Lífið

Eftir ár áfalla ákvað Heimir að fara á Everest og svona er undirbúningurinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Undirbúningurinn er strembinn fyrir Everest. 
Undirbúningurinn er strembinn fyrir Everest. 

Heimir Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru að undirbúa sig fyrir að klífa hæsta tind veraldar Everest.

Þeir hleyptu Garpur I. Elísabetarsyni með í för í fjallgöngu upp á Kirkjufell á Snæfellsnesi til að útskýra hvernig maður undirbýr sig fyrir Everest.

Þeir ákváðu í leiðinni að safna fjármunum til styrktar Umhyggju og ber ferðin heitið Með Umhyggju á Everest. Fjallað var um undirbúning þeirra félaga í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Planið er að toppa tindinn í maí.

„Síðasta ár var erfitt hjá mér eins og hjá mörgum öðrum. Mamma fellur frá, ég dett úr sambandi og ég varð að fara í mikla sjálfsskoðun sjálfur og finna svolítið hvað mig langaði að gera. Mín leið og mín hugleiðsla hefur alltaf verið að fara á fjöll,“ segir Heimir Hallgrímsson sem ákvað að stefna beint á hæsta tind veraldar.

„Undirbúningurinn er mjög margþættur. Maður þarf að undirbúa hausinn og ákveðna tæknilega hluti og svo náttúrulega líkamlegt form,“ segir Sigurður Bjarni.

Hann segir að þeir félagar æfi reglulega styrk, þol og æfa sérstaklega að vera í aðstæðum eins og að vera í miklum kulda. Hér að neðan má sjá brot úr Íslandi í dag í gær.

Klippa: Eftir ár áfalla ákvað Heimir að fara á Everest og svona er undirbúningurinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.