Milljarðs halli á vetrarþjónustunni samhliða ákalli eftir aukinni þjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. janúar 2021 11:46 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þótt alltaf sé tekið mark á ábendingum frá vegfarendum um færð á vegum, þá þurfi Vegagerðin einnig að byggja ákvörðun um lokun vega á eigin upplýsingum. Þá sé um eins milljarðs halli á rekstri vetrarþjónustu á sama tíma og ákall séum aukna þjónustu. Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. „Í þessu tilviki þá er þjónustutími vetrarþjónustunnar á Öxnadalsheiði að ljúka og við fáum þessa tilkynningu um það leyti og við tökum alltaf mark á tilkynningum. En við verðum auðvitað að skoða málin sjálf og þarna hafði sem sagt bílstjórinn á snjóruðningstækinu sagt okkur til um hvernig aðstæður væru og það væri að stefna í að verða þæfingur, þannig að þær upplýsingar sem við höfðum voru ekki þannig að það stefndi í þetta og alls ekki að það yrði snjóflóð náttúrlega,“ segir G. Pétur. En er ekkert svigrúm til þess að bregðast við eftir að þjónustutíma lýkur? „Það er náttúrlega að stefna í ófærð og vegurinn hefði væntanlega síðan, eftir að þjónustu lýkur og við hefðum fylgst með, þá hefði honum sennilega verið lokað eða hann merktur ófær. Við búum náttúrlega við það í vetrarþjónustunni að við erum með um milljarðs halla á vetrarþjónustunni og það er mikið ákall alls staðar að um að auka vetrarþjónustuna, skiljanlega, en það verður náttúrlega ekki gert nema með auknu fé. Þannig þegar menn eru að stilla af þennan tíma þá er verið að sinna vetrarþjónustunni þegar umferðin er mest og reynum að koma því til skila til fólks að það er ekki þjónusta eftir klukkan tíu eða hálf tíu í þessu tilviki. Þannig að vegfarendur þurfa svolítið að taka mið af því, og mið af náttúrlega veðrinu en það hefur greinilega ekki verið mjög gott þarna í gær,“ svarar G. Pétur. Vetrarþjónustan sé dýr þjónusta og ekki veitti af meira fjármagni til að sinna henni. „Þetta er langt og mikið og stórt vegakerfi sem að við erum með og veðrin eru þannig að það kostar mikið að halda þeim færum. En auðvitað er þjóðfélagið þannig að það er alltaf að aukast umfangið í öllu og vetrarþjónustan hefur náttúrlega aukist á undanförnum árum, gríðarlega mikið í raun og veru. En ákallið eins og ég segi er alltaf eftir aukinni vetrarþjónustu, skiljanlega. En það verður ekki gert nema með auknu fjárframlagi,“ segir G. Pétur. Eftir á að hyggja hefði eflaust verið hægt að bregðast öðruvísi við. „Það verður bara að skoða það mjög vel,“ segir G. Pétur. Samgöngur Veður Umferðaröryggi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. „Í þessu tilviki þá er þjónustutími vetrarþjónustunnar á Öxnadalsheiði að ljúka og við fáum þessa tilkynningu um það leyti og við tökum alltaf mark á tilkynningum. En við verðum auðvitað að skoða málin sjálf og þarna hafði sem sagt bílstjórinn á snjóruðningstækinu sagt okkur til um hvernig aðstæður væru og það væri að stefna í að verða þæfingur, þannig að þær upplýsingar sem við höfðum voru ekki þannig að það stefndi í þetta og alls ekki að það yrði snjóflóð náttúrlega,“ segir G. Pétur. En er ekkert svigrúm til þess að bregðast við eftir að þjónustutíma lýkur? „Það er náttúrlega að stefna í ófærð og vegurinn hefði væntanlega síðan, eftir að þjónustu lýkur og við hefðum fylgst með, þá hefði honum sennilega verið lokað eða hann merktur ófær. Við búum náttúrlega við það í vetrarþjónustunni að við erum með um milljarðs halla á vetrarþjónustunni og það er mikið ákall alls staðar að um að auka vetrarþjónustuna, skiljanlega, en það verður náttúrlega ekki gert nema með auknu fé. Þannig þegar menn eru að stilla af þennan tíma þá er verið að sinna vetrarþjónustunni þegar umferðin er mest og reynum að koma því til skila til fólks að það er ekki þjónusta eftir klukkan tíu eða hálf tíu í þessu tilviki. Þannig að vegfarendur þurfa svolítið að taka mið af því, og mið af náttúrlega veðrinu en það hefur greinilega ekki verið mjög gott þarna í gær,“ svarar G. Pétur. Vetrarþjónustan sé dýr þjónusta og ekki veitti af meira fjármagni til að sinna henni. „Þetta er langt og mikið og stórt vegakerfi sem að við erum með og veðrin eru þannig að það kostar mikið að halda þeim færum. En auðvitað er þjóðfélagið þannig að það er alltaf að aukast umfangið í öllu og vetrarþjónustan hefur náttúrlega aukist á undanförnum árum, gríðarlega mikið í raun og veru. En ákallið eins og ég segi er alltaf eftir aukinni vetrarþjónustu, skiljanlega. En það verður ekki gert nema með auknu fjárframlagi,“ segir G. Pétur. Eftir á að hyggja hefði eflaust verið hægt að bregðast öðruvísi við. „Það verður bara að skoða það mjög vel,“ segir G. Pétur.
Samgöngur Veður Umferðaröryggi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira