Nýttu glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 17:16 Í Danmörku líkt og víðast hvar annars staðar er deilt um forgangsröðun í bólusetningu gegn covid-19. EPA/CLAUS FISKER Hópur bæklunarlækna við Sønderjylland-sjúkrahúsið í Danmörku nýtti sér glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu gegn covid-19. Læknarnir nýttu glufuna til að bóka bólusetningu fyrir sjálfa sig en málið hefur vakið nokkra reiði meðal samstarfsmanna þeirra á sjúkrahúsinu og víðar í danska heilbrigðiskerfinu. TV2 fjallar um málið í dag en það hefur skapað kergju á göngum spítalans eftir að bæklunarlæknarnir hófu í þessari viku að tala um það digurbarkalega um það hvernig þeim hafi tekist að verða sér úti um bóluefni gegn covid-19, með því að fara fram hjá stjórnkerfi sjúkrahússins og tryggt sér bólusetningu í svæðisbundinni bólusetningarmiðstöð. Einn læknanna hafði komist að því að hann gæti bókað tíma á heimasíðunni vacciner.dk, í gegnum bókunarkerfi sem almennt er aðeins hægt að nota hafi maður fengið boðun frá yfirvöldum í gegnum rafrænu upplýsingagáttina e-boks. Þegar læknirinn komst að þessu lét hann samstarfsmenn sína vita sem einnig nýttu sér glufuna til þess að bóka tíma, jafnvel þótt þar væri tekið fram að aðeins mætti bóka tíma hafi maður fengið boð. Framferði læknanna þykir bæði „ósanngjarnt“ og „siðlaust“ að mati nokkurra hjúkrunarfræðinga sem daglega eiga í hættu á að smitast af veirunni í tengslum við störf sín en hafa þó ekki enn fengið boð í bólusetningu. „Í grunninn held ég að það sé ekki sanngjarnt. Þeir hafa greinilega fengið þetta með óréttmætum hætti. Það hefur verið glufa sem þeir hafa nýtt. Að mínu mati eru margir aðrir sem hefðu meiri not fyrir bóluefni,“ segir Janne Jensen, trúnaðarmaður hjúkrunar- og geislafræðinga á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi hjúkrunarfræðinga sem annast sjúklinga sem ekki hafa verið skimaðir fyrir covid-19 og sem sökum þessa eru útsettari fyrir smiti. Þá nefnir hún hjúkrunarfræðinga á covid-deildum sem enn hafi ekki fengið bólusetningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forgangsröðun í bólusetningu vekur ósætti innan danska heilbrigðiskerfisins en á föstudaginn greindu fjölmiðlar til að mynda frá því að mikil óánægja hafi komið upp á þremur geðheilbrigðisþjónustumiðstöðvum vegna forgangsröðunar í bólusetningu. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
TV2 fjallar um málið í dag en það hefur skapað kergju á göngum spítalans eftir að bæklunarlæknarnir hófu í þessari viku að tala um það digurbarkalega um það hvernig þeim hafi tekist að verða sér úti um bóluefni gegn covid-19, með því að fara fram hjá stjórnkerfi sjúkrahússins og tryggt sér bólusetningu í svæðisbundinni bólusetningarmiðstöð. Einn læknanna hafði komist að því að hann gæti bókað tíma á heimasíðunni vacciner.dk, í gegnum bókunarkerfi sem almennt er aðeins hægt að nota hafi maður fengið boðun frá yfirvöldum í gegnum rafrænu upplýsingagáttina e-boks. Þegar læknirinn komst að þessu lét hann samstarfsmenn sína vita sem einnig nýttu sér glufuna til þess að bóka tíma, jafnvel þótt þar væri tekið fram að aðeins mætti bóka tíma hafi maður fengið boð. Framferði læknanna þykir bæði „ósanngjarnt“ og „siðlaust“ að mati nokkurra hjúkrunarfræðinga sem daglega eiga í hættu á að smitast af veirunni í tengslum við störf sín en hafa þó ekki enn fengið boð í bólusetningu. „Í grunninn held ég að það sé ekki sanngjarnt. Þeir hafa greinilega fengið þetta með óréttmætum hætti. Það hefur verið glufa sem þeir hafa nýtt. Að mínu mati eru margir aðrir sem hefðu meiri not fyrir bóluefni,“ segir Janne Jensen, trúnaðarmaður hjúkrunar- og geislafræðinga á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi hjúkrunarfræðinga sem annast sjúklinga sem ekki hafa verið skimaðir fyrir covid-19 og sem sökum þessa eru útsettari fyrir smiti. Þá nefnir hún hjúkrunarfræðinga á covid-deildum sem enn hafi ekki fengið bólusetningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forgangsröðun í bólusetningu vekur ósætti innan danska heilbrigðiskerfisins en á föstudaginn greindu fjölmiðlar til að mynda frá því að mikil óánægja hafi komið upp á þremur geðheilbrigðisþjónustumiðstöðvum vegna forgangsröðunar í bólusetningu.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira