Fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2021 18:51 Það fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna. Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing og flokkarnir yrðu þá alls níu. Maskína gerði könnunina dagana 12. til 20. janúar. Líkt og í síðustu könnunum sést að fylgi stjórnarflokkanna hefur dregist nokkuð saman frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 21 prósent fylgi, Vinstri grænir með ríflega þrettán prósent og Framsóknarflokkurinn með 9,5 prósent. Samfylkingin er stærst stjórnarandstöðuflokka með um sautján prósent. Ólíkt niðurstöðu síðustu könnunar Maskínu fyrir Stöð 2 mælist flokkur fólksins nú inni á þingi og það gerir Sósíalistaflokkurinn einnig. Niðurstöður könnunar Maskínu fyrir Stöð 2. Því myndi fjölga um einn flokk á Alþingi. Dósent í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn eftir næstu kosnignar, og verði myndun þriggja flokka stjórnar erfið. „Við gætum færst nær skandinavíska módelinu, Noregur, Danmörk og Svíþjóð, þar sem er algengara að flokkar bjóði fram saman eða segi: Við munum starfa með þessum og þessum í ríkisstjórn og minnihlutastjórnir eru líka algengari,“ segir Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hún var gestur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins útilokar ekki að fara sjálfur í framboð fyrir flokkinn og segir ánægjulegt að samkvæmt henni verði erfitt að mynda ríkisstjórn á hægri vængnum. „Þá nær Sjálstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, og Framsóknarflokkur, ekki meirihluta í þessari könnun,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, í Víglínunni. Könnunin fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Könnunin var send á þjóðhóp Maskínu (e. panel) en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01 Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. 20. janúar 2021 14:26 Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 24 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. 11. janúar 2021 14:54 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Maskína gerði könnunina dagana 12. til 20. janúar. Líkt og í síðustu könnunum sést að fylgi stjórnarflokkanna hefur dregist nokkuð saman frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 21 prósent fylgi, Vinstri grænir með ríflega þrettán prósent og Framsóknarflokkurinn með 9,5 prósent. Samfylkingin er stærst stjórnarandstöðuflokka með um sautján prósent. Ólíkt niðurstöðu síðustu könnunar Maskínu fyrir Stöð 2 mælist flokkur fólksins nú inni á þingi og það gerir Sósíalistaflokkurinn einnig. Niðurstöður könnunar Maskínu fyrir Stöð 2. Því myndi fjölga um einn flokk á Alþingi. Dósent í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn eftir næstu kosnignar, og verði myndun þriggja flokka stjórnar erfið. „Við gætum færst nær skandinavíska módelinu, Noregur, Danmörk og Svíþjóð, þar sem er algengara að flokkar bjóði fram saman eða segi: Við munum starfa með þessum og þessum í ríkisstjórn og minnihlutastjórnir eru líka algengari,“ segir Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hún var gestur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins útilokar ekki að fara sjálfur í framboð fyrir flokkinn og segir ánægjulegt að samkvæmt henni verði erfitt að mynda ríkisstjórn á hægri vængnum. „Þá nær Sjálstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, og Framsóknarflokkur, ekki meirihluta í þessari könnun,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, í Víglínunni. Könnunin fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Könnunin var send á þjóðhóp Maskínu (e. panel) en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01 Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. 20. janúar 2021 14:26 Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 24 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. 11. janúar 2021 14:54 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01
Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. 20. janúar 2021 14:26
Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 24 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. 11. janúar 2021 14:54