Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2021 23:10 Kim Kielsen forsætisráðherra í sal grænlenska þingsins í Nuuk. Erik Jensen stendur álengdar við vegginn. Vísir/EPA. Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. Eftir harðvítug átök innan Siumut-flokksins, stærsta flokks landsins, náði Erik Jensen að fella Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember með 39 atkvæðum gegn 32. Hann hugðist í framhaldinu láta kné fylgja kviði og ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. „Ég reikna fastlega með því að ég verði fljótlega formaður landsstjórnarinnar,“ sagði Erik Jensen í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR fyrr í mánuðinum. Erik Jensen felldi Kim Kielsen úr formennsku Siumut-flokksins fyrir tveimur mánuðum. Núna vill hann einnig verða formaður landsstjórnar Grænlands.Siumut/Skjáskot Hann flaug síðan frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokkana tvo um að hann tæki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. Á föstudag greindi fréttamiðillinn Sermitsiaq frá því að Erik Jensen væri aftur farinn heim til Sisimiut án þess að nokkur niðurstaða hefði fengist. „Það eru engar afgerandi fréttir af viðræðunum. En ég get sagt að við höfum átt góða fundi, sem ég tel að við ættum að halda áfram þegar þingið kemur saman á ný,“ sagði Erik Jensen í viðtali við Sermitsiaq. KNR segir að þetta svar hans geti einnig þýtt að viðræðum um leiðtogaskipti innan landsstjórnarinnar verði ekki fram haldið. Það líti núna út fyrir að Kim Kielsen haldi áfram. Forystumenn hinna stjórnarflokkanna hafa ekkert tjáð sig um viðræðurnar. Þá hefur Kim Kielsen einnig hafnað viðtölum um stöðuna. Grænlenskir fjölmiðlar telja þó víst að hann hafi ekki í hyggju að standa sjálfviljugur upp úr forsætinu fyrir Erik Jensen. Kim Kielsen var í kastljósi heimsfjölmiðlanna sumarið 2019 þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, vildi kaupa Grænland. Hér má sjá svar hans í viðtali á Stöð 2: Grænland Tengdar fréttir Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Eftir harðvítug átök innan Siumut-flokksins, stærsta flokks landsins, náði Erik Jensen að fella Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember með 39 atkvæðum gegn 32. Hann hugðist í framhaldinu láta kné fylgja kviði og ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. „Ég reikna fastlega með því að ég verði fljótlega formaður landsstjórnarinnar,“ sagði Erik Jensen í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR fyrr í mánuðinum. Erik Jensen felldi Kim Kielsen úr formennsku Siumut-flokksins fyrir tveimur mánuðum. Núna vill hann einnig verða formaður landsstjórnar Grænlands.Siumut/Skjáskot Hann flaug síðan frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokkana tvo um að hann tæki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. Á föstudag greindi fréttamiðillinn Sermitsiaq frá því að Erik Jensen væri aftur farinn heim til Sisimiut án þess að nokkur niðurstaða hefði fengist. „Það eru engar afgerandi fréttir af viðræðunum. En ég get sagt að við höfum átt góða fundi, sem ég tel að við ættum að halda áfram þegar þingið kemur saman á ný,“ sagði Erik Jensen í viðtali við Sermitsiaq. KNR segir að þetta svar hans geti einnig þýtt að viðræðum um leiðtogaskipti innan landsstjórnarinnar verði ekki fram haldið. Það líti núna út fyrir að Kim Kielsen haldi áfram. Forystumenn hinna stjórnarflokkanna hafa ekkert tjáð sig um viðræðurnar. Þá hefur Kim Kielsen einnig hafnað viðtölum um stöðuna. Grænlenskir fjölmiðlar telja þó víst að hann hafi ekki í hyggju að standa sjálfviljugur upp úr forsætinu fyrir Erik Jensen. Kim Kielsen var í kastljósi heimsfjölmiðlanna sumarið 2019 þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, vildi kaupa Grænland. Hér má sjá svar hans í viðtali á Stöð 2:
Grænland Tengdar fréttir Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14
Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00