CO2 sem flutt yrði hingað með skipum sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjafa. Þannig næðist verulegt stærðarhagræði auk þess sem samlegðaráhrif gætu skapast við framleiðslu innlends rafeldsneytis á borð við vetni og metanól sem skipin gætu flutt á markaði erlendis í bakaleiðinni. Kolefnisneikvætt Ísland um miðja öld? Metnaðarfull markmið stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á að nýtt leikkerfi verði smíðað um t.d. neyslumynstur, samgöngur, orku- og iðnaðarframleiðslu og endurvinnslu úrgangs. Þó að flestar lausnanna sem þarf að innleiða séu þegar til er ljóst að með nýsköpun og hringrásarhagkerfishugsun að leiðarljósi má hámarka árangur og lágmarka kostnað. Með markvissri nýsköpun getum við skapað kolefnisneikvætt samfélag ekki síðar en um miðbik aldarinnar og þangað verðum við að stefna. Áskoranirnar sem við höfum staðið frammi fyrir á undanförnum misserum vegna heimsfaraldurs Covid-19 hafa reynt á. Þær blikna þó í samanburði við þær geigvænlegu hamfarir sem vofa yfir ef okkur tekst ekki að stöðva hlýnun jarðar. Sláum tvær flugur í einu höggi. Sköpum okkur tækifæri og verðmæti úr því sem ekki var til með dug, þor og framsækna nýsköpun að leiðarljósi samhliða því að ná aðdáunarverðum árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Nýsköpun Edda Sif Aradóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þó að þörfin á stóraukinni verðmætasköpun í íslensku samfélagi sé brýn er ekki þar með sagt að lausn vandans felist í því að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Við getum valið að virkja frekar hugvitið til að smíða nýtt leikkerfi sem kollvarpar fyrra skipulagi. Við getum valið að byggja markvisst upp fjórðu útflutningsstoðina á grunni grænnar, loftslagsvænnar nýsköpunar. Nýsköpunarferlið er jafnkvikt og það er óútreiknanlegt. Á mörkum hins ómögulega skapast gjarnan fjöldi tækifæra til viðbótar við fyrirfram ákveðin markmið sem ekki voru fyrirséð við upphaf vegferðarinnar. Carbfix nýsköpunarverkefnið, sem á rætur sínar að rekja til 2006, fólst meðal annars í þróun á tækni sem hraðar náttúrlegri bindingu koldíoxíðs í bergi með það að markmiði að sporna gegn loftslagsvánni og draga úr útblæstri. Nokkrum árum síðar varð ljóst að beita mætti sömu tækni til að minnka losun brennisteinsvetnis með langtum umhverfisvænni hætti og lægri kostnaði en með hefðbundnum iðnaðarferlum. Í kjölfar enn frekari nýsköpunar getum við nú jafnframt samkeyrt Carbfix kolefnisförgunartæknina við loftsugutækni fyrirtækja eins og Climeworks sem fanga koldíoxíð beint úr andrúmslofti og breytt gamalli losun í stein. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði slíkt talist til vísindaskáldskapar. Grænt hugvit sem fjórða útflutningsstoðin Nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður sem byggir á íslensku hugviti getur orðið mikilvægur hluti fjórðu útflutningsstoðarinnar. Samhliða því að farga CO2 beint frá orku-, iðju- og lofthreinsiverum má farga CO2 sem flutt yrði hingað með skipum sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjafa. Þannig næðist verulegt stærðarhagræði auk þess sem samlegðaráhrif gætu skapast við framleiðslu innlends rafeldsneytis á borð við vetni og metanól sem skipin gætu flutt á markaði erlendis í bakaleiðinni. Kolefnisneikvætt Ísland um miðja öld? Metnaðarfull markmið stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á að nýtt leikkerfi verði smíðað um t.d. neyslumynstur, samgöngur, orku- og iðnaðarframleiðslu og endurvinnslu úrgangs. Þó að flestar lausnanna sem þarf að innleiða séu þegar til er ljóst að með nýsköpun og hringrásarhagkerfishugsun að leiðarljósi má hámarka árangur og lágmarka kostnað. Með markvissri nýsköpun getum við skapað kolefnisneikvætt samfélag ekki síðar en um miðbik aldarinnar og þangað verðum við að stefna. Áskoranirnar sem við höfum staðið frammi fyrir á undanförnum misserum vegna heimsfaraldurs Covid-19 hafa reynt á. Þær blikna þó í samanburði við þær geigvænlegu hamfarir sem vofa yfir ef okkur tekst ekki að stöðva hlýnun jarðar. Sláum tvær flugur í einu höggi. Sköpum okkur tækifæri og verðmæti úr því sem ekki var til með dug, þor og framsækna nýsköpun að leiðarljósi samhliða því að ná aðdáunarverðum árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun