Fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2021 18:51 Það fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna. Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing og flokkarnir yrðu þá alls níu. Maskína gerði könnunina dagana 12. til 20. janúar. Líkt og í síðustu könnunum sést að fylgi stjórnarflokkanna hefur dregist nokkuð saman frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 21 prósent fylgi, Vinstri grænir með ríflega þrettán prósent og Framsóknarflokkurinn með 9,5 prósent. Samfylkingin er stærst stjórnarandstöðuflokka með um sautján prósent. Ólíkt niðurstöðu síðustu könnunar Maskínu fyrir Stöð 2 mælist flokkur fólksins nú inni á þingi og það gerir Sósíalistaflokkurinn einnig. Niðurstöður könnunar Maskínu fyrir Stöð 2. Því myndi fjölga um einn flokk á Alþingi. Dósent í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn eftir næstu kosnignar, og verði myndun þriggja flokka stjórnar erfið. „Við gætum færst nær skandinavíska módelinu, Noregur, Danmörk og Svíþjóð, þar sem er algengara að flokkar bjóði fram saman eða segi: Við munum starfa með þessum og þessum í ríkisstjórn og minnihlutastjórnir eru líka algengari,“ segir Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hún var gestur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins útilokar ekki að fara sjálfur í framboð fyrir flokkinn og segir ánægjulegt að samkvæmt henni verði erfitt að mynda ríkisstjórn á hægri vængnum. „Þá nær Sjálstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, og Framsóknarflokkur, ekki meirihluta í þessari könnun,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, í Víglínunni. Könnunin fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Könnunin var send á þjóðhóp Maskínu (e. panel) en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01 Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. 20. janúar 2021 14:26 Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 24 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. 11. janúar 2021 14:54 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Maskína gerði könnunina dagana 12. til 20. janúar. Líkt og í síðustu könnunum sést að fylgi stjórnarflokkanna hefur dregist nokkuð saman frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 21 prósent fylgi, Vinstri grænir með ríflega þrettán prósent og Framsóknarflokkurinn með 9,5 prósent. Samfylkingin er stærst stjórnarandstöðuflokka með um sautján prósent. Ólíkt niðurstöðu síðustu könnunar Maskínu fyrir Stöð 2 mælist flokkur fólksins nú inni á þingi og það gerir Sósíalistaflokkurinn einnig. Niðurstöður könnunar Maskínu fyrir Stöð 2. Því myndi fjölga um einn flokk á Alþingi. Dósent í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn eftir næstu kosnignar, og verði myndun þriggja flokka stjórnar erfið. „Við gætum færst nær skandinavíska módelinu, Noregur, Danmörk og Svíþjóð, þar sem er algengara að flokkar bjóði fram saman eða segi: Við munum starfa með þessum og þessum í ríkisstjórn og minnihlutastjórnir eru líka algengari,“ segir Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hún var gestur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins útilokar ekki að fara sjálfur í framboð fyrir flokkinn og segir ánægjulegt að samkvæmt henni verði erfitt að mynda ríkisstjórn á hægri vængnum. „Þá nær Sjálstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, og Framsóknarflokkur, ekki meirihluta í þessari könnun,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, í Víglínunni. Könnunin fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Könnunin var send á þjóðhóp Maskínu (e. panel) en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01 Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. 20. janúar 2021 14:26 Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 24 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. 11. janúar 2021 14:54 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01
Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. 20. janúar 2021 14:26
Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 24 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. 11. janúar 2021 14:54