„Sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. janúar 2021 18:51 Gísli átti virkilega góðan leik í kvöld. Epa/Anne-Christine Poujoulat „Við spiluðum mjög góða sókn mest allan leikinn. Við fáum frábært færi nánast hverri sókn en eins góð vörnin hefur verið þá klikkar hún dálítið í dag,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, eftir tapið gegn Norðmönnum á HM í Egyptalandi í kvöld. Gísli var til viðtals við RÚV að leiknum loknum í Egyptalandi. „Mér fannst við spila vel. Eins og Guðmundur sagði þá er þetta bara stöngin út. Það hefur verið þannig gegn stóru liðunum en mér fannst við taka eitt skref í rétta átt og það skiptir máli fyrir þetta lið.“ Norðmenn voru duglegir að refsa íslenska liðinu í hröðum upphlaupum sem og seinni bylgju. „Það er ótrúlegt hvað þeir geta hlaupið. Þeir hafa sýnt það hversu sterkir þeir eru í seinni bylgjunni og hraðaupphlaupunum. Það vita allir hvað þeir eru góðir en það er erfitt að verjast þessum mönnum.“ Gísli átti skínandi leik í dag og er stoltur að vera hluti af liðinu. Hann sér framfarir á íslenska liðinu. „Þótt að við séum að tapa á móti öllum þessum liðum; síðustu leikjunum, þá finnst mér gegn Frökkum, Portúgal og Norðmönnum að við erum inn í leikjunum. Við erum að spila lengst af vel og erum að stíga í rétta átt sem liðsheild, lið og karakterar. Ég er sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði. Ég er þakklátur að vera þáttur af þessari þróun í þessu landsliði.“ Ísland fékk skell gegn Norðmönnum á EM í fyrra og Gísli segir mikinn mun á íslenska liðinu, frá síðasta ári. „Það er himinn og haf á milli leikjanna gegn Norðmönnum en það vantar líka alveg helling af mönnum í okkar lið. Við erum að spila miklu, miklu betur í samanburði við EM á síðasta ári og þetta er jafn leikur fram á 57. mínútu. Við klúðrum á opnum færum og það er það sem fer með alla þrjá leikina. Ef maður ætlar að berjast við þá bestu þá þarf maður að klára dauðafærin. Það kemur að endanum,“ sagði Gísli að lokum í samtali við RÚV. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37 Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Gísli var til viðtals við RÚV að leiknum loknum í Egyptalandi. „Mér fannst við spila vel. Eins og Guðmundur sagði þá er þetta bara stöngin út. Það hefur verið þannig gegn stóru liðunum en mér fannst við taka eitt skref í rétta átt og það skiptir máli fyrir þetta lið.“ Norðmenn voru duglegir að refsa íslenska liðinu í hröðum upphlaupum sem og seinni bylgju. „Það er ótrúlegt hvað þeir geta hlaupið. Þeir hafa sýnt það hversu sterkir þeir eru í seinni bylgjunni og hraðaupphlaupunum. Það vita allir hvað þeir eru góðir en það er erfitt að verjast þessum mönnum.“ Gísli átti skínandi leik í dag og er stoltur að vera hluti af liðinu. Hann sér framfarir á íslenska liðinu. „Þótt að við séum að tapa á móti öllum þessum liðum; síðustu leikjunum, þá finnst mér gegn Frökkum, Portúgal og Norðmönnum að við erum inn í leikjunum. Við erum að spila lengst af vel og erum að stíga í rétta átt sem liðsheild, lið og karakterar. Ég er sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði. Ég er þakklátur að vera þáttur af þessari þróun í þessu landsliði.“ Ísland fékk skell gegn Norðmönnum á EM í fyrra og Gísli segir mikinn mun á íslenska liðinu, frá síðasta ári. „Það er himinn og haf á milli leikjanna gegn Norðmönnum en það vantar líka alveg helling af mönnum í okkar lið. Við erum að spila miklu, miklu betur í samanburði við EM á síðasta ári og þetta er jafn leikur fram á 57. mínútu. Við klúðrum á opnum færum og það er það sem fer með alla þrjá leikina. Ef maður ætlar að berjast við þá bestu þá þarf maður að klára dauðafærin. Það kemur að endanum,“ sagði Gísli að lokum í samtali við RÚV.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37 Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37
Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni