„Án áhorfenda er ekkert leikhús“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. janúar 2021 23:20 Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri var að vonum ánægður með að fá loks áhorfendur í salinn. Vísir/Arnar Leiksýningin Vertu Úlfur var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem sýnt er á stóra sviði leikhússins. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnaraðgerðir, sem tók gildi í síðustu viku, mega nú um hundrað áhorfendur vera í salnum í stað fimmtíu áður. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri vonast til að hægt verði að fylla salinn af áhorfendum áður en langt um líður. Magnús Geir segir það skipta verulegu máli að fá að sýna aftur á stóra sviðinu „Þetta hefur auðvitað gríðarleg þýðingu því að leikhúsið snýst auðvitað um það að mæta áhorfendum og án áhorfenda er ekkert leikhús. Þannig það má segja að það hafi ekki verið neitt leikhús síðustu mánuði.“ Starfsfólk leikhússins horfir nú björtum augum til komandi vikna og mánaða og vonast til að húsið muni iða af lífi. „Við erum afskaplega glöð og bjartsýn og full tilhlökkunar. Bæði til kvöldsins og svo auðvitað þeirra mánaða sem eru fram undan og við trúum að sýningarhaldið hefjist núna en muni síðan svona trappast upp jafnt og þétt og vonandi áður en að löngum líður verðum við komin með fullan sal og heimilt að sitja í öllum sætum.“ Aðeins mega um hundrað manns vera í salnum og því fæst sætin í notkun.Vísir/Arnar Ferlið við að setja sýninguna upp var magnað að sögn Magnúsar. „Auðvitað hafa þetta verið afskaplega krefjandi tímar fyrir okkur öll og okkur í leikhúsinu sannarlega því að við höfum ekki getað gert það sem að við þráum að gera og njótum að gera en vinnan við þessa sýningu er svolítið sérstök af því við breyttum öllum forsendum vegna kórónuveirufaraldursins.“ Þannig átti sýningin að vera á minna sviði en var færð á stóra sviðið og löguð að þeim tímum sem nú eru. „Þannig að þetta hefur verið afskaplega gjöfult og við finnum líka fyrir hvað hún talar sterkt inn í þá tíma sem við erum að upplifa. Þetta tekur á málefnum sem að eru ofarlega á baugi.“ Klippa: Fyrsta sýningin á stóra sviðinu í fjóra mánuði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Magnús Geir segir það skipta verulegu máli að fá að sýna aftur á stóra sviðinu „Þetta hefur auðvitað gríðarleg þýðingu því að leikhúsið snýst auðvitað um það að mæta áhorfendum og án áhorfenda er ekkert leikhús. Þannig það má segja að það hafi ekki verið neitt leikhús síðustu mánuði.“ Starfsfólk leikhússins horfir nú björtum augum til komandi vikna og mánaða og vonast til að húsið muni iða af lífi. „Við erum afskaplega glöð og bjartsýn og full tilhlökkunar. Bæði til kvöldsins og svo auðvitað þeirra mánaða sem eru fram undan og við trúum að sýningarhaldið hefjist núna en muni síðan svona trappast upp jafnt og þétt og vonandi áður en að löngum líður verðum við komin með fullan sal og heimilt að sitja í öllum sætum.“ Aðeins mega um hundrað manns vera í salnum og því fæst sætin í notkun.Vísir/Arnar Ferlið við að setja sýninguna upp var magnað að sögn Magnúsar. „Auðvitað hafa þetta verið afskaplega krefjandi tímar fyrir okkur öll og okkur í leikhúsinu sannarlega því að við höfum ekki getað gert það sem að við þráum að gera og njótum að gera en vinnan við þessa sýningu er svolítið sérstök af því við breyttum öllum forsendum vegna kórónuveirufaraldursins.“ Þannig átti sýningin að vera á minna sviði en var færð á stóra sviðið og löguð að þeim tímum sem nú eru. „Þannig að þetta hefur verið afskaplega gjöfult og við finnum líka fyrir hvað hún talar sterkt inn í þá tíma sem við erum að upplifa. Þetta tekur á málefnum sem að eru ofarlega á baugi.“ Klippa: Fyrsta sýningin á stóra sviðinu í fjóra mánuði
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19
Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36