Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 07:33 Fjöldi fólks var handtekinn á götum hollenskra borga í gær eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu. Getty/MARCO DE SWART Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Ítrekað hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu, nú síðast í gærkvöldi í borgum á borð við Rotterdam, Amsterdam, Haarlem, Amersfoort og Geleen. Meira en 150 manns handteknir í gærkvöldi að því er greint frá á vef BBC. Eldar voru kveiktir á götum Haarlem og Haag og í Rotterdam kveiktu mótmælendur í, brutu rúður í verslunum, á veitingastað og í lestarstöð. Þá notaði lögreglan táragas og vatnsdælur til þess að reyna að dreifa hópi mótmælenda sem fór ránshendi um verslanir í borginni. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn. Hér fyrir neðan má sjá myndband AP-fréttastofunnar af átökum mótmælenda og lögreglu í Harleem í gær. Borgarstjórinn í Rotterdam hefur gefið út neyðartilskipun sem veitir lögreglunni í borginni víðtækari heimildir til að handtaka fólk og forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hefur fordæmt mótmælin sem hann kallar glæpsamlegt ofbeldi. „Þetta er óásættanlegt. Allt venjulegt fólk horfir á þetta með hryllingi. Það sem keyrir þetta fólk áfram hefur ekkert með mótmæli að gera. Þetta er glæpsamlegt ofbeldi og við munum taka á þessu í samræmi við það,“ sagði Rutte. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn.Getty/MARCO DE SWART Fyrsta útgöngubannið síðan í seinni heimsstyrjöldinni Útgöngubannið sem fólkið mótmælir tók gildi á laugardag og gildir frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálffimm á morgnana. Það var sett á þar sem smitum fór mjög fjölgandi í landinu með tilheyrandi spítalainnlögnum og dauðsföllum. Þá óttast yfirvöld mjög breska afbrigði veirunnar. Veitingastaðir og barir hafa verið lokaðir í landinu síðan í október. Þá var skólum og verslunum sem ekki selja nauðsynjar lokað í desember. Útgöngubannið er hins vegar það fyrsta sem sett er á í Hollandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Sekt við broti á banninu nemur 95 evrum sem samsvarar um 15.000 krónum. Staðfest kórónuveirusmit í Hollandi nálgast óðfluga eina milljón og þá hafa meira en 13.500 látist vegna Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Ítrekað hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu, nú síðast í gærkvöldi í borgum á borð við Rotterdam, Amsterdam, Haarlem, Amersfoort og Geleen. Meira en 150 manns handteknir í gærkvöldi að því er greint frá á vef BBC. Eldar voru kveiktir á götum Haarlem og Haag og í Rotterdam kveiktu mótmælendur í, brutu rúður í verslunum, á veitingastað og í lestarstöð. Þá notaði lögreglan táragas og vatnsdælur til þess að reyna að dreifa hópi mótmælenda sem fór ránshendi um verslanir í borginni. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn. Hér fyrir neðan má sjá myndband AP-fréttastofunnar af átökum mótmælenda og lögreglu í Harleem í gær. Borgarstjórinn í Rotterdam hefur gefið út neyðartilskipun sem veitir lögreglunni í borginni víðtækari heimildir til að handtaka fólk og forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hefur fordæmt mótmælin sem hann kallar glæpsamlegt ofbeldi. „Þetta er óásættanlegt. Allt venjulegt fólk horfir á þetta með hryllingi. Það sem keyrir þetta fólk áfram hefur ekkert með mótmæli að gera. Þetta er glæpsamlegt ofbeldi og við munum taka á þessu í samræmi við það,“ sagði Rutte. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn.Getty/MARCO DE SWART Fyrsta útgöngubannið síðan í seinni heimsstyrjöldinni Útgöngubannið sem fólkið mótmælir tók gildi á laugardag og gildir frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálffimm á morgnana. Það var sett á þar sem smitum fór mjög fjölgandi í landinu með tilheyrandi spítalainnlögnum og dauðsföllum. Þá óttast yfirvöld mjög breska afbrigði veirunnar. Veitingastaðir og barir hafa verið lokaðir í landinu síðan í október. Þá var skólum og verslunum sem ekki selja nauðsynjar lokað í desember. Útgöngubannið er hins vegar það fyrsta sem sett er á í Hollandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Sekt við broti á banninu nemur 95 evrum sem samsvarar um 15.000 krónum. Staðfest kórónuveirusmit í Hollandi nálgast óðfluga eina milljón og þá hafa meira en 13.500 látist vegna Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira