Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 07:33 Fjöldi fólks var handtekinn á götum hollenskra borga í gær eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu. Getty/MARCO DE SWART Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Ítrekað hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu, nú síðast í gærkvöldi í borgum á borð við Rotterdam, Amsterdam, Haarlem, Amersfoort og Geleen. Meira en 150 manns handteknir í gærkvöldi að því er greint frá á vef BBC. Eldar voru kveiktir á götum Haarlem og Haag og í Rotterdam kveiktu mótmælendur í, brutu rúður í verslunum, á veitingastað og í lestarstöð. Þá notaði lögreglan táragas og vatnsdælur til þess að reyna að dreifa hópi mótmælenda sem fór ránshendi um verslanir í borginni. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn. Hér fyrir neðan má sjá myndband AP-fréttastofunnar af átökum mótmælenda og lögreglu í Harleem í gær. Borgarstjórinn í Rotterdam hefur gefið út neyðartilskipun sem veitir lögreglunni í borginni víðtækari heimildir til að handtaka fólk og forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hefur fordæmt mótmælin sem hann kallar glæpsamlegt ofbeldi. „Þetta er óásættanlegt. Allt venjulegt fólk horfir á þetta með hryllingi. Það sem keyrir þetta fólk áfram hefur ekkert með mótmæli að gera. Þetta er glæpsamlegt ofbeldi og við munum taka á þessu í samræmi við það,“ sagði Rutte. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn.Getty/MARCO DE SWART Fyrsta útgöngubannið síðan í seinni heimsstyrjöldinni Útgöngubannið sem fólkið mótmælir tók gildi á laugardag og gildir frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálffimm á morgnana. Það var sett á þar sem smitum fór mjög fjölgandi í landinu með tilheyrandi spítalainnlögnum og dauðsföllum. Þá óttast yfirvöld mjög breska afbrigði veirunnar. Veitingastaðir og barir hafa verið lokaðir í landinu síðan í október. Þá var skólum og verslunum sem ekki selja nauðsynjar lokað í desember. Útgöngubannið er hins vegar það fyrsta sem sett er á í Hollandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Sekt við broti á banninu nemur 95 evrum sem samsvarar um 15.000 krónum. Staðfest kórónuveirusmit í Hollandi nálgast óðfluga eina milljón og þá hafa meira en 13.500 látist vegna Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Ítrekað hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu, nú síðast í gærkvöldi í borgum á borð við Rotterdam, Amsterdam, Haarlem, Amersfoort og Geleen. Meira en 150 manns handteknir í gærkvöldi að því er greint frá á vef BBC. Eldar voru kveiktir á götum Haarlem og Haag og í Rotterdam kveiktu mótmælendur í, brutu rúður í verslunum, á veitingastað og í lestarstöð. Þá notaði lögreglan táragas og vatnsdælur til þess að reyna að dreifa hópi mótmælenda sem fór ránshendi um verslanir í borginni. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn. Hér fyrir neðan má sjá myndband AP-fréttastofunnar af átökum mótmælenda og lögreglu í Harleem í gær. Borgarstjórinn í Rotterdam hefur gefið út neyðartilskipun sem veitir lögreglunni í borginni víðtækari heimildir til að handtaka fólk og forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hefur fordæmt mótmælin sem hann kallar glæpsamlegt ofbeldi. „Þetta er óásættanlegt. Allt venjulegt fólk horfir á þetta með hryllingi. Það sem keyrir þetta fólk áfram hefur ekkert með mótmæli að gera. Þetta er glæpsamlegt ofbeldi og við munum taka á þessu í samræmi við það,“ sagði Rutte. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn.Getty/MARCO DE SWART Fyrsta útgöngubannið síðan í seinni heimsstyrjöldinni Útgöngubannið sem fólkið mótmælir tók gildi á laugardag og gildir frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálffimm á morgnana. Það var sett á þar sem smitum fór mjög fjölgandi í landinu með tilheyrandi spítalainnlögnum og dauðsföllum. Þá óttast yfirvöld mjög breska afbrigði veirunnar. Veitingastaðir og barir hafa verið lokaðir í landinu síðan í október. Þá var skólum og verslunum sem ekki selja nauðsynjar lokað í desember. Útgöngubannið er hins vegar það fyrsta sem sett er á í Hollandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Sekt við broti á banninu nemur 95 evrum sem samsvarar um 15.000 krónum. Staðfest kórónuveirusmit í Hollandi nálgast óðfluga eina milljón og þá hafa meira en 13.500 látist vegna Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira