„Mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 20:31 Rætt var við Davíð Snorra í Sportpakka Stöðvar í kvöld. Viðtalið má finna í heild sinni neðst í fréttinni. Stöð 2 Sport Davíð Snorri Jónasson er nýr þjálfari U21 landslið Íslands í knattspyrnu. Hann er mjög spenntur fyrir komandi verkefni og stoltur af því að KSÍ hafi leitað til hans. „Það leggst frábærlega í mig. Stórt verkefni og mjög gott fyrir mig að komast í þetta starf. Ég er mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín. Síðasta skrefið í þessum landsliðsstiga er að komast úr U21 í A-landsliðið, þannig að verðugt verkefni sem verður gaman að takast á við,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvernig nýtt starf innan KSÍ legðist í hann. Davíð Snorri hefur þjálfað U17 og U19 landsliðs Ísland. Er starf þjálfara U21 meira krefjandi en það sem hann var í áður? „Þetta er allt krefjandi að því leyti að þú þarft að reyna finna út hverjir eru okkar bestu leikmenn og þú þarft að hugsa vel um þá leikmenn. Hvort sem það er U17, U19 eða U21, þannig þetta er alltaf krefjandi. Svo er U21 þetta síðasta skref fyrir leikmanninn að komast í A-landsliðið, og líklega stærsta skrefið. Þannig við sem þjálfarar þurfum að hjálpa leikmanninum bæði í sínum ferli og að vera tilbúinn í A-landsliðið.“ Davíð Snorri var spurður út í aðdragandann þar sem hann er tilkynntur frekar seint ef miða má við næsta verkefni hjá U21 landsliði Íslands. „Þetta er búið að taka smá tíma, aðallega út af formsatriðum innanhúss. Það var haft samband við mig rétt fyrir jól þegar búið var að tilkynna A-landsliðsþjálfara og staðan var laus. Þau báðu mig um að taka við liðinu, ég hugsaði mig um og við áttum gott spjall milli jóla og nýárs. Síðan hafa þetta verið formsatriði sem hefur þurft að klára innanhúss sem sneri ekki beint að mér en þetta er leyst og tilkynnt.“ „Mín vinna núna – og undanfarnar vikur – er að skoða hvað liðið er búið að vera gera. Skoða tölfræði, skoða leikina svo ég fái ákveðna hugmynd. Nú þegar það er búið að tilkynna þetta mun ég fara á fullt að tala við starfsfólkið og tala við leikmennina þannig við verðum mjög vel undirbúnir þegar við mætum,“ sagði þjálfarinn um undirbúninginn fyrir lokakeppni EM þar sem Ísland mætir Rússlandi, Danmörku og Frakklandi. „Aðstæður leikmanna geta breyst milli verkefni rosalega mikið svo við þurfum að skoða það. Nú vona ég bara að allir leikmennirnir sem eru á þessum stóra lista hjá okkur muni æfa vel, haldast heilir og spila eins margar mínútur og hægt er fram í mars til að gera valið fyrir mig erfitt,“ var svarið er spurt var út í hvort við myndum sjá ný andlit í komandi verkefni hjá U21 landsliðinu. „Listinn er ekki langur, hann er nokkuð hnitmiðaður en við munum leggjast yfir það í rólegheitunum að finna aðstoðarmann þannig það verður einhver við hliðina á mér í fyrsta leik,“ sagði Davíð Snorri að lokum og brosti. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Klippa: Viðtal: Davíð Snorri er nýr þjálfari U21 landslið Íslands Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Sjá meira
„Það leggst frábærlega í mig. Stórt verkefni og mjög gott fyrir mig að komast í þetta starf. Ég er mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín. Síðasta skrefið í þessum landsliðsstiga er að komast úr U21 í A-landsliðið, þannig að verðugt verkefni sem verður gaman að takast á við,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvernig nýtt starf innan KSÍ legðist í hann. Davíð Snorri hefur þjálfað U17 og U19 landsliðs Ísland. Er starf þjálfara U21 meira krefjandi en það sem hann var í áður? „Þetta er allt krefjandi að því leyti að þú þarft að reyna finna út hverjir eru okkar bestu leikmenn og þú þarft að hugsa vel um þá leikmenn. Hvort sem það er U17, U19 eða U21, þannig þetta er alltaf krefjandi. Svo er U21 þetta síðasta skref fyrir leikmanninn að komast í A-landsliðið, og líklega stærsta skrefið. Þannig við sem þjálfarar þurfum að hjálpa leikmanninum bæði í sínum ferli og að vera tilbúinn í A-landsliðið.“ Davíð Snorri var spurður út í aðdragandann þar sem hann er tilkynntur frekar seint ef miða má við næsta verkefni hjá U21 landsliði Íslands. „Þetta er búið að taka smá tíma, aðallega út af formsatriðum innanhúss. Það var haft samband við mig rétt fyrir jól þegar búið var að tilkynna A-landsliðsþjálfara og staðan var laus. Þau báðu mig um að taka við liðinu, ég hugsaði mig um og við áttum gott spjall milli jóla og nýárs. Síðan hafa þetta verið formsatriði sem hefur þurft að klára innanhúss sem sneri ekki beint að mér en þetta er leyst og tilkynnt.“ „Mín vinna núna – og undanfarnar vikur – er að skoða hvað liðið er búið að vera gera. Skoða tölfræði, skoða leikina svo ég fái ákveðna hugmynd. Nú þegar það er búið að tilkynna þetta mun ég fara á fullt að tala við starfsfólkið og tala við leikmennina þannig við verðum mjög vel undirbúnir þegar við mætum,“ sagði þjálfarinn um undirbúninginn fyrir lokakeppni EM þar sem Ísland mætir Rússlandi, Danmörku og Frakklandi. „Aðstæður leikmanna geta breyst milli verkefni rosalega mikið svo við þurfum að skoða það. Nú vona ég bara að allir leikmennirnir sem eru á þessum stóra lista hjá okkur muni æfa vel, haldast heilir og spila eins margar mínútur og hægt er fram í mars til að gera valið fyrir mig erfitt,“ var svarið er spurt var út í hvort við myndum sjá ný andlit í komandi verkefni hjá U21 landsliðinu. „Listinn er ekki langur, hann er nokkuð hnitmiðaður en við munum leggjast yfir það í rólegheitunum að finna aðstoðarmann þannig það verður einhver við hliðina á mér í fyrsta leik,“ sagði Davíð Snorri að lokum og brosti. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Klippa: Viðtal: Davíð Snorri er nýr þjálfari U21 landslið Íslands
Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Sjá meira