Harma að myndlistamenn tortyggi eigin fulltrúa Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 22:35 SÍM segist bera fullt traust til fulltrúa sinna í úthlutunarnefnd. Getty Samband íslenskra myndlistarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um úthlutunarnefnd starfslauna myndlistarmanna. Yfirlýsingin kemur í kjölfar gagnrýni Snorra Ásmundarsonar myndlistarmanns, sem telur vinagreiða ráða för við úthlutunina. Vísir ræddi við Snorra fyrr í mánuðinum þar sem hann sagðist standa í þeirri trú að spilling væri fyrir hendi. Fyrrum nefndarmaður í starfslaunanefndinni hafði fengið starfslaun í ár, úthlutað af nefndarmönnum sem fengu starfslaun árið áður. „Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spurði Snorri á Facebook-síðu sinni. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna segist fagna umræðu um listamannalaun og það mætti greina óánægju með skerðingu þeirra undanfarin tíu ár, enda hafi fjölgað töluvert í stéttinni. Einnig sé lögð áhersla á að laun verði gerð að fullum launum og mánaðarlaunum fjölgað. Þó harmi stjórnin að myndlistarmenn tortryggi fulltrúa sem stjórn sambandsins hefur tilnefnt. „SÍM ber fullt traust til fulltrúa sinna sem unnið hafa af samviskusemi við að taka erfiðar ákvarðanir um lífsviðurværi myndlistarmanna á erfiðum tímum. Það er forsenda þess að vera valinn í nefndina að viðkomandi séu virkir myndlistarmenn eða sýningarstjórar með góð tengsl við myndlistarheiminn og yfirgripsmikla yfirsýn. Það hafa allir núverandi fulltrúar til að bera,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er því óásættanlegt þegar óvandaðir miðlar reyna að varpa rýrð á framlag viðkomandi fulltrúa, einmitt vegna þessarar sömu virkni og tenginga.“ „Vanhæfnin er að tröllríða félaginu“ Inntur eftir viðbrögðum sagði Snorri yfirlýsinguna yfirgengilega. Hann viti ekki hvort hann eigi að hlæja eða gráta, en stjórnin sé að fagna umræðu sem sé komin til vegna gagnrýni hans. Því næst fordæmi hún þá sem tortryggi fulltrúana. „Þrír úr stjórn SÍM fengu listamannalaun í ár plús ein kærasta. Sem sé þrír sem standa fyrir þessari yfirlýsingu og kærasta eins þeirra. Vanhæfnin er að tröllríða félaginu,“ segir Snorri. Hann stendur því enn á þeirri skoðun sinni að vinnubrögðin séu ófagleg og ólíðandi. Hann hafi kvartað til umboðsmanns Alþingis og ráðherra. 526 mánuðir voru til úthlutunar við síðustu úthlutun en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar. Myndlist Listamannalaun Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Vísir ræddi við Snorra fyrr í mánuðinum þar sem hann sagðist standa í þeirri trú að spilling væri fyrir hendi. Fyrrum nefndarmaður í starfslaunanefndinni hafði fengið starfslaun í ár, úthlutað af nefndarmönnum sem fengu starfslaun árið áður. „Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spurði Snorri á Facebook-síðu sinni. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna segist fagna umræðu um listamannalaun og það mætti greina óánægju með skerðingu þeirra undanfarin tíu ár, enda hafi fjölgað töluvert í stéttinni. Einnig sé lögð áhersla á að laun verði gerð að fullum launum og mánaðarlaunum fjölgað. Þó harmi stjórnin að myndlistarmenn tortryggi fulltrúa sem stjórn sambandsins hefur tilnefnt. „SÍM ber fullt traust til fulltrúa sinna sem unnið hafa af samviskusemi við að taka erfiðar ákvarðanir um lífsviðurværi myndlistarmanna á erfiðum tímum. Það er forsenda þess að vera valinn í nefndina að viðkomandi séu virkir myndlistarmenn eða sýningarstjórar með góð tengsl við myndlistarheiminn og yfirgripsmikla yfirsýn. Það hafa allir núverandi fulltrúar til að bera,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er því óásættanlegt þegar óvandaðir miðlar reyna að varpa rýrð á framlag viðkomandi fulltrúa, einmitt vegna þessarar sömu virkni og tenginga.“ „Vanhæfnin er að tröllríða félaginu“ Inntur eftir viðbrögðum sagði Snorri yfirlýsinguna yfirgengilega. Hann viti ekki hvort hann eigi að hlæja eða gráta, en stjórnin sé að fagna umræðu sem sé komin til vegna gagnrýni hans. Því næst fordæmi hún þá sem tortryggi fulltrúana. „Þrír úr stjórn SÍM fengu listamannalaun í ár plús ein kærasta. Sem sé þrír sem standa fyrir þessari yfirlýsingu og kærasta eins þeirra. Vanhæfnin er að tröllríða félaginu,“ segir Snorri. Hann stendur því enn á þeirri skoðun sinni að vinnubrögðin séu ófagleg og ólíðandi. Hann hafi kvartað til umboðsmanns Alþingis og ráðherra. 526 mánuðir voru til úthlutunar við síðustu úthlutun en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar.
Myndlist Listamannalaun Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira