Körfubolti

Kobe Bryant kvöld á Stöð 2 Sport 2: Ný heimildarmynd og síðasti leikurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant lék allan feril sinn með liði Los Angeles Lakers  en hann spilaði tuttugu tímabil með félaginu.
Kobe Bryant lék allan feril sinn með liði Los Angeles Lakers  en hann spilaði tuttugu tímabil með félaginu. Getty/Christian Petersen

Í dag er eitt ár liðið síðan að heimurinn fékk þær hræðilegu fréttir að Kobe Bryant hefði farist í þyrluslysi ásamt Gigi dóttur sinni og sjö öðrum.

26. janúar 2020 lést Kobe í þyrluslysi í Kaliforníu þegar hann var á leið með dóttur sinni og vinafólki í körfuboltaleik. Kobe var 41 árs gamall.

Kobe Bryant er einn vinsælasti körfuboltamaður sögunnar og Gigi dóttir hans þótti ein sú efnilegast körfuboltakonan í boltanum.

Stöð 2 Sport 2 ætlar að minnast Kobe Bryant í dag með sérstöku Kobe kvöldi.

Stöðin mun sína sýna nýju heimildarmyndina „Kobe Bryant í áranna rás“. Í henni er litið yfir glæstan feril Kobe og myndefni sýnt sem hefur ekki fyrr birst opinberlega. Rætt er við marga af fyrrum liðsfélögum og þjálfurum Kobe Bryant.

Strax á eftir heimildarmyndinni verður síðan sýndur síðasti leikur Kobe Bryant á 20 ára NBA-ferli. Kobe Bryant skoraði þá sextíu stig í sigri Lakers á Utah Jazz.

Heimildarmyndin er sýnd klukkan 20.00 og leikur Los Angeles Lakers verður sýndur klukkan 20.45.

Kobe Bryant varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers, fyrst þrjú ár í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002 en svo tvö ár í röð frá 2009 til 2010.

Bryant var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar 2008 og var stigahæsti leikmaður deildarinnar í tvígang eða 2006 og 2007.

Kobe var ellefu sinnum kosinn í úrvalslið deildarinnar og var síðan fjórum sinnum í viðbót valinn í annað og þriðja liðið.

Kobe Bryant skoraði 33.643 stig á NBA ferlinum eð 25,0 að meðaltali í leik. Hann var einnig með 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Kobe vann einnig tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu eða á ÓL 2008 og ÓL 2012.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×