„Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2021 19:45 Guðni Heiðar Guðnason segir ótal mörgum spurningum ósvarað eftir að sonur hans, Guðni Pétur lést í Sundhöll Reykjavíkur. Vísir Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. Maðurinn sem lést hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs. Hann lætur eftir sig foreldra og tvo bræður. Guðni Pétur starfaði hjá geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var í sundi með skjólstæðingi sínum þegar hann fannst án meðvitundar í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Starfsfólk laugarinnar hóf endurlífgun þegar hann fannst, þær héldu áfram í sjúkrabíl og á Landspítalanum þar til maðurinn var úrskurðaður látinn um hádegisbil á fimmtudag. Maðurinn fannst látinn í Sundhöllinni á fimmtudag.REykjavíkurborg Rannsókn lögreglu á andlátinu er á frumstigi og er beðið krufningar. Í tilkynningu sem barst frá Reykjavíkurborg í dag segir að í lauginni séu öryggismyndavélar og laugaverðir hafi verið í sal og turni Sundhallarinnar. Ekki að leita af sökudólgum Guðni Heiðar Guðnason faðir Guðna Péturs segir hann hafa verið afar hraustan og í góðu líkamlegu formi. Hann skilur ekki hvað fór úrskeiðis. „Ég tek skýrt fram að þó að ég spyrji spurninga þá er ég ekki að leita af sökudólgum. Það þarf bara að svara því hvað kom fyrir drenginn okkar. Við vitum að Guðni Pétur var í sundi með skjólstæðingi sínum, honum fipast á í lauginni eða þar gerist eitthvað sem veldur því að hann sekkur til botns,“ segir Guðni Heiðar. Hann segir óteljandi spurningar hafa kviknað. „Þessar spurningar vakna fyrst og fremst því Guðni Pétur lá svo lengi á botni laugarinnar eða í alls sex mínútur, það eru þær upplýsingar sem við höfum fengið. Þetta er mjög langur tími, svo langur að þegar við hittum lækna á gjörgæsludeild voru þeir mjög skýrir með það að ástand hans væri mjög alvarlegt, sem síðar leiddi til dauða hans. Spurningarnar okkar eru hver var gæslan í lauginni? Hvar voru sundlaugarverðirnir? Voru þeir í salnum? Af yfirlýsingu sem ég hef séð frá borginni þá kemur fram að þeir voru í salnum. Þá spyr ég með hverju voru þeir að fylgjast? Voru þeir að fylgjast með myndavélunum eða hvaða verkferlum áttu þeir að fylgja sem ekki var fylgt? Voru einhverjir verkferlar brotnir?“ „Var ekki kerfi í sundlauginni sem á að gefa frá sér viðvörun ef eitthvað er hreyfingarlaust á botni laugarinnar í 15 sekúndur eða lengur. Ef slíkt kerfi var ekki til staðar þá spyr ég af hverju, því slíkt kerfi er notað annar staðar,“ segir Guðni Heiðar. „Nú veit ég að Sundhöll Reykjavíkur er nýlega uppgerð ég spyr því var þetta kerfi ekki sett upp samhliða þeim framkvæmdum? Það er alveg ljóst í mínum huga að ef þetta kerfi hefði verið virkt eða virkað þá hefði ef til vill mátt bjarga lífi hans,“ segir Guðni Heiðar. Hann segist treysta rannsókn lögreglu en vill fá svör sem fyrst. „Ég treysti lögreglunni til að vinna sín verk eins vel og hægt er. En við viljum fá svörin sem fyrst. Hvað kom fyrir drenginn okkar?,“ segir Guðni Heiðar. Margir sem sakna hans Guðni Heiðar segir að sonar síns sé sárt saknað af mörgum. „Guðni Pétur var mjög hraustur, hann vildi ekki eiga bíl heldur lifði bíllausum lífsstíl og fór allra sína ferða á hjóli eða gangandi. Hann blés ekki úr nös þó hann færi langa vegalengd á hjóli. Hann var gull að manni, manngæska í gegn, vildi engum illt, vildi öllum gott, var elskaður af okkur, vinum sínum, samstarfsfólki og skjólstæðingum. Hann var einfaldlega perla þessi drengur,“ segir Guðni Heiðar sorgmæddur að lokum. Reykjavík Sundlaugar Lögreglan Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. 25. janúar 2021 14:05 Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Maðurinn sem lést hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs. Hann lætur eftir sig foreldra og tvo bræður. Guðni Pétur starfaði hjá geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var í sundi með skjólstæðingi sínum þegar hann fannst án meðvitundar í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Starfsfólk laugarinnar hóf endurlífgun þegar hann fannst, þær héldu áfram í sjúkrabíl og á Landspítalanum þar til maðurinn var úrskurðaður látinn um hádegisbil á fimmtudag. Maðurinn fannst látinn í Sundhöllinni á fimmtudag.REykjavíkurborg Rannsókn lögreglu á andlátinu er á frumstigi og er beðið krufningar. Í tilkynningu sem barst frá Reykjavíkurborg í dag segir að í lauginni séu öryggismyndavélar og laugaverðir hafi verið í sal og turni Sundhallarinnar. Ekki að leita af sökudólgum Guðni Heiðar Guðnason faðir Guðna Péturs segir hann hafa verið afar hraustan og í góðu líkamlegu formi. Hann skilur ekki hvað fór úrskeiðis. „Ég tek skýrt fram að þó að ég spyrji spurninga þá er ég ekki að leita af sökudólgum. Það þarf bara að svara því hvað kom fyrir drenginn okkar. Við vitum að Guðni Pétur var í sundi með skjólstæðingi sínum, honum fipast á í lauginni eða þar gerist eitthvað sem veldur því að hann sekkur til botns,“ segir Guðni Heiðar. Hann segir óteljandi spurningar hafa kviknað. „Þessar spurningar vakna fyrst og fremst því Guðni Pétur lá svo lengi á botni laugarinnar eða í alls sex mínútur, það eru þær upplýsingar sem við höfum fengið. Þetta er mjög langur tími, svo langur að þegar við hittum lækna á gjörgæsludeild voru þeir mjög skýrir með það að ástand hans væri mjög alvarlegt, sem síðar leiddi til dauða hans. Spurningarnar okkar eru hver var gæslan í lauginni? Hvar voru sundlaugarverðirnir? Voru þeir í salnum? Af yfirlýsingu sem ég hef séð frá borginni þá kemur fram að þeir voru í salnum. Þá spyr ég með hverju voru þeir að fylgjast? Voru þeir að fylgjast með myndavélunum eða hvaða verkferlum áttu þeir að fylgja sem ekki var fylgt? Voru einhverjir verkferlar brotnir?“ „Var ekki kerfi í sundlauginni sem á að gefa frá sér viðvörun ef eitthvað er hreyfingarlaust á botni laugarinnar í 15 sekúndur eða lengur. Ef slíkt kerfi var ekki til staðar þá spyr ég af hverju, því slíkt kerfi er notað annar staðar,“ segir Guðni Heiðar. „Nú veit ég að Sundhöll Reykjavíkur er nýlega uppgerð ég spyr því var þetta kerfi ekki sett upp samhliða þeim framkvæmdum? Það er alveg ljóst í mínum huga að ef þetta kerfi hefði verið virkt eða virkað þá hefði ef til vill mátt bjarga lífi hans,“ segir Guðni Heiðar. Hann segist treysta rannsókn lögreglu en vill fá svör sem fyrst. „Ég treysti lögreglunni til að vinna sín verk eins vel og hægt er. En við viljum fá svörin sem fyrst. Hvað kom fyrir drenginn okkar?,“ segir Guðni Heiðar. Margir sem sakna hans Guðni Heiðar segir að sonar síns sé sárt saknað af mörgum. „Guðni Pétur var mjög hraustur, hann vildi ekki eiga bíl heldur lifði bíllausum lífsstíl og fór allra sína ferða á hjóli eða gangandi. Hann blés ekki úr nös þó hann færi langa vegalengd á hjóli. Hann var gull að manni, manngæska í gegn, vildi engum illt, vildi öllum gott, var elskaður af okkur, vinum sínum, samstarfsfólki og skjólstæðingum. Hann var einfaldlega perla þessi drengur,“ segir Guðni Heiðar sorgmæddur að lokum.
Reykjavík Sundlaugar Lögreglan Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. 25. janúar 2021 14:05 Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28
Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. 25. janúar 2021 14:05
Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11
Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19