Erlent

Fagnar stefnumörkun um aukið samstarf Íslands og Grænlands

Kristján Már Unnarsson skrifar
Steen Lynge, utanríkis- og orkumálaráðherra Grænlands.
Steen Lynge, utanríkis- og orkumálaráðherra Grænlands. Naalakkersuisut

Utanríkisráðherra Grænlands, Steen Lynge, fagnar stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ráðherrans á heimasíðu landsstjórnar Grænlands í tilefni af útgáfu yfirgripsmikillar skýrslu um verkefnið, sem þeir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar ráðherrans, kynntu fyrir helgi.

Össur Skarphéðinsson og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu 99 tillögur um aukið samstarf landanna á blaðamannafundi síðastliðinn fimmtudag.Utanríkisráðuneytið

„Mér finnst þetta framlag íslenskra stjórnvalda afar spennandi og áhugavert, að hafa kannað tækifæri og undirbúið fjölda tillagna um aukið samstarf milli Grænlands og Íslands,“ segir Steen Lynge.

„Ég og íslenski starfsbróðir minn, Guðlaugur Þór Þórðarson, áttum nýlega fjarfund þar sem hann kynnti aðdragandann og skýrsluna. Ég hlakka mikið til þeirrar vinnu sem framundan er; að koma í framkvæmd þessum góða ásetningi og þeim fjölda tillagna sem skýrslan hefur að geyma,“ segir utanríkisráðherra Grænlands en hér má sjá yfirlýsinguna.


Tengdar fréttir

Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki

Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×