Nýttu glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 17:16 Í Danmörku líkt og víðast hvar annars staðar er deilt um forgangsröðun í bólusetningu gegn covid-19. EPA/CLAUS FISKER Hópur bæklunarlækna við Sønderjylland-sjúkrahúsið í Danmörku nýtti sér glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu gegn covid-19. Læknarnir nýttu glufuna til að bóka bólusetningu fyrir sjálfa sig en málið hefur vakið nokkra reiði meðal samstarfsmanna þeirra á sjúkrahúsinu og víðar í danska heilbrigðiskerfinu. TV2 fjallar um málið í dag en það hefur skapað kergju á göngum spítalans eftir að bæklunarlæknarnir hófu í þessari viku að tala um það digurbarkalega um það hvernig þeim hafi tekist að verða sér úti um bóluefni gegn covid-19, með því að fara fram hjá stjórnkerfi sjúkrahússins og tryggt sér bólusetningu í svæðisbundinni bólusetningarmiðstöð. Einn læknanna hafði komist að því að hann gæti bókað tíma á heimasíðunni vacciner.dk, í gegnum bókunarkerfi sem almennt er aðeins hægt að nota hafi maður fengið boðun frá yfirvöldum í gegnum rafrænu upplýsingagáttina e-boks. Þegar læknirinn komst að þessu lét hann samstarfsmenn sína vita sem einnig nýttu sér glufuna til þess að bóka tíma, jafnvel þótt þar væri tekið fram að aðeins mætti bóka tíma hafi maður fengið boð. Framferði læknanna þykir bæði „ósanngjarnt“ og „siðlaust“ að mati nokkurra hjúkrunarfræðinga sem daglega eiga í hættu á að smitast af veirunni í tengslum við störf sín en hafa þó ekki enn fengið boð í bólusetningu. „Í grunninn held ég að það sé ekki sanngjarnt. Þeir hafa greinilega fengið þetta með óréttmætum hætti. Það hefur verið glufa sem þeir hafa nýtt. Að mínu mati eru margir aðrir sem hefðu meiri not fyrir bóluefni,“ segir Janne Jensen, trúnaðarmaður hjúkrunar- og geislafræðinga á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi hjúkrunarfræðinga sem annast sjúklinga sem ekki hafa verið skimaðir fyrir covid-19 og sem sökum þessa eru útsettari fyrir smiti. Þá nefnir hún hjúkrunarfræðinga á covid-deildum sem enn hafi ekki fengið bólusetningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forgangsröðun í bólusetningu vekur ósætti innan danska heilbrigðiskerfisins en á föstudaginn greindu fjölmiðlar til að mynda frá því að mikil óánægja hafi komið upp á þremur geðheilbrigðisþjónustumiðstöðvum vegna forgangsröðunar í bólusetningu. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
TV2 fjallar um málið í dag en það hefur skapað kergju á göngum spítalans eftir að bæklunarlæknarnir hófu í þessari viku að tala um það digurbarkalega um það hvernig þeim hafi tekist að verða sér úti um bóluefni gegn covid-19, með því að fara fram hjá stjórnkerfi sjúkrahússins og tryggt sér bólusetningu í svæðisbundinni bólusetningarmiðstöð. Einn læknanna hafði komist að því að hann gæti bókað tíma á heimasíðunni vacciner.dk, í gegnum bókunarkerfi sem almennt er aðeins hægt að nota hafi maður fengið boðun frá yfirvöldum í gegnum rafrænu upplýsingagáttina e-boks. Þegar læknirinn komst að þessu lét hann samstarfsmenn sína vita sem einnig nýttu sér glufuna til þess að bóka tíma, jafnvel þótt þar væri tekið fram að aðeins mætti bóka tíma hafi maður fengið boð. Framferði læknanna þykir bæði „ósanngjarnt“ og „siðlaust“ að mati nokkurra hjúkrunarfræðinga sem daglega eiga í hættu á að smitast af veirunni í tengslum við störf sín en hafa þó ekki enn fengið boð í bólusetningu. „Í grunninn held ég að það sé ekki sanngjarnt. Þeir hafa greinilega fengið þetta með óréttmætum hætti. Það hefur verið glufa sem þeir hafa nýtt. Að mínu mati eru margir aðrir sem hefðu meiri not fyrir bóluefni,“ segir Janne Jensen, trúnaðarmaður hjúkrunar- og geislafræðinga á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi hjúkrunarfræðinga sem annast sjúklinga sem ekki hafa verið skimaðir fyrir covid-19 og sem sökum þessa eru útsettari fyrir smiti. Þá nefnir hún hjúkrunarfræðinga á covid-deildum sem enn hafi ekki fengið bólusetningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forgangsröðun í bólusetningu vekur ósætti innan danska heilbrigðiskerfisins en á föstudaginn greindu fjölmiðlar til að mynda frá því að mikil óánægja hafi komið upp á þremur geðheilbrigðisþjónustumiðstöðvum vegna forgangsröðunar í bólusetningu.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira