LeBron stórkostlegur á gamla heimavellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2021 07:31 LeBron James héldu engin bönd gegn Cleveland Cavaliers. getty/Jason Miller LeBron James fór á kostum á sínum gamla heimavelli og skoraði 46 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Cleveland Cavaliers, 108-115, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron var sérstaklega öflugur í 4. leikhluta þegar hann skoraði 21 stig og klikkaði aðeins á einu skoti gegn liðinu sem hann hóf ferilinn í NBA með og leiddi til meistaratitils fyrir fimm árum. Lakers hefur unnið alla tíu útileiki sína á tímabilinu. @KingJames puts up a season-high 46 points (21 in 4th) to lead the @Lakers to their 10th straight road W! #LakeShow pic.twitter.com/vuc4PmbL08— NBA (@NBA) January 26, 2021 Stórleikur Luka Doncic dugði Dallas Mavericks ekki til sigurs gegn Denver Nuggets. Lokatölur 113-117, Denver í vil. Doncic skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og gaf sextán stoðsendingar. Michael Porter yngri skoraði þrjátíu stig fyrir Denver sem hefur unnið fjóra leiki í röð. Luka Doncic records his 5th career 30+ point, 15+ assist triple-double.35 PTS | 11 REB | 16 AST (season-high) pic.twitter.com/TWlZJk5tTd— NBA (@NBA) January 26, 2021 Stephen Curry skaut Minnesota Timberwolves í kaf þegar Golden State Warriors vann Úlfana, 130-108, á heimavelli. Curry skoraði 36 stig og hitti úr ellefu af 21 skoti sínu í leiknum. MPJ fuels DEN! Michael Porter Jr. tallies 30 PTS, 6 3PM, helping the @nuggets win in Dallas! #MileHighBasketball pic.twitter.com/aejfqz7Bp5— NBA (@NBA) January 26, 2021 Boston Celtics vann sinn annan leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Chicago Bulls, 103-119, á útivelli. Jayson Tatum sneri aftur í lið Boston eftir nokkurra leikja fjarveru og skoraði 24 stig. Jaylen Brown var hins vegar stigahæstur Boston-manna með 26 stig. @jaytatum0 drops 24 as the @celtics win in his return to action! #BleedGreen pic.twitter.com/H2Xn2lqEDD— NBA (@NBA) January 26, 2021 Úrslit næturinnar Cleveland 108-115 LA Lakers Dallas 113-117 Denver Golden State 130-108 Minnesota Chicago 103-119 Boston Detroit 119-104 Philadelphia Indiana 129-114 Toronto Orlando 117-108 Charlotte Brooklyn 98-85 Miami Portland 122-125 Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
LeBron var sérstaklega öflugur í 4. leikhluta þegar hann skoraði 21 stig og klikkaði aðeins á einu skoti gegn liðinu sem hann hóf ferilinn í NBA með og leiddi til meistaratitils fyrir fimm árum. Lakers hefur unnið alla tíu útileiki sína á tímabilinu. @KingJames puts up a season-high 46 points (21 in 4th) to lead the @Lakers to their 10th straight road W! #LakeShow pic.twitter.com/vuc4PmbL08— NBA (@NBA) January 26, 2021 Stórleikur Luka Doncic dugði Dallas Mavericks ekki til sigurs gegn Denver Nuggets. Lokatölur 113-117, Denver í vil. Doncic skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og gaf sextán stoðsendingar. Michael Porter yngri skoraði þrjátíu stig fyrir Denver sem hefur unnið fjóra leiki í röð. Luka Doncic records his 5th career 30+ point, 15+ assist triple-double.35 PTS | 11 REB | 16 AST (season-high) pic.twitter.com/TWlZJk5tTd— NBA (@NBA) January 26, 2021 Stephen Curry skaut Minnesota Timberwolves í kaf þegar Golden State Warriors vann Úlfana, 130-108, á heimavelli. Curry skoraði 36 stig og hitti úr ellefu af 21 skoti sínu í leiknum. MPJ fuels DEN! Michael Porter Jr. tallies 30 PTS, 6 3PM, helping the @nuggets win in Dallas! #MileHighBasketball pic.twitter.com/aejfqz7Bp5— NBA (@NBA) January 26, 2021 Boston Celtics vann sinn annan leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Chicago Bulls, 103-119, á útivelli. Jayson Tatum sneri aftur í lið Boston eftir nokkurra leikja fjarveru og skoraði 24 stig. Jaylen Brown var hins vegar stigahæstur Boston-manna með 26 stig. @jaytatum0 drops 24 as the @celtics win in his return to action! #BleedGreen pic.twitter.com/H2Xn2lqEDD— NBA (@NBA) January 26, 2021 Úrslit næturinnar Cleveland 108-115 LA Lakers Dallas 113-117 Denver Golden State 130-108 Minnesota Chicago 103-119 Boston Detroit 119-104 Philadelphia Indiana 129-114 Toronto Orlando 117-108 Charlotte Brooklyn 98-85 Miami Portland 122-125 Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Cleveland 108-115 LA Lakers Dallas 113-117 Denver Golden State 130-108 Minnesota Chicago 103-119 Boston Detroit 119-104 Philadelphia Indiana 129-114 Toronto Orlando 117-108 Charlotte Brooklyn 98-85 Miami Portland 122-125 Oklahoma
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum