Mótmælin til stuðnings Navalní fara fram á fjölmörgum stöðum í Rússlandi og hafa mótmælendur í 937 borgum verið handteknir samkvæmt Moscow Times. Lögmaðurinn Lyubov Sobol, sem einnig er bandamaður Navalní, var handtekinn af óeirðalögreglu í dag á meðan hún ræddi við fréttamenn.
Как задерживали Любовь Соболь.
— Настоящее Время (@CurrentTimeTv) January 23, 2021
Прямая трансляция протестов: https://t.co/7SR1VNjCr6 pic.twitter.com/OwMtvg4cF4
Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn sunnudag fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar.
Yfirvöld í Rússlandi vöruðu við því að fólk tæki þátt í mótmælunum fyrirhuguðu og voru nokkrir af helstu bandamönnum Navalnís handteknir í aðdraganda þeirra.
Yulia, eiginkona Navalní, sagðist vera meðal þeirra sem voru handtekin í dag. Henni var síðar sleppt, en hún birti mynd af sér á Instagram frá lögreglubílnum. „Afsakið léleg gæði. Slæm lýsing í lögreglubílnum,“ skrifaði hún.