Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2021 10:57 Mótmælandi handtekinn í Moskvu. AP/Pavel Golovkin Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. Mótmælin byrjuðu í austasta hluta Rússlands í morgun og er búist við frekari mótmælum vestar í landinu í dag. Lögreglan í Moskvu hefur girt af torg í miðborg borgarinnar þar sem mótmæli áttu að fara fram. Myndbandsupptökur frá Vladivostok sýndu lögregluþjóna í óeirðabúnaði elta mótmælendur og sömuleiðis komu mótmælendur saman í borginni Khabarovsk. Þar kölluðu mótmælendur orðin „skömm“ og „þjófar“, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Sjá einnig: Pútín ekki hræddur við Navalní Hér má sjá myndband frá blaðamanni Guardian í Moskvu sem segir fjölmarga hafa verið komna saman klukkustund áður en mótmælin áttu að hefjast. What I m seeing right now walking up to the pro-Navalny protest in Moscow. Riot police deploying around the square, hundreds of protestors out maybe an hour before protest set to kick off. Hearing about arrests, square is not yet closed off. pic.twitter.com/0E5BmlJwzD— Andrew Roth (@Andrew__Roth) January 23, 2021 Moscow Times segir að allt að ellefu þúsund manns hafi komið saman í borginni Yekaterinburg, þar sem var 30 gráðu frost í morgun. Í aðdraganda þeirra vöruðu yfirvöld í Rússlandi við því að fólk tæki þátt í mótmælunum fyrirhuguðu og voru nokkrir af helstu bandamönnum Navalnís handteknir í aðdraganda þeirra. Sjá einnig: Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Hér má sjá myndband af Twittersíðu bandamanna Navalní. « » . . pic.twitter.com/UbZieS8NPs— (@teamnavalny_vdk) January 23, 2021 Reuters hefur eftir bandamanni Navalnís að hann og ráðgjafar hans hafi búst við því að hann yrði handtekinn við komuna til Rússlands. Hann segir ásakanirnar gegn sér ósannar. Þau hafi skipulagt það að boða til mótmæla í Rússlandi til að reyna að þvinga yfirvöld í Rússlandi til að sleppa honum úr haldi. Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Heimildarmenn fréttaveitunnar innan stjórnvalda Rússlands segja þó verulega ólíklegt að Navalní verði sleppt úr haldi. Hann sé orðin ógn gegn Pútín og verði í það minnsta í fangelsi fram yfir þingkosningar í september. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Moskvu. Það efsta er frá því þegar lögregluþjónar handtóku aðgerðasinnann Lyubov Sobol. Hún er bandamaður Navalnís og var handtekin í miðju viðtali við fjömiðla. Seinna myndbandið er frétt Sky News frá því í morgun. Protests calling for jailed opposition leader Alexei Navalny to be released are taking place in Russia today.Sky's @DiMagnaySky says about 240 arrests have been made so far, with police appearing to be arresting protesters 'at random' Read more: https://t.co/Oi3fGOBXH4 pic.twitter.com/ecEFI2NVgU— Sky News (@SkyNews) January 23, 2021 Police continue to detain protesters in Moscow https://t.co/8agFEqrKGy via @IfSoAnn #Russia pic.twitter.com/A6vc0QejaZ— Liveuamap (@Liveuamap) January 23, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Mótmælin byrjuðu í austasta hluta Rússlands í morgun og er búist við frekari mótmælum vestar í landinu í dag. Lögreglan í Moskvu hefur girt af torg í miðborg borgarinnar þar sem mótmæli áttu að fara fram. Myndbandsupptökur frá Vladivostok sýndu lögregluþjóna í óeirðabúnaði elta mótmælendur og sömuleiðis komu mótmælendur saman í borginni Khabarovsk. Þar kölluðu mótmælendur orðin „skömm“ og „þjófar“, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Sjá einnig: Pútín ekki hræddur við Navalní Hér má sjá myndband frá blaðamanni Guardian í Moskvu sem segir fjölmarga hafa verið komna saman klukkustund áður en mótmælin áttu að hefjast. What I m seeing right now walking up to the pro-Navalny protest in Moscow. Riot police deploying around the square, hundreds of protestors out maybe an hour before protest set to kick off. Hearing about arrests, square is not yet closed off. pic.twitter.com/0E5BmlJwzD— Andrew Roth (@Andrew__Roth) January 23, 2021 Moscow Times segir að allt að ellefu þúsund manns hafi komið saman í borginni Yekaterinburg, þar sem var 30 gráðu frost í morgun. Í aðdraganda þeirra vöruðu yfirvöld í Rússlandi við því að fólk tæki þátt í mótmælunum fyrirhuguðu og voru nokkrir af helstu bandamönnum Navalnís handteknir í aðdraganda þeirra. Sjá einnig: Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Hér má sjá myndband af Twittersíðu bandamanna Navalní. « » . . pic.twitter.com/UbZieS8NPs— (@teamnavalny_vdk) January 23, 2021 Reuters hefur eftir bandamanni Navalnís að hann og ráðgjafar hans hafi búst við því að hann yrði handtekinn við komuna til Rússlands. Hann segir ásakanirnar gegn sér ósannar. Þau hafi skipulagt það að boða til mótmæla í Rússlandi til að reyna að þvinga yfirvöld í Rússlandi til að sleppa honum úr haldi. Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Heimildarmenn fréttaveitunnar innan stjórnvalda Rússlands segja þó verulega ólíklegt að Navalní verði sleppt úr haldi. Hann sé orðin ógn gegn Pútín og verði í það minnsta í fangelsi fram yfir þingkosningar í september. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Moskvu. Það efsta er frá því þegar lögregluþjónar handtóku aðgerðasinnann Lyubov Sobol. Hún er bandamaður Navalnís og var handtekin í miðju viðtali við fjömiðla. Seinna myndbandið er frétt Sky News frá því í morgun. Protests calling for jailed opposition leader Alexei Navalny to be released are taking place in Russia today.Sky's @DiMagnaySky says about 240 arrests have been made so far, with police appearing to be arresting protesters 'at random' Read more: https://t.co/Oi3fGOBXH4 pic.twitter.com/ecEFI2NVgU— Sky News (@SkyNews) January 23, 2021 Police continue to detain protesters in Moscow https://t.co/8agFEqrKGy via @IfSoAnn #Russia pic.twitter.com/A6vc0QejaZ— Liveuamap (@Liveuamap) January 23, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira