Tryggðu sér alþjóðlega fjárfestingu eftir hafa sótt í sig veðrið í samkomubanni Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2021 10:21 Kjartan Þórisson, stofnandi Noona og Jón Hilmar Karlsson, framkvæmdastjóri. Aðsend Íslenska sprota- og tæknifyrirtækið Noona hefur tryggt sér fjármögnun upp á 1,2 milljónir evra, eða um 190 milljónir íslenskra króna. Fjármögnunin er leidd af alþjóðlega fjártæknifyrirtækinu SaltPay sem keypti færsluhirðinn Borgun í mars 2020. Noona hefur vaxið að undanförnu en app þeirra er notað til að bóka þjónustu af ýmsu tagi á borð við hárgreiðslu, snyrtingu, nudd og bílaviðgerðir. Dæmi er um að kerfi Noona hafi hrunið vegna álags þegar tilkynnt var að hárgreiðslustofur fengu að opna á ný eftir lokun í samkomubanni. Fram kemur í tilkynningu að fjármagnið verði nýtt til að fjölga starfsfólki í vöruþróun, veita núverandi viðskiptavinum betri þjónustu og undirbúa innreið fyrirtækisins á nýja markaði erlendis, með áherslu á Evrópu í upphafi. 350 fyrirtæki á Íslandi nota í dag tímabókunarkerfið og um 50.000 Íslendingar hafa sótt Noona-appið, að sögn fyrirtækisins. Þá hafa rúmlega 175.000 tímar hafa verið pantaðir í gegnum appið frá því það var fyrst sett á laggirnar vorið 2019. Verða í samstarfi við SaltPay Fjárfestingin var í formi hlutafjáraukningar í fyrirtækinu Tímatal ehf., sem þróar og rekur bæði þjónustumarkaðstorgið „Noona“ og tímabókunarkerfið „Tímatal“, en félagið mun starfa undir vörumerkinu Noona erlendis. „Snemma á seinasta ári gaf félagið út nýtt sölukerfi fyrir þjónustuveitendur sem viðbót við tímabókunarkerfið, en þannig kviknaði áhugi SaltPay á frekara samstarfi. Saman geta félögin nú boðið þjónustuaðilum heildarþjónustu allt frá tímabókun til færsluhirðingar og er það lausnin sem Noona mun leggja áherslu á að bjóða í samvinnu við SaltPay, bæði heima og erlendis,“ segir í tilkynningu. Kjartan Þórisson, stofnandi Noona og framkvæmdastjóri vöruþróunar, segist ekki geta verið sáttari með fjárfesta. „Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur og opnar margar dyr sem við vissum ekki af áður. Það besta er að samstarfið nýtist öllum aðilum - við hjálpum SaltPay að ná fótfestu meðal þjónustugeirans, þau hjálpa okkur með dreifingu erlendis og notandinn fær mikið betri þjónustu.“ Hættu í námi til að einbeita sér að rekstrinum Meðeigandi Jóns og stofnandi er Kjartan Þórisson en fyrirtækið hófst sem hugmynd þegar félagarnir voru í námi í Háskólanum í Reykjavík. Þrátt fyrir að komast báðir á forsetalista tækni- og verkfræðideildar HR fór svo að þeir hættu í námi til að einbeita sér alfarið að rekstrinum. Tímatal ehf. var stofnað árið 2014 og er því eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem varð til fljótlega eftir bankahrun. Jón sagði í samtali við Vísi fyrr í janúar að hugmyndin hafi komið til þegar eigandi hárgreiðslustofu bað Kjartan um að smíða fyrir sig tímabókunarkerfi. Þegar um 100 þjónustufyrirtæki hafi verið byrjuð að nota Tímatal hafi félagarnir ákveðið að þróa app sem væri beintengt við kerfið og gerði neytendum kleift að gera tímabókanir með auðveldum hætti. Það app hlaut nafnið Noona. Fréttin hefur verið uppfærð. Tækni Nýsköpun Fjártækni Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Noona hefur vaxið að undanförnu en app þeirra er notað til að bóka þjónustu af ýmsu tagi á borð við hárgreiðslu, snyrtingu, nudd og bílaviðgerðir. Dæmi er um að kerfi Noona hafi hrunið vegna álags þegar tilkynnt var að hárgreiðslustofur fengu að opna á ný eftir lokun í samkomubanni. Fram kemur í tilkynningu að fjármagnið verði nýtt til að fjölga starfsfólki í vöruþróun, veita núverandi viðskiptavinum betri þjónustu og undirbúa innreið fyrirtækisins á nýja markaði erlendis, með áherslu á Evrópu í upphafi. 350 fyrirtæki á Íslandi nota í dag tímabókunarkerfið og um 50.000 Íslendingar hafa sótt Noona-appið, að sögn fyrirtækisins. Þá hafa rúmlega 175.000 tímar hafa verið pantaðir í gegnum appið frá því það var fyrst sett á laggirnar vorið 2019. Verða í samstarfi við SaltPay Fjárfestingin var í formi hlutafjáraukningar í fyrirtækinu Tímatal ehf., sem þróar og rekur bæði þjónustumarkaðstorgið „Noona“ og tímabókunarkerfið „Tímatal“, en félagið mun starfa undir vörumerkinu Noona erlendis. „Snemma á seinasta ári gaf félagið út nýtt sölukerfi fyrir þjónustuveitendur sem viðbót við tímabókunarkerfið, en þannig kviknaði áhugi SaltPay á frekara samstarfi. Saman geta félögin nú boðið þjónustuaðilum heildarþjónustu allt frá tímabókun til færsluhirðingar og er það lausnin sem Noona mun leggja áherslu á að bjóða í samvinnu við SaltPay, bæði heima og erlendis,“ segir í tilkynningu. Kjartan Þórisson, stofnandi Noona og framkvæmdastjóri vöruþróunar, segist ekki geta verið sáttari með fjárfesta. „Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur og opnar margar dyr sem við vissum ekki af áður. Það besta er að samstarfið nýtist öllum aðilum - við hjálpum SaltPay að ná fótfestu meðal þjónustugeirans, þau hjálpa okkur með dreifingu erlendis og notandinn fær mikið betri þjónustu.“ Hættu í námi til að einbeita sér að rekstrinum Meðeigandi Jóns og stofnandi er Kjartan Þórisson en fyrirtækið hófst sem hugmynd þegar félagarnir voru í námi í Háskólanum í Reykjavík. Þrátt fyrir að komast báðir á forsetalista tækni- og verkfræðideildar HR fór svo að þeir hættu í námi til að einbeita sér alfarið að rekstrinum. Tímatal ehf. var stofnað árið 2014 og er því eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem varð til fljótlega eftir bankahrun. Jón sagði í samtali við Vísi fyrr í janúar að hugmyndin hafi komið til þegar eigandi hárgreiðslustofu bað Kjartan um að smíða fyrir sig tímabókunarkerfi. Þegar um 100 þjónustufyrirtæki hafi verið byrjuð að nota Tímatal hafi félagarnir ákveðið að þróa app sem væri beintengt við kerfið og gerði neytendum kleift að gera tímabókanir með auðveldum hætti. Það app hlaut nafnið Noona. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tækni Nýsköpun Fjártækni Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira