Miami Heat mætir með COVID-hunda til að þefa uppi smitaða áhorfendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 15:30 Jimmy Butler og félagar í Miami Heat fá áhorfendur á heimaleiki sína í þessari viku en hundar munu passa upp á að smitaðir áhorfendur komist ekki inn í höllina. Getty/Samsett NBA körfuboltaliðið Miami Heat ætlar að leyfa áhorfendum aftur að mæta á leiki liðsins í AmericanAirlines Arena en það hefur bæst við starfsliðið í höllinni þeirra. Nýjustu starfsmennirnir í íþróttahöllinni hjá Miami Heat eru leitahundar sem eru þó ekki að þefa uppi eiturlyf eða sprengiefni. Miami Heat hefur unnið að því í marga mánuði að geta verið með vel þjálfaða hunda sem þefa uppi áhorfendur sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Það er vel þekkt að hundar þefi upp eiturlyf á flugvöllum en forráðamenn Miami Heat töldu að hundar gætu líka þefaði uppi COVID-19. Miami Heat to bring back fans with help from Covid-19 detection dogshttps://t.co/30V74BnbOX— Sportando (@Sportando) January 24, 2021 Hingað til hafa hundarnir verið að æfa sig í því að þefa af gestum sem hafa aðallega verið vinir og fjölskyldumeðlimir leikmanna og starfsfólk. Nú ætla menn þar á bæ að stíga skrefi lengra. Frá og með þessari viku þá mun smáhluti miðahafa þurfa að fara í sætin sín svo framarlega þeir fái grænt ljós hjá COVID-hundunum. „Ef þú pælir í því þá er ekkert nýtt að vera með slíka hunda. Þú sérð þá á flugvöllum og þeir hafa verið notaðir til að hjálpar bæði lögreglu og hernum. Við höfum notað þá í mörg ár til að þefa uppi sprengjur,“ sagði Matthew Jafarian, varaforseti starfsstefnu félagsins. Heat plan to use COVID-19-sniffing dogs to screen fans who go to their home games, per @ByTimReynolds pic.twitter.com/JEq6zkFio2— Bleacher Report (@BleacherReport) January 24, 2021 Fyrsti leikurinn sem Miami Heat fer aftur að selja miða er leikurinn á móti Los Angeels Clippers á fimmtudaginn. Miðasalan hefst í dag. Það hefur verið uppselt á 451 heimaleik Miami Heat í röð. Það verða þó bara tvö þúsund miðar í boði til að byrja með sem nær ekki tíu prósent sæta í boði í höllinni. COVID-hundar þekkjast á flugvöllum í Dúbaí og Helsinki. Í tilfelli Miami Heat þá munu þeir ganga framhjá áhorfendum á ákveðnu svæði. Ef þeir halda áfram göngu sinni þá er allt í lagi en ef þeir setjast niður þá er viðkomandi meinaður aðgangur að leiknum. NBA Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira
Nýjustu starfsmennirnir í íþróttahöllinni hjá Miami Heat eru leitahundar sem eru þó ekki að þefa uppi eiturlyf eða sprengiefni. Miami Heat hefur unnið að því í marga mánuði að geta verið með vel þjálfaða hunda sem þefa uppi áhorfendur sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Það er vel þekkt að hundar þefi upp eiturlyf á flugvöllum en forráðamenn Miami Heat töldu að hundar gætu líka þefaði uppi COVID-19. Miami Heat to bring back fans with help from Covid-19 detection dogshttps://t.co/30V74BnbOX— Sportando (@Sportando) January 24, 2021 Hingað til hafa hundarnir verið að æfa sig í því að þefa af gestum sem hafa aðallega verið vinir og fjölskyldumeðlimir leikmanna og starfsfólk. Nú ætla menn þar á bæ að stíga skrefi lengra. Frá og með þessari viku þá mun smáhluti miðahafa þurfa að fara í sætin sín svo framarlega þeir fái grænt ljós hjá COVID-hundunum. „Ef þú pælir í því þá er ekkert nýtt að vera með slíka hunda. Þú sérð þá á flugvöllum og þeir hafa verið notaðir til að hjálpar bæði lögreglu og hernum. Við höfum notað þá í mörg ár til að þefa uppi sprengjur,“ sagði Matthew Jafarian, varaforseti starfsstefnu félagsins. Heat plan to use COVID-19-sniffing dogs to screen fans who go to their home games, per @ByTimReynolds pic.twitter.com/JEq6zkFio2— Bleacher Report (@BleacherReport) January 24, 2021 Fyrsti leikurinn sem Miami Heat fer aftur að selja miða er leikurinn á móti Los Angeels Clippers á fimmtudaginn. Miðasalan hefst í dag. Það hefur verið uppselt á 451 heimaleik Miami Heat í röð. Það verða þó bara tvö þúsund miðar í boði til að byrja með sem nær ekki tíu prósent sæta í boði í höllinni. COVID-hundar þekkjast á flugvöllum í Dúbaí og Helsinki. Í tilfelli Miami Heat þá munu þeir ganga framhjá áhorfendum á ákveðnu svæði. Ef þeir halda áfram göngu sinni þá er allt í lagi en ef þeir setjast niður þá er viðkomandi meinaður aðgangur að leiknum.
NBA Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira